Málfríður - 15.09.1995, Blaðsíða 15
Anna Helga Hannesdóttir:
SKANDINAVÍSKA -
HVAÐ ER NÚ ÞAÐ?
Þegar við íslendingar eigum
samskipti við aðra Norðurlanda-
búa er oftar en ekki gert ráð
fyrir að þau fari fram á skandi-
navísku máli, þ.e. dönsku,
norsku eða sænsku. Þá eiga við-
mælendur okkar til að segja að
við tölum „skandinavísku" en
ekki t.d. dönsku og undir það
viðhorf erum við gjörn að taka.
Ekki er þó alveg ljóst hvað felst
í heitinu skandinavíska eða
hvernig hugtakið skuli skil-
greint.
Á bókahátíðinni stóru sem
haldin er á hausti hverju í
Gautaborg voru fyrir nokkrum
árum umræður þar sem fjallað
var um norrænt lífsviðhorf og
gildismat Norðurlandabúa. Þau
sem ræddu þessi málefni voru
þáverandi forsætisráðherra Svía
Carl Bildt, Rosemarie Köhn, sem
er fyrsta konan sem gegnir
embætti biskups í Noregi, Björn
Rosengren, sem þá var formað-
ur eins stærsta stéttarfélags
Svía og Drude Dahlerup dósent
frá Danmörku. Umræðunum
stjórnaði Finnlandssvíinn Pár
Stenbáck, framkvæmdastjóri
Norrænu ráðherranefndarinnar.
í dagskrá bókahátíðarinnar
var tekið fram að þessar um-
ræður færu fram á skandina-
vísku. Þá var varla átt við að
þessu háttsetta fólki væri ætlað
að herma eftir Islendingum sem
eru að tala danska tungu. Úr því
hefði kannski getað orðið sæmi-
legt skemmtiatriði en sá var
tæpast tilgangurinn með dag-
skrárliðnum. Hér var greinilega
um annarskonar skandinavísku
að ræða en þá sem sagt er að
íslendingar, stundum einnig
Færeyingar og jafnvel Finnlands-
svíar noti í samskiptum sínum
við aðra Norðurlandabúa. Ekki
virtist heldur vera átt við að
þátttakendur legðu sig fram við
að herma eftir finnlandssænsku
málfari Stenbácks. Þegar talað
er um skandinavísku virðist
þannig vera átt við að minnsta
kosti þrennt: I fyrsta lagi sér-
stakt tungumál, þ.e. þegar ís-
lendingar segjast tala skandi-
navísku en ekki dönsku. í öðru
lagi eins konar blendingsmál,
þ.e. þegar Skandinavar tala sam-
an hver á sínu móðurmáli en
aðlaga mál sitt að máli hvers
annars, aðallega með því að
sletta. Og í þriðja lagi afbrigði
máls, þ.e. þegar danska Fær-
eyinga og sænska Finnlandssvía
eru kallaðar skandinavíska.
„Skandinavisk - spráket som
ikke er“ segir prófessor Einar
Haugen í grein sem fjallar um
tungumálaskilning Norðurlanda-
búa. Hann heldur áfram: „det
finnes, som vi alle vet, ikke noe
sprák som kan kalles ‘skandi-
navisk’, i hvert fall ikke pá de
siste tusen ár“. Haugen hefur
rétt fyrir sér að því leyti að
skandinavískuna skortir allt það
sem sérkennir tungumál, eins og
ákveðinn orðaforða og reglur
um framburð, beygingu, orð-
myndun og orðaröð. Þessar
reglur tileinkar maður sér meira
eða minna sjálfkrafa ef maður
elst upp með málið sem móður-
mál - og þar er annað atriði sem
styður álit Haugens. Það er eng-
inn sem elst upp með skandi-
navísku sem móðurmál.
Ef ekki er hægt að skilgreina
skandinavísku sem tungumál
má hugleiða hvort hún geti tal-
ist blendingsmál. Einn fremstu
málfræðinga Svía, Adolf Noreen
(1854-1925), skilgreindi blend-
ingsmál sem svo: „Ef fjöldi töku-
orða í tilteknu máli er mikill er
málið „blendingsmál“ [...] Ef
sama gildir um framandi orð er
það jafnframt því að vera kallað
„blendingsmál" jafnvel og
kannski frekar kallað „hrogna-
mál“.“ Þegar Noreen notar orðið
blendingsmál átti hann að vísu
ekki við alveg það sama og það
sem kallað er blendingsmál inn-
an málvísindanna nú á dögum
en það er samt ekki fjarri við-
horfi almennings að líta á blend-
ingsmál og hrognamál sem
sama fyrirbæri. Blendingsmál
einkennist af einingum úr fleiri
en einu máli, mjög einfaldri
beygingu og setningagerð ásamt
takmörkuðum orðaforða. Yfir-
leitt er litið á þannig mál sem
„bágborið“ og jafnvel „slæmt“.
Norðurlandabúar með annað
móðurmál en dönsku, norsku
eða sænsku læra eitthvert þess-
ara mála í grunn- og framhalds-
skólum. Islendingum, Færeying-
um og Grænlendingum er kennd
undirstaðan í dönsku og
finnskumælandi Finnum í
sænsku. Á íslandi er danska
fyrsta erlenda málið sem kennt
er í grunnskólunum og það má
15