Tölvumál - 01.01.2017, Blaðsíða 2
RITSTJÓRNARPISTILL
Dr. Ásrún Matthíasdóttir, ritstjóri Tölvumála
Ógnir dagsins í dag og lausnir til framtíðar er þema Tölvumála í ár og er margar áhugaverðar
greinar að finna í blaðinu. Fjallað er um gagnagrunna, Internet of things, nýjar persónu
verndarreglur, tölvuinnbrot og samstarf lögreglu og einkageirans svo eitthvað sé nefnt,
en einnig annað efni eins og gervigreind, sannlíki og staðalímyndir.
Það er hægt að hegða sér óæskilega á netinu á ýmsan hátt hvort sem við erum að tala
t.d. um tölvuinnbrot, stuld á persónueinkennum eða neteinelti. Sífellt er verið að vinna að
betri vörnum og vinnuferlum, en það er alveg sama hvað tæknin og hugbúnaðurinn er
fullkominn, notandinn kemur alltaf inn sem áhættuþáttur, s.s. þegar kemur að dreifingu
á efni og aðgengi. Mannlegi þátturinn skiptir miklu máli þegar við tökumst á við ógnir og
lausnir.
Við notum snjalltæki mikið í dag og teystum orðið á þau næstum því í blindni. Stór hluti
af lífi margra, sérstaklega yngra fólks, fer fram með þessum tækjum. Við treystum á þessi
tæki til að ná okkur í upplýsingar og hafa samskipti en einnig til að geyma fyrir okkur
gögn.
Tengt þessu langar mig að segja frá ungum manni sem var nýlega með foreldrum sínum
í erlendri stórborg. Fjölskyldan hafði leigt íbúð og var nýkomin á staðinn. Um kvöldið voru
þau í góðra vina hópi en foreldrarnir ákváðu að fara fyrr heim og ætlaði hann að fylgja á
eftir í leigubíl. Mamman sendi honum heimilisfangið í símann og tveim tímum seinna fengu
þau skilboð um að hann væri á leiðinni. Síðan leið og beið, ekki kom hann og voru þau
orðin ansi áhyggjufull þegar nær klukkutími var liðinn. Hann svaraði ekki síma, ekki
skilaboðum eða tölvupósti. Systir hans var vakin heima á Íslandi til að senda skilaboð í
gegnum öpp sem foreldrarnir nota ekki en ekkert gerðist, hann svaraði ekki en samt
virtist síminn nettengdur. Það geta örugglega margir getið sér til um þær hugsanir sem
fóru um huga þeirra á þessum tíma. Tveimur tímum seinna fann pabbinn unga manninn
á gangi um hverfið í leit að húsinu. En hvað hafði gerst? Um leið og hann sendi skilaboðin
um að hann væri að stíga inn í leigubíl missti hann símann og skjáborðið brotnaði alveg
í mask. Hann gat ekkert gert, engu svarað, ekkert skoðað, náði ekki í neitt í símanum og
gat ekki látið vita af sér. Hann fann því ekki heimilisfangið sem hann hafði fengið í SMSi
og átti líka í tölvupósti. Enga aðstoð var að hafa hjá leigubílstjórum eða á opnum
veitingastöðum, enginn vildi hringja fyrir hann eða lána honum síma (sem er efni í annan
pistil). Eina sem hann gat gert var að láta keyra sig að íslenska sendiráðinu sem hann
vissi að var í nágrenni íbúðarinnar og ganga af stað í þeirri von að finna húsið. Þarna hefði
verið betra að hafa heimilisfangið skrifað á miða.
„It is only when they go wrong that machines remind you how powerful they are“ Clive
James
Tímaritið Tölvumál
Fagtímarit um upplýsingatækni.
Tölvumál hafa verið gefin út frá
árinu 1976 af Skýrslutæknifélaginu.
Prentvinnsla
Litlaprent ehf.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður
Ásrún Matthíasdóttir
Aðrir í ritstjórn
Ágúst Valgeirsson
Sigurjón Ólafsson
Eyjólfur Ingi Ásgeirsson
Atli Týr Ægisson
Skýrslutæknifélag Íslands
Ský, er félag einstaklinga,
fyrirtækja og stofnana á sviði
upplýsingatækni.
Starfsmenn Ský
Arnheiður Guðmundsdóttir,
framkvæmdastjóri
Hildur Rut Halblaub
Stjórn Ský
Guðjón Karl Arnarson, formaður
Snæbjörn Ingi Ingólfsson
Theódór R. Gíslason
Birna Íris Jónsdóttir
Kristján Ólafsson
María Ingimundardóttir
Díana Dögg Víglundsdóttir
Aðsetur
Engjateigi 9
105 Reykjavík
Sími: 553 2460
www.sky.is | sky@sky.is
Óheimilt er að afrita á nokkurn
hátt efni blaðsins að hluta eða
í heild nema með leyfi viðkomandi
greinahöfunda og ritstjórnar.
Blaðið er gefið út í 1.200 eintökum.
Áskrift er innifalin í félagsaðild að Ský.
Pökkun blaðsins fer fram í vinnustofunni Ás.
Prentvinnsla Litlaprent ehf.
Tölvumál eru skráð vörumerki hjá Einkaleyfastofu og eru
í eigu Skýrslutæknifélags Íslands. Öll notkun og vísun í
vörumerkin er óheimil án sérstaks leyfis eiganda.Í því
felst m.a. réttur sem settur er í vörumerkjalögum (sjá lög
m vörumerki nr. 45/1997 með síðari breytingum) gefur
eiganda vörumerkis einkarétt á að nota merkið hér á
landi og getur hann þá bannað öðrum að nota í
atvinnustarfsemi merki sem eru eins eða lík vörumerki
hans. Nánari uppl: http://www.els.is/merki/
vorumerki/
2