Tölvumál - 01.01.2017, Blaðsíða 30
30
og ráða fram úr hvernig best sé að vernda þær upplýsingar sem vistaðar
eru í tilteknu tækniumhverfi.
Fyrir þessu eru ýmsar ástæður. Blanda af mismundandi tækni, breytt
notkun upplýsinga, þær mörgu „hendur“ sem koma að umsjón
mismunandi tækniumhverfa, nauðsynleg lög eða reglugerðir og líftími
upplýsinga innan viðkomandi tækniumhverfis bæta frekar á flækjustig
viðfangs sem upplýsingarnar eru vistaðar innan. Þar af leiðandi eru lagðar
nýjar og frekar flóknar kröfur til notenda upplýsinganna, sem og á
upplýsingaöryggissérfræðinga um að ná framgangi verndunar frá upphafi
til enda. Þetta getur falið í sér verndun upplýsinga allt frá uppruna þeirra,
sem oft má rekja til pappírsforms.
NÝ TÆKIFÆRI
Ísland er afar vel í stakk búið að staðsetja nýja leiðir í upplýsingaöryggi.
Einkum og sér í lagi vegna þess hversu lítil þjóðin er og vegna hátta
landans. Þá er átt við þær staðreyndir að Íslendingar hafa oft fleiri en eitt
starfshlutverk vegna fólksfæðar. Erlendis þekkist frekar að eitt vel skilgreint
starfshlutverk fellur eingöngu undir ábyrgðasvið eins starfsmanns/konu.
Mikilvægt er að skilgreina frekar að hér er eingöngu átt við einstaklinga
sem vinna til dæmis sem kerfisstjórar með aukna þekkingu á verndun
upplýsingakerfa. Fullgilding á öryggisstillingum kerfa væri hinsvegar
framkvæmt af sjálfvirku kerfi og/eða sjálfstæðum einstaklingum með
viðeigandi og dýpri þekkingu á málefninu, svo ekki stafi hætta á misferli.
Einfaldast og áhrifamest væri að sjá til þess að upplýsingatækni verði
ekki sér fag eins og sést nú í öðrum löndum, heldur væri nær að sjá til
þess að verndun upplýsinga verði hluti af hvers starfi einstaklings – hvað
svo sem formlegt starfsheiti þess einstaklings ku vera.
Ragna María er menntuð í upplýsingaöryggi (MSc in IT security engineering)
frá Bretlandi og býr yfir margra ára reynslu í faginu. Síðustu tæp 10 ár
hefur hún búið erlendis og hefur á þeim tíma unnið við að vernda stærstu
fyrirtæki heims í geirum; fjármála, olíu og gasiðnað – undir málefnum
upplýsingaöryggis eða fjársvika.
Allar upplýsingar í greininni byggja á hennar persónulegu reynslu og
skoðun, og vísar á engan hátt til hegðunar, stefnu eða skoðana þeirra
fyrirtækja sem hún hefur starfar fyrir, né á engan hátt þess sem hún starfar
hjá í dag.
HEIMILD
[1] https://www.personuvernd.is/nypersonuverndarloggjof2018/
leidbeiningarfra29.gr.vinnuhopiesb/
VIÐTAL VIÐ HÖFUND BÓKARINNAR:
RETHINKING IT SECURITY
HOW CAN WE SOLVE THE IT SECURITY
PROBLEM LONG TERM?
Svavar Ingi Hermannsson er einn fremsti
sérfræðingur landsins í upplýsingaöryggi.
Hann hefur sérhæft sig í upplýsingaöryggi
og hugbúnaðarþróun undanfarna tvo
áratugi. Svavar Ingi var formaður faghóps
um öryggismál hjá Skýrslutæknifélaginu
frá 2007 til 2012. Hann heldur reglulega
fyrirlestra tengda upplýsingaöryggi á
ráðstefnum bæði á Íslandi sem og erlendis
og hefur meðal annars haldið fyrirlestra í
Bretlandi, Þýskalandi, Úkraínu, Svíþjóð og
Bandaríkjunum.
Í júní á þessu ári gaf hann út bókina Rethinking
IT Security. How can we solve the IT security problem long term?. Við
ákváðum að spyrja hann nokkra spurninga í tengslum við bókina.
HVER VAR HVATINN AÐ ÞVÍ AÐ SKRIFA
ÞESSA BÓK?
Við erum í alvarlegum vandræðum í dag með tilliti til þekkingar á
upplýsingaöryggi. Þetta á ekki bara við um Ísland heldur einnig um flest
önnur lönd. Tillögurnar sem ég sting upp á í bókinni gætu mögulega
bjargað okkur, ef brugðist er nógu skjótt við.
ER BÓKIN TÆKNILEG?
Ég reyndi að skrifa bókina eins ótæknilega og ég gat. Markmiðið er að
ná til fólks sem er ótæknilegt. Ég tel að öllum geti þótt bókin athyglisverð.
Ég vil að sjálfsögðu ná til allra, en helsti markhópurinn eru stjórnmálamenn
og leiðtogar í menntamálum sem geta mögulega haft áhrif á stefnu landa,
héraða og skóla.
UM HVAÐ FJALLAR BÓKIN?
Bókin útskýrir mikilvægi þess að auka þjálfun og kennslu í upplýsingaöryggi,
sérstaklega fyrir þá sem eru ekki í tæknigreinaum en þó þarf vissulega
einnig að bæta hana fyrir tæknigeirann í heild.
HVERJAR ERU HELSTU ÁSKORANIRNAR VIÐ
AÐ INNLEIÐA TILLÖGURNAR ÞÍNAR?
Þetta eru mjög róttækar tillögur sem snúa að því að innleiða þjálfun
tengda upplýsingaöryggi á öllum menntastigum og inn í flestar greinar
eins og það á við hverju sinni. Þetta snýr að því að þjálfa kennara og
uppfæra kennsluefni. Ef ákveðið væri að útfæra allar þessar hugmyndir
þá má gera ráð fyrir því að það myndi krefjast mikilla fjármuna til að byrja
með og mikillar vinnu. Ég tel að ávinningurinn sé þess virði en þetta er
gífurlega stórt verkefni.
HVER HAFA VIÐBRÖGÐIN VERIÐ?
Viðbrögðin hafa verið mjög góð. Ég hef fengið fjölda spurninga í tengslum
við efni bókarinnar, sem mér hefur þótt gaman að svara. Ég var t.d.
beðinn um að halda fyrirlestur um efni bókarinnar á ráðstefnu í Belfast í
September á þessu ári. Hægt er að nálgast upptöku af fyrirlestrinum á
vefsíðunni minni: http://www.security.is/
Viðtal við Svavar Inga Hermannsson
Viðtalið tók Sigurjón Ólafsson