Tölvumál - 01.01.2019, Page 10
10
Iðnbyltingar breyta samfélögum og þar með verður það sem áður var
talið ómögulegt orðið mögulegt. Gufuvélin og rafmagnið gerðu
samfélögum kleift að haga framleiðslu sinni þannig að óhugsandi hefði
verið að ná sama árangri með mannlegu afli. Breytingarnar verða það
miklar að samfélög upplifa uppbrot (e. disruption), þannig að fyrra skipulag
samfélagsins riðlast við það að ný tækni umbyltir fyrri framleiðsluháttum.
Til skamms tíma getur þetta falið í sér neikvæðar afleiðingar fyrir samfélög:
Þegar skipulag riðlast sitja þeir eftir sem áður önnuðust þá þætti sem
verða fyrir mestum áhrifum og þeir aðilar geta glatað lifibrauði sínu. Þess
vegna þarf að skoða hverjir verða fyrir mestum áhrifum í breytingarferlinu.
Með fjórðu iðnbyltingunni munum við sjá nýja tegund sjálfvirknivæðingar
ryðja sér til rúms. Í fyrri iðnbyltingum komu færibönd, lyftarar, gufuknúnir
vefstólar í stað vöðvaafls mannsins eða í sumum tilfellum hesta eða
annarra dýra. Oft var þetta í þeim tilfellum þar sem verk voru
endurtekningarsöm eða þar sem þörf var á afli. Með fjórðu iðnbyltingunni
munum við í auknum mæli sjá möguleika á sjálfvirknivæðingu þar sem
til þessa hefur þurft hugarafl til. Þannig verði hægt að brjóta upp
endurtekningarsöm hugræn ferli og láta gervigreind sjá um að halda
utan um þau og taka ákvarðanir byggðar á þeim gögnum sem
gervigreindin tekur saman.
Í umræðu um fjórðu iðnbyltinguna hefur mikið verið rætt um fækkun
starfa í kjölfar þess að tækni muni geta leyst tiltekin verkefni sem
manneskja gerði áður. Í skýrslu nefndar forsætisráðherra um þessi mál
var bent á að 28% prósent íslenskra starfa hyrfu eða breyttust það mikið
að þau væri í raun orðin að nýjum störfum. Sú aðferðafræði sem stuðst
var við hefur verið notuð í alþjóðlegri umfjöllun um þessi mál og er vel
þekkt. En þegar þessi mál eru rædd má ekki gleyma hversu mörg störf
verða til þegar ný tækni ryður sér til rúms.
Það sem gerist er einkum þrennt: Í fyrsta lagi leiðir ný tækni af sér bein
ný störf og til verða heilu starfstéttirnar. Með rafmagnsvæðingu
samfélagsins urðu til orkufyrirtæki með sérhæfðu starfsfólki og rafvirkjar
komu til sögunnar sem stétt til að sinna viðgerðum og uppbyggingu
rafvædds samfélags. Eftir að tölvur komu voru stofnuð stór
upplýsingatæknifyrirtæki sem þjónustuðu fólk og fyrirtæki sem og þurfti
tölvunarfræðinga, forritara og aðra til að sinna þessum störfum.
Í öðru lagi verða til ný störf í samfélaginu vegna þess að iðnbyltingar leiða
af sér verkaskiptingu, sem þýðir að ný tækifæri verða til í atvinnulífi vegna
NÝ OG BETRI STÖRF Í
FJÓRÐU
IÐNBYLTINGUNNI
Dr. Huginn Freyr Þorsteinsson, sérfræðingur hjá Aton.jl
breyttrar verkaskiptingar. Ef breytingar í tækni leiða til þess að einstaklingur
hefur meiri frítíma og betri tekjur gæti viðkomandi hugleitt að stunda
líkamsrækt, fara á kaffihús eða í kvikmyndahús.
Í þriðja lagi er hægt að búa til ný viðskiptatækifæri með innleiðingu tækni
í samfélagið. Þannig felast ótal tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki í því að nota
gervigreind og gríðargögn (e. big data) til þess að búa til öpp, þjónustuveitur
eða hagnýtar upplýsingar og þannig auka verðmætasköpun í samfélaginu.
Aðlögun nýrrar tækni fyrir íslenskan veruleika felur í sér viðskiptatækifæri
fyrir hugvitsama einstaklinga, en til þess að við nýtum þessi tækifæri
þurfum við að skilja um hvað fjórða iðnbyltingin snýst og tryggja að til
staðar sé gott umhverfi fyrir nýsköpun í atvinnulífi.
Þá er einnig mikilvægt að leiða hugann að því hvernig við getum nýtt þá
möguleika sem felast í sjálfvirknivæðingu með aðstoð gervigreindar til að
styrkja fólk í störfum sínum. Þannig er hægt að auðvelda fólki störf sín
með því að láta gervigreindina sjá um endurtekningarsöm hugræn ferli
á meðan viðkomandi sinnir öðrum þáttum starfsins þar sem að gervigreind
kemur ekki að gagni. Einnig er hægt að láta gervigreind koma með tillögur
að lausnum á tilteknum verkefnum út frá fyrirliggjandi gögnum sem unnið
er svo áfram með. Gervigreind þarf því ekki að ógna störfum heldur getur
hún auðveldað störf eða jafnvel útvíkkað starfssvið.
Ísland er fámennt ríki og jafnvel þó við horfðum til Íslands og bættum
Norðurlöndunum við að þá er mannfjöldinn í þessum hluta heimsins ekki
mikill. En þessi ríki búa við sterka tæknilega innviði, í þeim býr vel menntað
fólk og þar starfa öflug nýsköpunarfyrirtæki. Það eru því fjölmörg tækifæri
fyrir þessi ríki til þess að nýta sér tækni fjórðu iðnbyltingarinnar til að auka
verðmætasköpun og fjölga störfum fremur en að fækka þeim.
REIKNISTOFA BANKANNA | Höfðatorg | Katrínartúni 2 | 105 Reykjavík | Sími: 569 8877 | www.rb.is
ÞAÐ ER ENGU LÍKT AÐ
SIGRAST Á ERFIÐUM
ÁSKORUNUM
Við stöndum ávallt frammi fyrir krefjandi
og skemmtilegum verkefnum
Við viljum eingöngu hafa í okkar röðum
forritara, tækni- og rekstrarfólk í fremstu
röð enda starfar margt af öflugasta
tæknifólki landsins hjá okkur.
Við erum að tala um einstaklinga sem við
treystum fyrir lyklinum að mikilvægustu
upplýsingakerfum landsins. Það eru ekki
margir sem uppfylla þau skilyrði, ert þú
ein/n af þeim?
Við erum alltaf til í að heyra í hæfileika
ríku fólki. Endilega sendu inn umsókn á
www.rb.is.
100%
ÁSTRÍ A
100%
FAGMENNSKA
100%
ÖRYGGI