Málfríður - 15.09.1995, Blaðsíða 4
Hafdís Ingvarsdóttir:
„SAMEINAÐIR STÖNDUM VÉR“
í tilefni 10 ára afmælis STÍL
Upphafið
I lok áttunda áratugarins fóru
hugmyndir um aukna samvinnu
tungumálakennara að skjóta
upp kollinum hér á landi. I því
sambandi var einkum litið til
Norðurlandanna þar sem nokk-
ur reynsla var komin á slíka
samvinnu. Þessi áhugi var til
kominn af ýmsum ástæðum.
Með fjölgun framhaldsskólanna
hafði tungumálakennarahópur-
inn stækkað til muna. Fram und-
ir 1970 höfðu í rauninni örfáir
fengist við þetta starf á fram-
haldsskólastigi en nú hafði
skyndilega myndast stór stétt
kennara á því skólastigi til við-
bótar kennurum sem höfðu
kennt tungumál á unglinga- og
gagnfræðastigi. Þessi fjölgun í
stéttinni skapaði aukna þörf fyrir
samvinnu milli skóla og á milli
skólastiga.
Á svipuðum tíma var mikil
gróska í rannsóknum á máltöku
erlendra mála. Sú vitneskja sem
þar hafði fengist ásamt nýjum
hugmyndum um tungumál sem
byggðar voru á rannsóknum í
félagsmálvísindum höfðu leitt af
sér gerbreyttar hugmyndir um
tungumálanám- og kennslu.
Margir töldu brýnt að koma
þessari þekkingu á framfæri við
íslenska tungumálakennara. Hug-
takið aöferðafræði tungumála
fór að heyrast oftar og víðar.
Væri hugsanlegt að halda sam-
eiginleg námskeið sem tungu-
málakennarar úr ólíkum tungu-
málum gætu nýtt sér?
En ekki síst var það áhugi
tungumálakennara á að eignast
málgagn sem knúði á um að
mynda einhvers konar samtök.
Ljóst var að fagfélögin ein sér
stæðu vart undir slíku átaki.
Sameiginlega ætti hins vegar að
vera grundvöllur fyrir útgáfu
blaðs sem helgað yrði málefnum
tungumálanáms- og kennslu.
Hafist handa
Ákvörðun um að reyna að
stofna regnhlífasamtök sem í
væru öll fagfélög tungumála-
kennara var svo tekin nokkrum
árum seinna. Forgöngu um þetta
mál höfðu stærstu félögin, Félag
ensku- og dönskukennara. Öllum
má hins vegar vera ljóst að
þarna áttu fjölmargir hlut að
máli bæði hvað snerti hugmynd-
ir og framkvæmd. Þótt ákvörðun
um stofnun samtakanna lægi
fyrir var mikið starf enn óunnið.
Semja þurfti lög, undirbúa
stjórnarkjör og ákveða samset-
ningu stjórnar. Gæta þurfti þess
að félögin deildu jafnt með sér
réttindum og skyldum. Ótal
fundir voru haldnir bæði form-
legir og óformlegir þar sem
hugmyndir gerjuðust og mótuð-
ust. Þetta voru skemmtilegir
tímar. Þegar hugurinn reikar til
baka er ef til vill minnistæðast hve
allir sem til var leitað voru fúsir að
leggja sitt að mörkum. Árið 1985
leit svo barnið dagsins ljós á fjöl-
sóttum stofnfundi sem haldinn
var 17. október í Rúgbrauðsgerð-
inni. Að stofnuninni stóðu Félag
dönskukennara, Félag ensku-
kennara, Félag frönskukennara og
Félag þýskukennara. Fleiri félög
bættust svo í hópinn. I dag eru
því alls 6 félög sem standa að
STÍL.
Árin tíu
Faglegur styrkur
Ef við gætum spólað mynd-
bandið aftur um þessi 10 ár
sæjum við án efa að margt hefur
færst til betri vegar. Tungumála-
kennarar í dag eru mun sterkari
sem hagsmunahópur en fyrr. Ég
vil nefna hér dæmi: Þegar
áfangakerfinu var komið á var
tungumálakennslan skorin veru-
lega niður. Þá voru engin STÍL
samtök við lýði og fagfélögin því
miklu veikari. Við létum þessa
skerðingu yfir okkur ganga. Slíkt
gerðist varla í dag. Nú á síðustu
árum hefur sí og æ verið reynt
að klípa af þriðja máli og jafnvel
hafa komið fram tillögur um að
leggja það niður. Það er vegna
styrks og samstöðu tungumála-
kennara sem slíkar tillögur hafa
verið gerðar afturreka.
Menntamálaráðuneytið hefur
á þessum tíma tekið upp faglegt
samstarf við tungumálasamtök-
in. Fljótlega eftir stofnun STÍL
var gerður formlegur samningur
milli ráðuneytisins og STIL um
samvinnu. Þessi samningur
markaði þáttaskil í samstarfi
kennara og ráðuneytisins.
Norðurlandasamstarf
Eitt fyrsta verk nýkjörinnar
stjórnar STÍL var að setja sig í
samband við samsvarandi sam-
tök á Norðurlöndum sem höfðu
þá þegar starfað í allmörg ár.
Þessi samtök eru eins og STIL
byggð upp sem regnhlífarsam-
tök. Fyrsta ráðstefnan á þeirra
vegum var haldin í Reykjavík í
júní 1980 sem sé fyrir daga STÍL.
Síðan hafa samtökin haldið nám-
skeið og ráðstefnur annað hvert
ár. Margir minnast t.d. nám-
skeiðs um mat og prófagerð
sem haldið var á þeirra vegum á
Akranesi. Þess misskilnings
hefur stundum gætt að þátttaka
í norrænu samstarfi tungumála-
kennara gagnist einkum dönsku-,
norsku- og sænskukennurum.
Það er síður en svo. Á þessum
4