Tölvumál - 01.01.2019, Síða 6
6
Segja má að umræðan um fjórðu iðnbyltinguna sé á flestra vörum. Ekki
síst innan viðskiptalífsins og meðal þeirra sem fjalla um þróun
samfélagsmála. Um er að ræða regnhlífarheiti yfir umbreytingar á sviðum
eins og þjarka- eða róbótatækni, gervigreindar, internet hlutanna (Internet
of Things, LOT), þróunar samskipta manna og véla og aukinnar sjálfvirkni.
Þróun sem er á fleygiferð og mun valda miklum breytingum í náinni
framtíð. Hugtakið var fyrst sett fram af Klaus Schwab, stjórnarformanni
Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) árið 2016.
HVAÐ LIGGUR AÐ BAKI?
Þegar rætt er um breytingar þá er oft rætt um að ákveðnir drifkraftar
standi að baki breytingunum. Kraftarnir geta verið tækninýjungar, kröfur
á sviði umhverfismála eða siðferðis svo dæmi séu nefnd. Kraftarnir geta
verið óverulegir og fyrirséðir en þegar vel er að gáð getur verið um að
ræða drifkrafta sem erfitt er að átta sig á fyrst, en koma okkur oftar en
ekki á óvart. Drifkraftarnir geta verið djúpir og haft víðtæk áhrif þegar
þeirra gætir, þess vegna er oft talað um að þeir valdi umbreytingum á
núverandi fyrirkomulagi. Bent hefur verið á að eðli tæknibreytinganna
innan fjórðu iðnbyltingarinnar sé slíkt að áhrifin muni vera dýpri og verði
áhrifameiri á atvinnu- og mannlíf en áður hefur þekkst. Um sé að ræða
grundvallarbreytingar á lífi manna, fyrir fyrirtæki, stofnanir og samfélög.
Þetta er ekki síst rakið til hinna hröðu framfara á sviði stafrænnar þróunar,
samspils tæknigreina og læknavísinda, og annarra greina eins og líf-,
nanó- og erfðatækni.
FYRIRHYGGJA ER GULLS ÍGILDI
Hvernig getum við gripið þau tækifæri sem framagreindar breytingar hafa
í för með sér og tekist á við siðferðisleg álitamál sem fram koma í kjölfar
þeirra? Þegar um stórtækar breytingar er að ræða er gott að hafa
fyrirhyggju um framvindu mála. Angi af fjórðu iðnbyltingunni hefur auðvitað
gert vart við sig nú þegar. Hugmyndin um sjálfkeyrandi bíla er okkur orðin
nokkuð töm, veruleg notkun þjarka í framleiðslu og frekari sjálfvirkivæðing
innan viðskipta og í opinberri stjórnsýslu, ígræðslu íhluta í mannslíkamann,
afskipti á fóstrum og hugsanlegar erfðabreytingar á þeim. En sú þróun
sem framundan er mun verða stórtækari og valda verulegri röskun á
núverandi hefðum og venjum. Þetta eru hins vegar þær breytingar sem
eru við ysta sjóndeildarhring. Samfélög, stjórnendur fyrirtækja og
stofnanna og stjórnmálamenn, sem huga að þeim við upphaf þróunar
þeirra, munu standa betur að vígi en ella.
Framtíðarfræði (e. future studies) er fræðigrein innan félagsvísinda sem
hefur innan sinna vébanda aðferðir til að takast á við framtíðaráskoranir.
Aðferðir greinarinnar geta greint veik merki í umhverfinu um hugsanlega
óvænta hluti sem eru í aðsigi, skapað umræðu um áhrif þeirra í viðkomandi
starfsumhverfi og nýtt umræddar upplýsingar til framfara, náð siðferðilegri
sátt eða minnkað skaða af því sem koma skal.
FRAMTÍÐIR
Framtíðarfræði er ungt hugtak hér á landi en hefur þróast og náð fótfestu
víða í samanburðarlöndum okkar og þá ekki síst vegna þeirrar áskorana
sem hinar hröðu tækni- og samfélagsbreytingar eru að valda. Eitt af
grunnatriðum framtíðarfræða er að fjalla um framtíðir en ekki framtíð.
Fleirtölumynd þessa orðs breyttir allri nálgun á því sem hugsanlega mun
birtast okkur þegar fram líða stundir. Í þessu sambandi er oft rætt um
sviðsmyndir og hér á landi hefur sviðsmyndagreining náð fótfestu á
tilteknum sviðum. Sviðsmyndagreining er hins vegar aðeins ein margra
aðferða framtíðarfræða til að takast á við þá þróun sem bíður okkar. Bent
hefur verið á að við erum öll með mismunandi fortíðir, við lítum á daginn
í dag á mismunandi hátt og við erum öll með ólíkar hugmyndir um
framtíðina, þannig að það eru margar framtíðir á sveimi. Við getum til
dæmis haft mismunandi hugmyndir um stöðu gervigreindar á sviði
heilsugæslu árið 2040, þar sem gervigreind hefði opið aðgengi að öllum
tiltækum upplýsingum, öflugri stafrænni tækni og vélbúnaði. Hvað af
þeim framtíðum sem koma fram eru líklegastar, æskilegar, siðferðislega
réttlátar og styrkja frekari velsæld og svo öfugt.
Með aðferðum framtíðarfræða er hægt að daga fram ólíkar framtíðir,
sumar líklegar og aðrar ólíklegar, fyrir suma óæskilegar en aðra æskilegar
eftir því hvernig litið er að hlutina.
Oft þegar rætt er um framtíðina, kemur ímynd spákúlunnar upp í huga
fólks. Framtíðarfræðingar geta spáð um hluti, eins og aðrir, en
meginhlutverk þeirra er að greina framtíðina á faglegan hátt. Þá er oftar
en ekki spurt hvernig það sé hægt að greina framtíðina þar sem framtíðin
er ekki til, ókomin. Í þessu sambandi hefur verið bent á að fortíðin sé
heldur ekki til, hún er liðin, búin að vera. Þrátt fyrir það eru til staðar
vísindagreinar sem fjalla um fortíðina, sagnfræði, jarðfræði o.fl. Þessar
fræðigreinar notast við minjar frá fortíðinni, munnmæli, gömul handrit,
bækur, áhöld og vegsummerki. Það eru hins vegar ekki til minjar um
framtíðina, en það eru til ótal vísbendingar um hvernig framvinda mála
muni þróast, ef rétt er greint, á faglegan hátt. Það er til mikið af upplýsingum
um framtíðina. Það er til dæmis nokkurn veginn vitað hvað fjórða
iðnbyltingin getur haft í för með sér, það er vitað nokkurn veginn hvernig
aldursþróun samfélags muni þróast næsta áratuginn, það er vitað að við
munum þurfa að takast á við mengunarmál, samþjöppun auðs og ýmissa
fylgifiska velferðar á næstu áratugum. Nálgumst viðfangsefni framtíðar
faglega, en ekki með upphrópunum og getgátum.
SAMFÉLAGSLEG ÁHRIF
Allar vísbendingar segja okkur að mannlíf, innviðir samfélagsins muni
eiga fullt í fangi með að tileinka sér þær tækniframfarir sem framundan
eru. Þessar breytingar munu lita allt samfélagið. Það sem getur orðið
stafrænt verður stafrænt. Vitsmunavélar taka við hinu mannlega á
FRAMTÍÐIR OG FJÓRÐA
IÐNBYLTINGIN
FRAMLAG
FRAMTÍÐARFRÆÐA
Karl Friðriksson, stjórnarformaður Framtíðarseturs Íslands og
forstöðumaður hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands