Tölvumál - 01.01.2019, Side 34

Tölvumál - 01.01.2019, Side 34
34 eru til með íslenskum/enskum textum og þess vegna snýst hluti þessa verkefnis um að þróa aðferðir til að setja saman samhliða málheild fyrir íslensku/ensku. Í verkefninu verða gerðar tilraunir með tvenns konar aðferðir í vélrænu námi, þ.e. annars vegar líkön sem byggja á tölfræðiaðferðum og hins vegar á tauganetsaðferðum. Vélþýðingar sem nota tölfræðilíkön velja þá setningu, úr mengi marga mögulegra setninga, í markmálinu sem er líklegasta þýðingin á setningu úr frummálinu. Vélþýðingar sem byggja á tauganetum kóta (e. encode) setningu í frummálinu yfir í röð vigra sem síðan eru notaðir af afkóðara (e. decoder) til að mynda setningu í markmálinu. Rannsóknir í vélþýðingum fyrir önnur tungumálapör hafa sýnt að að vélþýðingar með tölfræðiaðferðum skila oft texta sem er ekki eins reiprennandi (e. fluent) og þýðingar með tauganetum. Á hinn bóginn krefjast vélþýðingarkerfi sem byggja á tauganetum oft stærri samhliða málheilda en kerfi sem byggja á tölfræðiaðferðum. Markmiðið með þessu verkefni er m.a. það að bera saman árangur þessara tveggja tegunda vélþýðingarkerfa þegar þýtt er úr íslensku yfir í ensku og öfugt. Stærsta tækifæri fjórðu iðnbyltingarinnar felst í möguleikanum á því að auka lífsgæði þorra mannkyns. En til þess að það gerist þarf að hafa í huga að ný tækni ætti alltaf, fyrst og fremst, að gera líf okkar betra og samfélaginu gagn. Hún á að auka gæði lífsins. Lífsgæðin sem við njótum grundvallast á því að við getum bætt hag okkar, kynslóð eftir kynslóð, og nýtt til þess tæknibreytingarnar. Hagvöxtur samfélaga byggir á nýsköpun og nýsköpun byggir á menntun. Menntun er besta leiðin sem við þekkjum til að stuðla að félagslegum hreyfanleika, aðgengi að menntun óháð efnahag gerir okkur kleift að bæta hag okkar. Því er það eitt mikilvægasta viðfangsefni okkar, í miðri tæknibyltingu, að tryggja jafnan aðgang allra, kvenna og karla, að gæðamenntun. Nýsköpun er annað orð yfir framfarir og þær þurfa að eiga sér stað á öllum sviðum samfélagsins. Í menntun þarf margskonar nýsköpun að eiga sér stað til að við getum sem samfélag nýtt okkur tækifærin sem þessi nýja framtíð býður okkur. Við þurfum að leggja enn meiri rækt við sköpun, en við þurfum líka að leggja miklu meiri áherslu á kennslu í stærðfræði og raungreinum, og gera öllum grunnskólabörnum kleift að skilja forritun og tæknilæsi. Svokallaðar STEAM (Science, Technology, Engineering, Arts, Math) greinar hafa of lengi mætt afgangi í menntakerfinu og ljóst að ráðast þarf í stórátak til að efla grunnfærni í þeim við útskrift úr grunn- og framhaldsskólum. Það þurfa ekki öll börn að verða forritarar þegar þau verða stór, ekkert frekar en að allir sem kunna að skrifa þurfa að verða rithöfundar, en þau verða að búa að grunnfærni á þessum sviðum eigi þau að hafa tækifæri til að móta samfélag framtíðarinnar, búa við betri lífskjör og bæta hag sinn. Mikilvægi tjáningar á íslensku, móðurmálinu, má heldur ekki vanmeta enda verðum við að hafa góð tök á því að koma flóknum hugmyndum og hugsunum í orð eigi okkur að farnast vel. Þess utan er lestrarfærni einfaldlega grunnur alls annars náms. Því er stundum haldið fram að stelpur og konur vilji bara ekki læra tæknigreinar og að við því sé ekkert að gera, enda sýni hlutfall kvenna í tæknigreinum við Háskólann í Reykjavík að konur eru um 30% nemenda, eftir átak sem hófst um 2011 þegar konur voru um 11% nemenda. Þessi rök halda þó ekki, enda skiptir aðgangur að upplýsingum, framtíðar- möguleikum og kvenkynsfyrirmyndum öllu máli. Leikkonan Geena Davis, sem hefur látið þessi mál sig miklu varða, heldur úti rannsóknarstofnun undir heitinu Geena Davis Institute for Gender in Media, þar sem sjónum er sérstaklega beint að mikilvægi þess hvernig konur og stelpur eru settar fram í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Slagorð hennar er „If she can see it, she can be it“ – stelpur þurfa að sjá fyrirmyndir í tæknigreinum til að geta séð sig sjálfar í þeim hlutverkum og störfum. Hvers vegna skiptir þetta máli? Það er mikilvægt að stelpur og konur læri tæknigreinar, sérstaklega tölvunarfræði, vegna þess að framtíð okkar verður að miklu leyti skrifuð af tæknifólki, og konur þurfa að móta framtíðarsamfélag okkar til jafns við karla. Besta leiðin til að auka hagvöxt, hvar sem er í heiminum, er að mennta konur og styðja þær til atvinnu- þátttöku utan heimilisins. Konur eru vannýtt auðlind í mörgum samfélögum og það skiptir máli að gera það sem við getum, sama hvaða hlutverki við gegnum hverju sinni, til að gera þeim kleift að nýta hæfileika sína á öllum sviðum og taka þátt í því að skrifa handritið að samfélagi framtíðarinnar. Þannig búum við einfaldlega til miklu betra samfélag. Ég skora því á ykkur, kæru lesendur, að gera það sem þið getið til að handritið að framtíðarsamfélagi okkar feli í sér jöfn tækifæri fyrir alla: 1. Hvetjið stelpurnar ykkar til að leggja áherslu á stærðfræði og raungreinar í grunnskóla. 2. Hvetjið stjórnvöld til að koma forritunarnámi inn á námsskrá grunn- og framhaldsskóla. 3. Hvetjið stjórnvöld til að auka vægi STEAM greina í grunn- og framhaldsskólum. 4. Ráðið konur í stjórnunarstöður í ykkar fyrirtækjum – og gerið þær sýnilegar. Gerum allt sem við getum til að vera jákvætt breytingarafl í samfélaginu. Þetta er, þegar upp er staðið, í okkar höndum. HANDRIT FRAMTÍÐAR- SAMFÉLAGSINS Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms – Miðstöðvar um máltækni

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.