Málfríður - 15.09.1995, Blaðsíða 31
framhaldsskólanna fram í febr-
úar, nánar tiltekið þann ellefta.
Bárust 135 úrlausnir frá 18 skól-
um. Bestum árangri náði Eiríkur
Jónsson nemandi í Fjölbrauta-
skóla Vesturlands og næstbest-
um Hulda Sif Birgisdóttir,
Menntaskólanum á Akureyri.
Þau hlutu í verðlaun 4 vikna
Þýskalandsdvöl í sumar í boði
þýskra mennta- og menningar-
yfirvalda. I nefndinni, sem ann-
aðist Jjrautina að þessu sinni,
voru Ursúla Karlsdóttir, Hannes
Stefánsson og formaður hennar;
Steinar Matthíasson en Elísabet
Magnúsdóttir, formaður félags-
ins starfaði einnig með henni.
Eins og undanfarin ár sóttu 5
kennarar sumarnámskeið í
Þýskalandi. Fóru 3 til Lúbeck í
boði Deutsche Auslandsgesells-
ehaft og 2 voru á vegum Goethe
Institut.
22.-24. ágúst var haldið nám-
skeið fyrir þýskukennara í sam-
vinnu við Endurmenntunar-
stofnun Háskóla Islands. Aðal-
fyrirlesari á námskeiðinu var
Brigitte Petschenik frá Austur-
ríki. Flutti hún erindi um skap-
andi skrif nemenda og einnig
um austurríska þýsku. Aðrir
fyrirlesarar voru Dr. Oddný G.
Sverrisdóttir, sem fjallaði um
væntanlegar breytingar í þýskri
stafsetningu og Maja Loebell,
sem ræddi um nám og náms-
tækni. Námskeiðið sóttu 23
kennarar víðsvegar að af land-
inu og þótti það takast vel.
25 ára afmæli félagsins var
haldið föstudaginn 3. nóvember
að afloknum deildarstjórafundi
og rausnarlegu boðið Goethe-
stofnunarinnar, þar sem rekt-
orar og konrektorar framhalds-
skólanna ásamt starfsmönnum
þýska sendiráðsins heiðruðu
Félag þýzkukennara á Islandi
með þátttöku sinni.
Núverandi stjórn félagsins
skipa: Eiríkur Haraldsson for-
maður, Margrét Matthíasdóttir
gjaldkeri, Margrét Böðvarsdóttir
ritari, Stefanía Arnórsdóttir og
Stefán Andrésson. Varamenn
eru Alan Rettedal og Ásgeir
Eggertsson.
Frá félagí
frönskukennara
Á síðasta aðalfundi félagsins í
júní s.l. var skipuð ný stjórn.
Formaður er Petrína Rós Karls-
dóttir, ritari er Soffía Kjaran,
gjaldkeri, Guðný Árnadóttir,
meðstjórnendur: Fanný Ingvars-
dóttir og Sigrún H. Halldórs-
dóttir. Þeir sem gengu úr stjórn
voru Solveig Thorarensen, gjald-
keri, Grétar Skúlason og Ingunn
Garðarsdóttir, meðstjórnendur.
Sigrún H. Halldórsdóttir lét af
störfum sem ritari en er nú með-
stjórnandi. Fulltrúi félagsins í
STÍL er Vera Ósk Valgarðsdóttir
og tekur hún við af Ingibjörgu H.
Hjartardóttur, en Ingibjörg var
einnig gjaldkeri STIL. Við þökk-
um Ingibjörgu vel unnin störf.
í september s.l. var haldinn
fundur með Michéle Verdelhan
sem hefur ásamt undirritaðri
séð um skipulagningu á endur-
menntunarstarfi fyrir félags-
menn, Franska sendiráðinu og
Frönskudeild Háskólans. Sam-
starfið hefur gengið vel og náð-
ist samkomulag um að endur-
nýja samninginn sem verið hef-
ur til fimm ára. Um er að ræða
fimm ára heildarsamning á milli
Franska ríkisins, háskólans í
Montpellier og Háskóla íslands,
sem felur í sér þrjá þætti. I
fyrsta lagi tekur samningurinn
til menntunar frönskunema HI, í
öðru lagi til endurmenntunar
frönskukennara og í þriðja lagi
til rannsóknastarfs. Hvað
frönskukennurum viðkemur, þá
verður áfram um fjárhagslegan
stuðning franskra yfirvalda við
samskonar námskeið og haldin
hafa verið hérlendis með leið-
beinendum frá Montpellier að
ræða. Efni fyrirhugaðra nám-
skeiða verður m.a. tækninýjung-
ar í kennslu, frönskukennsla í
tengslum við starfstengt nám
o.s.frv. Rétt er að geta þess að
Lingua býður upp á mikla
möguleika, m.a. er fyrirhugað
námskeið næsta sumar í París
dagana 30.-31. júlí um menn-
ingu, kennslu og efnahagslífið í
Frakklandi. Námskeið þessi eru
styrkt og vert er að hvetja fólk
til þess að sækja um, nánari
upplýsingar veitir formaður.
Félagið færði Þjóðarbókhlóð-
unni bókagjöf 30. júní sl. „Le
Grand Robert" í níu bindum og
átta bækur um málnotkun til
varðveislu á lestrarsal safnsins,
fjórðu hæð.
Formaður félagsins, Petrína
Rós, gerði samning við bókaút-
gáfuna Örn og Órlyg um að
félagsmenn fái 30% afslátt af
Frönsk-Islensku orðabókinni
sem út kom í haust og félagið
var aðili að ásamt franska og ís-
lenska ríkinu.
Af öðrum fyrirhuguðum störf-
um félagsins er námskeiðahald í
samvinnu við Montpellier há-
skólann í undirbúningi.
Petrína Rós Karlsdóttir.
Frá félagi
enskukennara
Haldnir hafa verið níu stjórn-
arfundir og þrír félagsfundir.
Fjallað var um tölvumál, ritun
og leynilögreglusögur.
I júníbyrjun var farið í náms-
ferð til Washington og urðu
menn margs vísari. Fyrirhugað
er að fækka nokkuð hefðbundn-
um félagsfundum en efna til
tölvunámskeiðs um mennta-
netið. Einnig er í athugun að fá
erlendan fræðimann til að halda
fyrirlestur og námskeið.
31