Tölvumál - 01.01.2019, Blaðsíða 15
15
VAR – ER – VERÐUR
Lára Stefánsdóttir, skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga
„Hvernig geymslu ertu með fyrir farsímana í kennslustofunni hjá þér?“,
kliður „hvernig reiknivél mælir þú með fyrir þína nemendur?“. „Nemendur
handreikna hjá mér og ég vil helst að þeir noti ekki strokleður, þetta á að
vera rétt.“ „Fuss, nemendur kaupa ekki reiknivélar fyrir fimmþúsundkall
þau kaupa app í símann fyrir dollar og nemandinn notar hann í náminu
þá þarf ekki farsímageymslu.“ Sumir hristu hausinn og ræddu „alvöru
nám“. Þessi samræða átti sér stað meðal kennara haustið 2019.
Það sem var - er alvöru, það sem er - truflun og það sem verður - ekki
til. Mælistikur fortíðarinnar á nám nútímans sem á að gagnast í framtíðinni
eru vart til eða rangar. Eins og mæla þyngd vatns með sirkli eða vindhraða
með reglustiku. Samt er skiljanlegt að fólk mæli út frá því sem það þekkir
og það veit hvað það lærði einhvern tímann og hvernig það gagnaðist
þeim út frá því sem það hefur starfað við. Hinsvegar vill gleymast hvað
hefur breyst á starfstímanum og því ekki endilega ákjósanlegt að það
þurfi í gegnum sama námsferli. Það er erfitt að spá og sérstaklega fram
í tímann. En við getum lesið nútímann,
glöggvað okkur á hversu margir reikna allt
án strokleðurs í höndunum. Við vitum líka
muninn á þeim sem nota verkfæri farsímans
til gagns og þeim sem gera það ekki. Ljóst
er að líklegra er að það sem verður líkist meira
því sem er, en því sem var.
Íslenska framhaldsskólakerfið er líklega eitt
sveigjanlegasta skólakerfið í heimi í dag.
Skólarnir hafa tök á því að þróa nám og
kennslu í takt við það sem er að gerast í
ríkara mæli en nokkru sinni. Tilhneiging
sumra er eðlilega að vilja halda fast í það
sem var en sjá ekki tækifæri í því sem er. Til
dæmis er mögulegt að hafa meira
tungumálanám í stúdentsprófi en nokkru
sinni. Þar er hægt að byggja inn nám bæði
heima og erlendis, fara í ferðir með
nemendum og byggja býsna góðan grunn
undir háskólanám. Af 200 eininga stúdents-
prófi er heimilt að hafa allt að 191 einingu í tungumálum, íslensku og
erlendum málum. Með aðferðafræði sem kallast Clil má samþætta nám
í erlendum málum við vísindi, sögu og margt fleira þar sem viðfangsefnin
í tungumálanáminu geta tengst nánast hverju sem er. Á sama hátt má
efla raungreinanám í að vera allt að 153 einingar af 200 eininga stúdents-
próf. Til að búa til stúdentspróf miðað við nútímann eða framtíðarsýn
þarf áræði og menntunarfræðilega þekkingu. Eiginleikar sem íslenskir
kennarar búa yfir og fá nú í nýju kerfi svigrúm til að beita. En breytingar
taka tíma og enn halda sumir dálítið fast í það sem var, af því það gagnaðist
þeim á öðrum tíma, í annars konar samfélagi. Þá voru ferðalög ekki eins
lipur og tæknin sem styður við nám af þessu tagi ekki fyrir hendi. Ekki
er þó verið að halda fram í þessari grein að þetta séu endilega
eftirsóknarverð stúdentspróf því margt spilar þarna inn í sem ekki er tími
til að ræða í þessari grein en ljóst að svigrúmið til að takast á við breytingar
samfélagsins á síðustu og næstu árum er gott og möguleikarnir sannarlega
fyrir hendi.
Hlutverk kerfisstjóra eða upplýsingatæknistjóra í dag er að breytast hratt
í takti við tæknibreytingar á markaði. Starfið er ekki lengur fólgið í því að
uppfæra gömlu netþjónana, sinna notendaþjónustu fyrir starfsmenn eða
hjálpa þeim að endurstilla lykilorðin sín. Það er eitthvað sem aðrir geta
gert miklu betur. Hið nýja hlutverk kerfisstjórans er að sjálfvirknivæða
verkferla, styðja við markaðsdeildina sem t.d. vill innleiða nýtt app, innleiða
samvinnuferla milli deilda, hafa heildarsýn yfir reksturinn sem inniheldur
bæði gömlu kerfin og nýjar skilvirkari lausnir.
Samkeppnin á markaði í dag er mikil og það verður að gera ráð fyrir því
að það séu aðilar að finna leiðir til að ná til sín viðskiptavinum af
samkeppnisaðilum sínum. Gera má ráð fyrir því að nýir aðilar á markaði
styðjist við ódýrari, hraðvirkari og hagkvæmari lausnir en eldri aðilar. Það
á við um alla atvinnugeira og er þetta þróun sem á sér stað núna, hvort
sem það er samkeppnisaðili eða nýr sproti. Ljósið í myrkrinu er að eldri
aðilar á markaði geta einnig nýtt tæknina og ferlana til að efla
samkeppnisstöðu sína. Fyrirtæki þurfa að svara eftirfarandi spurningum
til að meta sína stöðu á markaði.
• Hver er stafræna stefna fyrirtækisins í dag?
• Hvernig styður hún við reksturinn, er búið að setja skammtíma-
og langtímamarkmið?
• Er ógn handan við hornið? - eða ónýtt tækifæri?
Lykilatriði er gera eitthvað strax og byrja að feta sig inn í nýja starfræna
framtíð!
Það er dýrkeypt að gera ekki neitt?