Málfríður - 15.09.1995, Blaðsíða 16
segja að svo til allt samband
nemenda við dönskuna eigi sér
stað innan veggja skólans. Eins
og algengt er í tungumála-
kennslu hefur aðaláherslan ver-
ið lögð á ritmálið, að geta lesið
og skrifað dönsku. Miklum tíma
er eytt í beygingar, setningagerð
og glósur og það leiðir yfirleitt
til góðrar kunnáttu á þessum
sviðum. Minni tíma og vinnu
hefur verið varið í að reyna að
ná valdi á framburðinum þannig
að hann geti talist „ekta“
danskur og yfirleitt hefur lítið
verið lagt upp úr að æfa tjá-
i m i i i jli á
i *
í ^ •' \>v
1 Á 'f / ; t ' v, \
1' ~ * , / -
L' i . *
■ —. *
skiptahæfileika, sem þó er það
sem í öllu tungumálanámi er
hvað erfiðast að tileinka sér „úr
fjarlægð“. Þannig mæta Islend-
ingar til leiks við norræna
bræður og systur, með mál sem
byggir á traustum grunni
danska ritmálsins, en án jafn
traustrar yfirbyggingar í virkri
málbeitingu. Það er því ekki
nema eðlilegt að töluð danska
Islendinga sé viðkvæmari fyrir
áhrifum frá máli þess sem talað
er við en vera mundi ef hún
væri meira notuð í hversdags-
legum samskiptum við dönsku-
mælandi fólk. Það er ekki nema
von að íslendingar sem tala við
Norðmenn eða Svía ruglist í rím-
inu þannig að íslenska hljóð-
kerfisfræðin hafi yfirburði yfir
danskar framburðarreglur og að
orðaforði viðmælenda sé óspart
tekinn til aðstoðar. Tjáskiptin
geta verið nógu stirð þótt ekki
sé ríghaldið í danska framburð-
inn og hikandi leit að dönskum
orðum í lágvirkum orðaforða
skóladönskunnar. En þrátt fyrir
þessi áhrif frá móðurmálinu
annarsvegar og norsku eða
sænsku hinsvegar er það þó
danska sem er undirstaða Is-
lendingsins í samskiptunum við
hina Norðurlandabúana. Án
þeirrar undirstöðu væri skiln-
ingur okkar á skandinavísku
málunum lítill - hvað þá mögu-
leikar okkar á að gera okkur
skiljanlega við dönsku- norsku-
og sænskumælandi fólk.
Færeyingar og Grænlending-
ar, sem jafnframt móðurmálinu
læra dönsku snemma, standa
hér betur að vígi en við þar sem
töluð danska er virkur þáttur í
umhverfi þeirra á allt annan
hátt en á Islandi. En málfræðileg
undirstaða Islendingsins er
samt nógu góð til að skilgrein-
ingin á blandmáli - einföld beyg-
ing og setningagerð - eigi ekki
við um það mál sem hann notar
í samskiptum sínum við nor-
ræna frændur.
Að vissu leyti má líkja stöðu
dönskunnar á Islandi, Færeyjum
og Grænlandi gagnvart þeirri
dönsku er Danir tala við stöðu
finnlandssænsþunnar gagnvart
sænsku Svía. I finnlandssænsku
er ritmálið að mestu sameigin-
legt með sænskunni eins og hún
er notuð í Svíþjóð en framburð-
urinn aftur á móti að mörgu
leyti frábrugðinn sænsksænska
framburðinum. Þar að auki ber
ýmislegt í setningagerð og orða-
forða sterkan keim af finnsku.
Þrátt fyrir þennan mun og þrátt
fyrir að í Finnlandi sé alltaf
annað slagið farið fram á að litið
sé á finnlandssænskuna sem
sérstakt tungumál er hún samt
talin vera afbrigði af sænskri
tungu. Þannig ætti einnig að
vera sjálfsagt að litið væri á þá
dönsku sem kennd er í skólum á
íslandi, Færeyjum og Grænlandi
sem dönsku og þá á árangurinn
af dönskukennslunni - jafnvel á
skóladönsku Islendinga - sem
afbrigði af dönsku. Það skiptir í
þessu sambandi engu máli að
danska sé framandi mál fyrir
Islendinga, og í raun einnig fyrir
Færeyinga og Grænlendinga, en
ekki móðurmál eins og finn-
landssænskan er móðurmál
Finnlandssvía.
Ástæðurnar til að laga tungu-
tak sitt að málfari viðmæland-
ans geta verið margvíslegar.
Með því að aðlaga málið að máli
hvors annars tjáir maður ein-
ingu og samlyndi. Maður getur
líka viljað leggja sig fram við að
koma í veg fyrir misskilning eða
fyrir að vera ekki skilinn og er
þá beitt mismunandi aðferðum
til að auðvelda samskiptin. Ef
litið er á samtöl Skandinava,
sem eru hver með sitt móður-
mál, er þó ekki alltaf ljóst að til-
gangurinn með því að nota slett-
ur úr máli hvers annars sé ein-
ungis sá að gera samtalið
auðveldara hvað varðar skiln-
ing. Oft eru það merkingarlega
þung orð, eins og nafnorð, sagn-
orð og lýsingarorð, sem eru
mikilvæg í samtalinu, sem halda
þeirri mynd sem þau komu fyrst
fyrir í, sama hvert móðurmál
þess sem talar er. Það virðist
sjaldnar vera svo að það séu
aðallega orð sem erfitt er að
skilja eða sem geta valdið mis-
skilningi sem eru aðlöguð í þeim
tilgangi að auðvelda samtalið.
Það er svo sem eðlilegt. Til að
vita hvaða orð í móðurmálinu
það eru sem geta valdið hinum
Skandinövunum erfiðleikum
þarf maður að þekkja móðurmál
þeirra tiltölulega vel. Þá er
sennilegra að sá sem slettir orð-
myndum sem þegar hafa verið
notaðar í samtalinu sé aðallega
að auðvelda málið fyrir sjálfum
sér. Það er óneitanlega auðveld-
ara að halda fast við orðmyndir
sem þegar eru komnar á kreik
en að leita í eiginn orðaforða að
jafngildi móðurmálsins. I sam-
tölum Skandinava á milli nær
aðlögunin að hinu málinu sjald-
an til annarra sviða málsins en
einmitt orðaforðans. Orðbeyg-
ingin og setningaskipanin er
yfirleitt samkvæmt reglum móð-
urmálsins, meira að segja hljóð-
kerfið - sem veldur hvað mest-
um erfiðleikum í tjáskiptum
Skandinava - er sjaldan aðlagað
óvönu eyra áheyrandans.
Innan marka hvers tungumáls
má greina ýmis afbrigði sem að
einhverju leyti eru ólík hinni
viðurkenndu mynd málsins.
Munurinn getur falist í atriðum í
framburði, beygingu, setninga-
fræði, orðaforða og merkingar-
fræði - það er að segja á öllum
sviðum málsins. Þrátt fyrir að
16