Málfríður - 15.09.1995, Blaðsíða 6

Málfríður - 15.09.1995, Blaðsíða 6
Eins og sjá má á þessari upp- talningu, þar sem þó aðeins er stiklað á stóru, hefur, á þessum 10 árum, mörgum merkum mál- um verið ýtt úr vör. Enn eru þó ærin verkefni fyrir höndum. Mig langar því að nota þessi tíma- mót til að reyna að skyggnast svolítið fram á við. Horft til framtíðar Ég gríp aftur til myndbands- ins en spóla nú fram um 10 ár. Hvað hafa þessi tíu ár fært okk- ur? Ég sagði að tíminn í kringum stofnun STIL hefði verið skemmti- legur. Það eru ekki síður skemmtilegir tímar sem nú fara í hönd. Skilningur á mikilvægi góðrar tungumálakunnáttu eykst sífellt, ekk síst í Evrópu. Eins og kom fram á málþingi og ráðstefnu STIL 1993 og 1994 átta atvinnu- rekendur sig stöðugt betur á að tungumálakunnátta getur skipt sköpum. Þennan meðbyr hafa tungumálakennarar nýtt sér. Breyttar kröfur Við lok aldarinnar má segja að einkum verði gerðar tvenns konar kröfur í tungumálanámi. Annars vegar krafan um að allir hverfi úr skólanum með tungu- málakunnáttu sem er til ein- hvers nýt, jafnvel eftir mjög stutt málanám. Nemendur haldi á braut með nothæft tæki í höndum. Hins vegar er krafan um breidd og dýpt. Kröfur eru gerðar um færni sem nær til fleiri þátta en fyrr. En auk þess eru gerðar kröfur um miklu meiri sérhæfingu en lögð hefur verið áhersla á fram að þessu. Þess vegna hefur orðið mikil þróun bæði hvað snertir nám- sefni og kennsluaðferðir. I hugum almennings er tungu- mál tæki sem hann ætlar að nota í ákveðnum tilgangi til að hafa samskipti við aðrar þjóðir á sem víðustum vettvangi (eitt dæmi gæti verið að selja fisk eða hugbúnað). I því skyni hefur verið dregið úr hinni fagurbók- menntalegu áherslu sem lögð var til grundvallar málanámi efstu bekkja/áfanga og gefið rými fyrir aðra mikilvæga þætti. Ný námskrá í tungumálum STIL ýtti undir þessa þróun með því að beita sér fyrir að tekin voru upp ný og faglegri vinnubrögð við gerð heildar- námskrár í tungumálum. Kenn- arar hafa nú fengið í hendur námskrá sem eitthvert hald er í. í hinni nýju námskrá er búið að setja tungumálakennslunni skýr heildarmarkmið sem verða end- urskoðuð með fárra ára millibili. Við gerð þessarar námskrár var leitað til erlendra sérfræðinga. Einkum var þó stuðst við norsku námskrána, sem tók gildi 1997. STIL hefur komið því til leiðar að fram hefur farið gagnger end- urskoðun á tungumálakennslu í verknámi. Menn hafa áttað sig á að kröfur um tungumálakunn- áttu í verknámi eru ekki þær sömu og í bóknámi. Hugmyndir feðra íslenska fjölbrautakerfis- ins (ég minnist engrar móður!), sem töldu að sameiginlegur kjarni í tungumálum gæti gilt fyrir alla, hafa verið endurskoð- aðar. I hinni nýju námskrá fyrir verkmenntun eru kröfurnar ekki minni en þær eru öðruvísi. (Nei, rafvirkjum hefur ekki verið bannað að lesa ljóð). Þarna ligg- ur mikil vinna að baki þar sem frumvinna þurfti þetta verk. Eins og í aðalnámskrá var farið í smiðju til annarra landa og hugmyndirnar síðan aðlagaðar íslenskum aðstæðum. Prófabanki STIL hefur í samvinnu við Stofnun í erlendum málum kom- ið upp prófabanka með stöðl- uðum könnunarprófum sem ná til allra færniþátta í helstu mál- um sem kennd eru hér. Þennan banka geta kennarar leitað í þegar þeir vilja kanna stöðu nemenda sinna gagnvart öðrum nemendum sem eiga að vera á sama stigi og í sams konar námi. Prófabankinn er í örum vexti og stöðugt bætast við fleiri gerðir prófa. Endurmenntun/endurmat Til að tryggja að endurmennt- un kennara verði sem faglegust hefur STÍL lagt fram tillögur um endurmenntun tungumálakenn- ara. Stuttu sumarnámskeiðin sem hin einstöku fagfélög og STIL standa fyrir eru enn við lýði. Flestir eru sammála um mikilvægi þeirra vegna tengsla sem þar skapast milli kennara af ólíkum skólastigum og frá mis- munandi skólum eins og fyrr er getið. Þau hafa hins vegar verið gerð markvissari og árangur þeirra kannaður með skipuleg- um hætti. Samkvæmt tillögum STÍL hef- ur útgáfu nýrrar námskrár verið fylgt eftir með því að boðið verður upp á vettvangstengt nám. Íslíku námi gefst tungu- málakennurum tækifæri til að þróa og vinna upp ákveðna þætti kennslunnar og hafa sér til stuðnings faglega ráðgjöf. Einnig eru þættir eins og „Action Research,“ þar sem kennarar eru að skoða og meta eigin kennslu, á góðri leið með að verða fastur liður í skólastarfi. Tœknin virkjuð Tækninni fleygir stöðugt fram og tungumálakennarar hafa kunnað að nýta sér hana. Ég til- tek tvö dæmi: STIL heldur árlega málþing á Menntanetinu um það sem efst er á baugi. Frummæl- endur eru ýmist innlendir eða erlendir og allir geta tekið til máls hvort sem þeir búa í Reykjanesbæ eða á Raufarhöfn. Hugtakið málgagn sem okkur kennarana dreymdi um hefur löngu öðlast nýja merkingu. Þú, lesandi góður, ert ekki að lesa þessar línur á dýrum pappír sem eyðir skógum jarðar. Þú fannst þessa grein með því að fletta upp á heimasíðu STÍL á Alnetinu. Draumsýn? - Ekki ef við tungu- málakennarar berum gæfu til að vera samstilltir, setja okkur skýr markmið og fylgja þeim eftir. Megi afmælisbarnið lengi lifa. Hafdís Ingvarsdóttir var fyrsti formaður STÍL og kennir nú kennslufræði erlendra mála við Háskóia Islands 6

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.