Tölvumál - 01.01.2019, Blaðsíða 32
32
hver hefur aðgang að þeim þjónustum/gögnum sem hann á. Rekjanleiki
samskipta er til staðar og er haldið utan um hver nýtti hvaða þjónustu
og hvenær.
AF HVERJU AÐ INNLEIÐA STRAUMINN
Straumurinn er verkfæri sem stofnanir og fyrirtæki í landinu geta notað
til að miðla upplýsingum og þjónustu með skýrum hætti sín á milli og til
allra landsmanna á einum stað. Í því felst mikil hagkvæmni fyrir ríkið og
aukin þægindi fyrir stofnanir, fyrirtæki og notendur.
Notkun Straumsins staðlar samskiptaleiðir á milli upplýsingakerfa og
eykur hagræðingu í uppsetningu og rekstri. Kerfið gerir kleift að viðhafa
„einskráningu“ gagna (e. once only) hjá hinu opinbera
Stofnanir og fyrirtæki þurfa að gera samninga sín á milli um miðlun
upplýsinga. Í samningnum kemur fram að eigandi gagna sér um
aðgangsstýringu þeirra og geta fyrirtæki og stofnanir sem tengjast
Straumnum jafnt verið upplýsingaveitendur og –neytendur.
Hver aðili sem tengist Straumnum þarf að setja upp öryggisþjón, sækja
um skilríki fyrir þjóninn og sækja um aðgengi að þeim gögnum sem
viðkomandi vill nálgast.
Gögn ferðast á milli stofnana ekki fólk!
TÆKNIN Í STRAUMNUM
Sýnidæmi um tæknilega högun með upplýsingaveitanda og upplýsinganeytanda
MIÐJA STRAUMSINS SEM REKSTRARAÐILI
FJR MUN SJÁ UM (E. CENTRAL SERVICES)
Rekstraraðili Straumsins er ábyrgur fyrir öllu umhverfinu og skal skilgreina
reglur og aðferðir við að tengjast honum. Hann sér um að samþykkja og
setja upp nýja aðila og þjónustur inn í umhverfið auk þess að bjóða
stuðning í uppsetningarferli og sjá um almennan rekstur umhverfisins.
Rekstraraðilinn sér jafnframt um uppfærslur á kerfinu sjálfu.
Miðlægur þjónn (e. Central server): Skráir alla aðila sem tengjast
Straumnum. Hér eru stofnanir og fyrirtæki skráð ásamt upplýsingum um
öryggisþjónana.
Öryggisþjónn (e. Security server): Annast aðgangsstýringu og
milligöngu gagna. Allir sem vilja nýta sér Strauminn verða að setja upp
öryggisþjón hjá sér.
Upplýsingakerfi (e. Information systems): Þær þjónustur og þau
gögn sem aðilar miðla sín á milli.
Upplýsinganeytandi (e. Service consumer): Ber ábyrgð á rekstri og
stýringu á sínum öryggisþjón og umhverfi þess. Þarf að biðja um aðgang
að þjónustum/gögnum.
Upplýsingaveitandi (e. Servcie provider): Stýrir hver hefur aðgang
að hvaða þjónustum/gögnum. Ber ábyrgð á rekstri og stýringu á sínum
öryggisþjón og umhverfi þess. Ber ábyrgð á gagnamódeli gögnum og
þjónustum.
Upplýsinganeytandi og upplýsingaveitandi: Aðilar sem hafa samið
um að bjóða gögn sín á Straumnum og gert samninga um það sín á
milli. Sami aðili getur verið veitandi, neytandi eða bæði.
Traustþjónustur (e. Trust services): Um er að ræða þrenns konar
þjónustur.
1) CA skilríkjaútgáfa: Gefur og heldur við skilríkjum fyrir hvern
öryggisþjón sem stofnun eða fyrirtæki á.
2) OCSP vefþjónusta: Þjónusta sem öryggisþjónninn notar til að
votta skilríki.
3) Tímastimplunarþjónusta: Tímastimplun allra skilaboða sem fara í
gegnum Strauminn.
Nefndar traustþjónustur eru ekki hluti af miðju Straumsins en nauðsynlegur
hluti af kerfinu.
HVENÆR VERÐUR ÞJÓNUSTAN TILBÚIN?
Stefnt er að því að rekstrarumhverfi Straumsins, sem verður þrískipt
þróunar-, prófunar- og raunumhverfi verði tilbúið í byrjun árs 2020 og að
fyrstu þjónusturnar verði aðgengilegar samhliða.