Málfríður - 15.05.1999, Blaðsíða 3

Málfríður - 15.05.1999, Blaðsíða 3
Ritstj órnarrabb Efni Málfríðar er fjölbreytt að vanda. Berglind Ás- geirsdóttir, framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs, rit- ar grein sem hún kallar Lykill Islendinga að nor- rænu samstarfi og flutt var á 30 ára afmæli Félags dönskukennara. I greininni tíundar Berglind mikil- vægi dönskukunnáttu fýrir Islendinga í norrænu samstarfi. Hún lítur svo á að danska sé ekki lengur kennd hér af sögulegum heldur af beinhörðum hagnýtum ástæðum. Jens Lohfert Jorgensen, lektor við Kennaraháskólann, fjaflar um það sem reynist Islendingum erfiðast i dönskum framburði. Hann byggir greinina á reynslu sinni úr kennslu í Kenn- araháskólanum og heimsóknum í íslenska grunn- og framhaldsskóla. Elísabet Gunnarsdóttir, enskukennari við Fjöl- brautarskólann við Ármúla, ritar greinina Að fara í gegnum 200 blaðsíðna múrinn. Þar fjallar hún um kjörbækur, val á þeim og lestur þeírra. AuðurTorfa- dóttir, dósent við Kennaraháskólann, sér um Orða- forðahornið sem vonandi verður fastur liður hér í Málfríði. Þá er grein um nýjung í tungumála- kennslu hér á landi, sem Eyjólfur Már Sigurðsson, deildarstjóri Tungumálamiðstöðvar Háskóla Islands ritar. Þetta er ný stofnun ætluð nemum i öllum deildum og stofnunum Háskólans. Markmiðið með tungumálamiðstöðinni er að skapa bættar aðstæður til tungumálanáms og auka skilning milli menning- arsvæða. Margrét Jónsdóttir, lektor í spænsku við Háskóla Islands, fjallar einnig um tungumálakennslu á háskólastigi. Dönskukennsla fyrir heyrnarlausa er til umfjöllunnar í grein Guðrúnar Ragnarsdóttur. Hún hefur í samvinnu við Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra séð um tilrauna- kennslu í dönsku fyrir heyrnarlausa við Mennta- skólann við Hamrahlíð. Með kvæði Sigrúnar Gísladóttur um kríurnar hefur ljóðasíðan verið endurvakin, en kvæðið birt- ist bæði á íslensku og þýsku. Philip Vogler, kennari við Menntaskólann á Egilsstöðum, segir frá vinnu- fundi á vegum Evrópuráðsins i Graz í Austurríki. Verkefni fundarins var að útfæra nútímatækni til tungumálakennslu fýrir ýmsa starfshópa. Framundan er sumarleyfi kennara og tími sum- arnámskeiða. í næsta tölublaði verður eflaust að fmna afrakstur þessara námskeiða — fjölbreytt og forvitnilegt efni sem nýtast mun tungumálakennur- um á nýju skólaári. Ritnefnd Málfríðar óskar les- endum sínum gleðilegs sumars. Forsíða: Klippimynd eftir Ólöfu Helgu Guðmundsdóttur (byggð á mynd Diirers). Efnisyfirlit Berglind Asgeirsdóttir: Lykill Islendinga að norrænu samstarfi......... 4 Jens Lolifert Jergensen: Om nogle generelle problemer i den danske udtale............................ 8 Elísabet Gunnarsdóttir: Að fara í gegnum 200 blaðsíðna múrinn. ... 15 Orðaforðahorn Auðar Torfadóttur................16 Eyjólfur Már Sigurðsson: Tungumálamiðstöð Háskóla Islands...............18 Hugmyndabanki..................................21 Margrét Jónsdóttir: Tungumálakennsla í Háskóla Islands.............22 Guðrún Ragnarsdóttir: Tilraunakennsla í dönsku fýrir heyrnarlausa. . 24 Ljóðasíðan: Kvæðið um kríurnar eftir Sigrúnu Gísladóttur......................27 Philip Vogler: Ný öld með fagmál í tungumálanámi..............29 Málfríður, tímarit samtaka tungumálakennara, l.tbl. 1999. Utgefandi: Samtök tungumálakennara á Islandi. Abyrgðarmaður: Auður Torfadóttir Ritnefnd: Asmundur Guðmundsson Guðbjörg T ómasdóttir Ingunn Garðarsdóttir Kristín Jóhannesdóttir Steinunn Einarsdóttir Prófarkalestur: Gunnar Skarphéðinsson Umbrot, prentun og bókband: Steinholt ehf. Heimilisfang Málfríðar: Pósthólf 8247 128 Reykjavík. 3

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.