Málfríður - 15.09.1995, Side 7
Benedikt Sigvaldason:
LÍTIÐ EITT UM LANDSPRÓFID
Eitthvert sinn á árinu 1994 í
lok fundar í enskukennarafélag-
inu var eins og oftar verið að
spjalla um kennslu fyrr og nú,
og þar kom fram, að undirrit-
aður hafði tekið fyrsta landspróf
miðskóla sem haldið var í skól-
um landsins vorið 1946. Þá var
upp á því stungið, að ég skyldi
hripa niður greinarkorn um
þessi merku tímamót. Slíkt hafði
aldrei hvarflað að mér, og ég tók
þetta spjall okkar ekki alvarlega.
Á síðustu vordögum hringdi svo
til mín Efemía H. Gísladóttir f.h.
ritstjórnar Málfríðar og tjáði
mér, að henni og meðstjórnend-
um hennar væri fúlasta alvara
varðandi greinarkornið, og sím-
tali okkar lauk með því, að ég
lofaði að gera mitt besta. Les-
endur þess sem hér fer á eftir
bið ég vinsamlegast að hafa
hugfast, að um íslenska skóla-
sögu almennt hef ég ekkert til
málanna að leggja umfram Pétur
og Pál, og eftirfarandi fjallar ein-
vörðungu um það, hvernig við
fyrrverandi skólafélagar á Laug-
arvatni upplifðum fyrsta land-
sprófið fyrir fimm áratugum og
um þær geysilegu breytingar
sem fylgdu í kjölfarið.
í stríðinu breyttist nánast allt
sem nöfnum tjáir að nefna í lífi
fólks. Atvinna var allt í einu orð-
in næg og lífskjör almennings
betri en áður hafði nokkru sinni
þekkst hér á landi. Bjartsýnin
var hömlulaus og ölvun líkust
þrátt fyrir skugga atómsprengj-
unnar, því að virkjun kjarnork-
unnar gaf fyrirheit (að vísu
óraunhæf) um takmarkalausa
orku um alla framtíð, og ekki
dró lýðveldisstofnunin einu ári
fyrir stríðslok úr fögnuði fólks
og framfarahug. Það var dýrð-
legra að vera ungur á þessum
tímamótum heldur en nokkur
getur ímyndað sér sem ekki
upplifði þau. I kjölfar bættrar
afkomu og nýrra hugmynda um
framtíðina hlutu óhjákvæmilega
að fylgja auknar kröfur um
menntun upprennandi kynslóða.
Stöðnun kreppuáranna var rofin.
I stríðslok var ekki margra
kosta völ fyrir þá sem hugðust
fara í menntaskóla og ljúka stúd-
entsprófi. Menntaskólarnir voru
aðeins tveir, Menntaskólinn í
.■‘•wuuixr
rs S
Reykjavík og Menntaskólinn á
Akureyri. Sá fyrrnefndi var að
því kominn að halda upp á ald-
arafmæli sitt, en M.A. hafði að-
eins starfað sem menntaskóli
frá árinu 1927. Árið 1945 braut-
skráðust svo fyrstu stúdentarnir
úr framhaldsdeild Verslunar-
skóla íslands. Inntaka nemenda í
þessa skóla var ströngum tak-
mörkunum háð (numerus claus-
us), og búseta unglinga í hinum
dreifðu byggðum landsins olli
einnig erfiðleikum, þegar kom
að framhaldsnámi, sem ein-
göngu varð stundað í Reykjavík
og á Akureyri, en M.A. leysti
raunar með heimavist sinni
vanda margra dreifbýlisnem-
enda. Löggjafanum var, þegar
hér var komið sögu, fullljóst að
breytinga væri þörf. Stjórnskip-
uð nefnd vann árið 1944 að
samningu nýrra fræðslulaga,
sem komu til framkvæmda 1946.
í maí það ár var fyrsta landspróf
miöskóla haldið í skólum lands-
ins. Landsprófið var undirbúið
og metið af hópi landskunnra
skóla- og lærdómsmanna, lands-
prófsnefnd. Landsprófið var
haldið að loknu 3ja ára námi í
gagnfræða- og héraðsskólum, en
2ja ára námi í menntaskólunum
tveimur. Meðaleinkunnin 6,00 í
8 bóklegum greinum skyldi
tryggja nemendum inngöngu í
menntaskóla og Kennaraskóla
íslands. Þegar landsprófið kom
til skjalanna, urðu menntaskól-
arnir að 4ra ára skólum í stað 6
ára, svo sem áður hafði tíðkast.
Þegar skólamálabylting sú
sem hér er fjallað um var í upp-
siglingu (1944-1945), var sá sem
heldur á penna nemandi í Hér-
aðsskólanum á Laugarvatni.
Héraðsskólarnir voru á þessum
árum fullskipaðir. Plestir nem-
enda þeirra voru úr dreifbýli, en
einnig margir úr Reykjavík og
öðrum kaupstöðum og kauptún-
um. Héraðsskólar veittu á þess-
um árum engin sérstök réttindi,
en gegndu samt um langa hríð
þýðingarmiklu hlutverki, eink-
um fyrir dreifbýlisnemendur,
sem í mörgum tilfellum áttu fárra
eða engra annarra kosta völ um
skólagöngu að loknu barnaskóla-
námi. Skólar þessir reyndust
mjög áhugavekjandi og beindu
fjölda nemenda áfram til frekara
náms af ýmsum toga. Námið var
að mörgu leyti frjálslegt og ger-
samlega óstaðlað. Kennarar voru
sjálfráðir um námsefni hver í
7