Tölvumál - 01.01.2019, Page 38
38
„Við erum á barmi byltingar sem mun breyta hvernig við lifum. Þessi
bylting verður ólík öllu sem mannkynið hefur áður kynnst“. Las ég. Grein
skrifuð af ungum bjartsýnismanni. Bla bla bla. Ég kaupi ekki. Enda ekki
fæddur í gær.
Hraðinn er vissulega að aukast - er það byltingin? Ég er búinn að missa
einbeitinguna sem ég hafði, það er ekki í boði lengur að skilja hlutina til
hlítar. „You can’t shoot from your hips on this one“ var yfirmaður minn í
Bandaríkjunum vanur að segja þegar við áttum að vanda okkur en nú
skjóta flestir án þess að miða. Kannski tuða ég núna.
Það er svo hröð aukning í tölvufaginu að þeir sem kunna það mega ekki
vera að því að kenna nýliðunum. Svolítið eins og túrisminn var í hitteðfyrra
þegar menntaskólakennarar eru komnir upp um fjöll að elda ofaní túrista
á hálendinu.
BYLTING ER OF MIKILL HRAÐI
Hraðinn varð svo mikill að gömlu mennirnir í faginu bjuggu til scrum og
agile stefnur til að kenna ungu kjúklingunum að vinna skipulega, eins og
macdonalds gerði, þegar þeir stofnuðu háskóla til að kenna fólki að
steikja hamborgara. Útkoman er ekki gæði, heldur betri einsleitni.
BYLTING HVERRA?
Stærsta bylting 20. aldar á Íslandi var gúmmískórnir, sagði gamall bóndi
þegar hann var spurður. Bill Gates hefur veðjað á klósett, kjarnorku og
lækningu á lömunarveiki, hann er ekki að hugsa um flatskerma á ísskápum
og snjallúr núna. Þetta er ekki hans bylting.
AF HVERJU BYRJUÐUM VIÐ AÐ TALA UM
BYLTINGU ANNARS?
Klaus Schwab hagfræðingur og stofnandi World Economic Fund sem
er eitthvað fyrirtæki í Genf gaf út bókina „4. iðnbyltingin“ árið 2016 og
kynnti á fundi í Davos sama ár. Æ síðan hafa greinar verið gefnar út um
þessa spá.
Hinar byltingarnar voru skilgreindar af sagnfræðingum. Ætlum við að
leyfa Klaus að skilgreina þessa? Hann gefur sér að við séum á barmi
byltingar, en í sjálfu sér er engin ný tækni á leiðinni.
Í bókinni nefnir hann gervigreind, internet hlutanna, sjálfkeyrandi bíla,
andlitsgreiningu og tölvuheilsugæslu.
Ég get týnt til sitthvað í viðbót: flatskjáir; drónar; snjalltúr; DNA lestur; 3D
prentun; nanóþræðir; Bitcoin; Uber; gervigreind og vélmenni sem geta
labbað eins og fólk.
HVENÆR TELST ÞETTA BYLTING?
Gervigreind sá ég fyrst 1981, þegar japanska iðnaðarráðuneytið ætlaði
að setja byltingu af stað með forritunarmálinu Prolog og stórri
fjárinnspýtingu. Bækur voru gefnar út. Svo var byltingin sett á pásu því
menn sáu ekki næstu skrefin. „Þegar tölvur geta teflt, það er gervigreind“
sögðu menn. Svo lærðu tölvur að tefla en þá voru markalínurnar bara
færðar.
Gervigreind í dag er mér vitanlega engin bylting, bara meiri og meiri
gagnavinnsla af því tölvur eru orðnar hraðari.
Úrið mitt segir mér hjartsláttinn en heilsugæslan er ekki að fylgjast með
honum ennþá. Mig grunar að ég muni áfram hitta lækninn í eigin persónu
enn um sinn.
Þegar netið kom ætlaði fólk að vinna heima og það átti að vera bylting
en svo mætir fólk samt því það er svo gott að eiga vinnufélaga.
Vefmyndavélin er lítið notuð heima.
Ef eitthvað veldur byltingu er það nýtt hugarfar nýrra kynslóða. Í
iðnbyltingunni tók vísindahyggja við skilyrðislausri trú á valdið gilt. Menn
fóru að trúa að allt væri hægt með vísindum. Fólk er að læra að nota
hluti sem hafa verið í boði í nokkurn tíma. Hugarfarsbreytingar gerast
samt hægt.
EYÐUR
FJÓRÐA IÐNBYLTINGIN