Málfríður - 15.09.1995, Qupperneq 9

Málfríður - 15.09.1995, Qupperneq 9
klifaði á því í ræðu og riti, að ein komma í setningafræðiæfingu hefði verið látin skera úr um það, hvort piltur nokkur hlyti á landsprófi svokallaða fram- haldseinkunn eður ei. Veruleik- inn var nú sjaldan, ef nokkurn tíma, alveg svona dramatískur. Aftur á móti hygg ég vera flestra álit sem fylgdust með gangi mála, að landsprófin hafi á síðari hluta tímabils þeirra náð að verða nútímalegri og að- gengilegri en þau voru í byrjun, án þess að í neinu væri slegið af námskröfum. - Undirritaður fv. tungumálakennari átti allmikið samstarf við landsprófsnefndar- menn í rúmlega tvo áratugi og er sannfærður um, að upp til hópa unnu þeir störf sín af færni og réttsýni. Landsprófsverkefni, einkum þau sem voru nýjust af nálinni hverju sinni, voru í stórum stíl notuð í skólum til æfinga og prófundirbúnings vítt og breitt um landið. Það var mörgum skólamönnum umhugsunarefni á sínum tíma, að með þessum hætti hefðu prófin haft mótandi áhrif á kennsluna í skólunum, og sýndist sitt hverjum um ágæti þess. Nemendur sem lokið höfðu landsprófi með tilskilinni lág- markseinkunn áttu, eins og áður sagði, rétt á inngöngu í fram- haldsskóla. Nemendur sem tóku fyrsta landsprófið 1946 voru 240 talsins, en um 1500 voru þeir orðnir er tóku hið síðasta vorið 1976. Þeir framhaldsskólar er fyrir voru á fimmta áratugnum áttu í mestu erfiðleikum með að anna ört vaxandi aðsókn, sem næstum mætti líkja við spreng- ingu, og voru skólar þessir tví- og þrísetnir um árabil, uns skriður komst á byggingu nýrra framhaldsskóla (Laugarvatn 1953, Menntaskólinn við Hamra- hlíð 1966 o.s.frv.). I dag eru mennta- eða fjöl- brautaskólar í öllum landshlut- um, á þriðja tug samtals, og fátt sem minnir á þrengslin á 6. og 7. áratugnum. „Mjór er mikils vísir“ hljóðar máltækið. Flest af því sem hér hefur að framan verið drepið á hófst í raun með fyrsta landsprófinu 1946, og það hefur verið líkast spennandi ævintýri að fylgjast með því sem í kjölfarið hefur fylgt í næstum hálfa öld. Benedikt Sigvaldason er fyrrverandi skólastjóri Héraðsskóléuis á Laugarvatni og kenndi við Menntaskólann þar •ýnum nýjar erlendar námsbækur... ERU OKKAR FAC ...að Austurstræti 18, 2. hæð. Skjót og örugg pöntunarþj ónusta. Eymundsson t/ STOFNSETT 1872 • SÍMI 511 1150

x

Málfríður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.