Tölvumál - 01.01.2019, Síða 7
7
fjölmörgum sviðum, svo sem á sviði öldrunar og annarrar þjónustu.
Erfðatækni og læknavísindi munu breyta hugmyndum okkar um hvað
sé mannlegt og eðlilegt. Þessari þróun munu fylgja siðferðisálitamál sem
þarf að taka afstöðu til. Hversu langt á vélvæðing að ganga og hversu
mikil á samþætting manns og vélar að vera. Hvernig þróast menntakerfið
í slíku umhverfi, heilbrigðiskerfið eða aðrir innviðir samfélagsins. Verður
jafn eðlilegt að fá fría menntun eða heilbrigðisþjónustu.
ÁFRAM VEGINN
Í þessu eins og svo mörgu öðru er lykilatriði að huga að breytingum í
tíma, undirbúa hvernig þær henta okkur og hafa þá í huga góða fyrirmynd
um velferðarsamfélag, frekar en sundurleitni og núning. Í þessu sambandi
er nauðsynlegt að skoða framlag hug- og félagsvísinda við að takast á
við samfélaglegar breytingar. Líklega verður mikilvægi þessara greina
einna mest þegar fram líða stundir. Framtíðarfræðin hefur hingað til ekki
Mynd 1: Fortíðin – Framtíðin og fræðin
fengið það rými sem hún hefði þurft, og gætir það nokkurrar undrunar
miðað við að til framtíðar er ferðinni heitið.
Hægt er að nálgast fróðleik um framtíðarfræðina á heimasíðu
Framtíðarseturs Íslands. Einnig er bent á frekari fróðleik og umfjöllun um
komandi drifkrafta sem falla undir regnhlíf fjórðu iðnbyltingarinnar í tveimur
ritum á heimasíðu Framtíðarsetur Íslands og Nýsköpunarmiðstöðvar
Íslands, en um er að ræða ritin: Framsækinn framleiðsluiðnaður –
Framtíðaráskoranir. Breyttur heimur, 2019 og Nýsköpun handan
morgundagsins. Framtíðaráskoranir. Drifkraftar og meginstraumar sem
geta haft áhrif á þitt fyrirtæki eða stofnun, 2018.
Mótum og njótum framtíðarinnar, hún er björt.
Bebras áskorunin er alþjóðlegt verkefni (e. International Challenge
on Informatics and Computational Thinking) sem felst í því
að þátttakendur nota rökhugsun og tölvufærni til að leysa
skemmtilegar þrautir byggðar á hugsunarhætti forritunar.
Bebras er haldið árlega á sama tíma í aðildarlöndunum um
allan heim og er Ský í forsvari fyrir verkefnið á Íslandi.
Þrautirnar eru hugsaðar fyrir 8 - 18 ára aldur og skipt niður
eftir aldri. Bebras áskorunin er eitt fjölmennasta verkefni sem
notað er til kennslu í upplýsingatækni. Áskorunin var haldin í
fyrsta sinn á Íslandi í nóvember 2015 og hefur verið haldin árlega
síðan. Fyrsta árið tóku tæplega 500 nemendur frá 14 skólum þátt
og árið 2018 voru tæplega 1.500 þátttakendur frá 24 skólum. Í ár
er stefnt á að fá enn fleiri nemendur og skóla til að taka þátt.
HVAÐ ER BEBRAS?
Bebras var upphaflega stofnað af Prófessor Valentina Dagiene
hjá Háskólanum í Vilnius, en Bebras (e. Beaver) er litháíska
heitið á dýrinu bifur. Hún ákvað að nýta bifur sem ímynd
áskorunarinnar vegna þess dugnaðar og fullkomnunaráráttu sem
þeir virðast hafa. Bifurinn er duglegt, vinnusamt og gáfað dýr
sem vinnur stöðugt í stíflunum sínum til að gera þær betri og
stærri. Fyrsta Bebras áskorunin fór fram í Litháen árið 2004 og
hefur vaxið gríðarlega frá þeim tíma og árið 2018 voru
þátttakendur tæplega 2.8 milljónir frá 54 löndum. Nú er Bebras
eitt fjölmennasta verkefni í heiminum sem hefur það að markmiði
að auka áhuga ungmenna á upplýsingatækni.
Nánari upplýsingar um Bebras má finna á www.bebras.is
BEBRAS ÁSKORUN 2019
FER FRAM Í SKÓLUM LANDSINS VIKUNA 11. - 15. NÓVEMBER 2019
OPIN ÖLLUM NEMENDUM Á ALDRINUM 8 - 18 ÁRA