Málfríður - 15.09.1995, Blaðsíða 3
EFNISYFIRLIT Bls.
Hafdís Ingvarsdóttir......... 4
„Sameinaðir stöndum vér“
Benedikt Sigvaldason........ 7
Lítið eitt um landsprófið
Elísabet Valtýsdóttir....... 10
Val, mat og gerð námsefnis í
kennslu erlendra tungumála á
framhaldsskólastigi
Anna Helga Hannesdóttir..... 15
Skandinavíska - hvað er
nú það?
Terry G. Lacy............... 18
Business language as a key
to functioning
Valfríður Gísladóttir....... 21
Kennsla í fagfrönsku við Hótel-
og veitingaskóla íslands
Ljóðasíðan - Hugmynda-........ 26
bankinn
Fréttir........................ 29
Málfríður
Tímarit samtaka tungumála-
kennara
1. tbl. 1995
Útgefandi: Samtök tungumála-
kennara á Islandi
Ábyrgðarmaður:
Auður Torfadóttir
Ritnefnd:
Ása Kr. Jóhannsdóttir
Ásmundur Guðmundsson
Ingunn Garðarsdóttir
María Vigdís Kristjánsdóttir
Prófarkalestur:
Ólafur H. Jónsson
Setning, prentun og bókband:
Steindórsprent-Gutenberg hf.
Heimilisfang Málfríðar:
Pósthóif 8247
128 Reykjavík
Forsíðumyndina gerði
Katla fsaksdóttir, 11 ára.
Litlu terturnar í biaðinu gerðu
Snorri, 9 ára og Rakel, 6 ára.
Ritstjórnarrabb
Þetta blað er tileinkað 10 ára afmæli STIL, sam-
taka tungumálakennara, sem jafnframt er afmæli
tímaritsins Málfríðar. Upp á afmælið var haldið á
veglegan hátt með málþingi á vegum STIL og stofn-
unar í erlendum tungumálum á Islandi. Málþingið
var haldið í Kennaraháskóla íslands og bar heitið
„um stefnumótun í kennslu erlendra tungumála“.
Nokkur erindi voru haldin og ávarp flutti Björn
Bjarnason, menntamálaráðherra. Von er til þess að
Málfríður fái erindin til birtingar ásamt niðurstöð-
um úr hópum sem störfuðu svo seinni hluta dags-
ins, mundi þetta efni þá koma í næsta blaði.
Blaðið hefst á grein eftir Hafdísi Ingvarsdóttur,
sem var fyrsti formaður STIL og er það vel við hæfi
á þessum tímamótum. Að öðru leyti kennir ýmissa
grasa, eins og skýrslu frá námskeiði á Kýpur, eftir
Elísabetu Valtýsdóttur, Valfríður Gísladóttir skrifar
um kennslu í fagfrönsku í Hótel- og veitingaskól-
anum, grein er um landspróf eftir Benedikt Sig-
valdason, sem var einn af fyrstu nemendunum sem
þreytti prófið og varð síðar kennari í landsprófi
sjálfur, grein eftir Terry G. Lacy um viðskiptaensku,
grein um skandinavísku eftir Önnu Helgu Hannes-
dóttur, fréttir frá félögunum, hugmyndabankinn,
auglýsingar ofl.
Eins og lesendur hafa eflaust tekið eftir kom
ekkert blað út í vor og var það sökum verkfallsins.
Á þeim tíma bættist okkur Iiðsmaður í ritstjórn,
Efemía Gísladóttir, enskukennari. Hún er nú flutt út
á land og er því hætt í ritnefnd, við kunnum henni
bestu þakkir fyrir samstarfið.
Fimmtudaginn 26. október var haldinn aðalfund-
ur STÍL og kosinn nýr formaður, Kolbrún Valdi-
marsdóttir enskukennari í Fjölbraut í Breiðholti.
Við bjóðum Kolbrúnu hjartanlega velkomna til
starfa og væntum áfram góðs samstarfs við stjórn-
ina.
3