Málfríður - 15.05.1999, Blaðsíða 15
Að fara í gegnum 200 blaðsíðna múrinn
í Fjölbrautaskólanum við Ármúla eru
sumar lesbækur í fyrstu áföngunum ein-
faldaðar eða sérstaklega skrifaðar fyrir
unglinga en í ENS 303 er allt lesefni óein-
faldað og óstytt, þar á meðal kjörbókin. (I
FÁ notum við kerfið 102-202-212-303-
403 til almenns stúdentsprófs). I ENS 303
stendur valið yfirleitt milli þriggja bóka
sem eru rúmlega 200 blaðsíður að lengd.
Stundum köllum við kennararnir þetta
„að fara í gegnum 200 blaðsíðna múr-
inn.“
Sakamálasögur eru oft af þessari lengd,
þær halda lesandanum við efnið og nem-
endur eru kunnugir þessari tegund skáld-
sagna — þar kemur þeirn því fátt á óvart,
nema e.t.v. lausn morðgátunnar. Margir
nemendur hætta sér ekki strax hjálparlaust
út í flóknari bókmenntir á ensku.Af sömu
ástæðum og fjölmargir enskukennarar
víða um heim, höfum við því oftast eina
sögu eftir Agötu Christie á listanum, t.d.
The ABC Murders, The Murder of Roger
Ackroyd, Peril at End House, Then There Were
None, sem ekki virðist lengur mega heita
Ten Little Niggers eins og hún gerði upp-
haflega, og ýmsar fleiri. Einnig höfum við
reynt sakamálasögur m.a. eftir Michael
Dibdin (yfirleitt of þungur eða illskiljan-
legur fyrir þennan aldurshóp), Söru Paret-
sky, Dashiell Hammet og Lizu Cody, en
höfum þó forðast þær sem verið hafa
þýddar á íslensku. Sögur sumra þessara
höfunda eru til á snældum hjá Blindra-
bókasafninu svo „dyslexískir“ nemendur
geta notað þær.
Síðastliðinn vetur höfum við einnig
haft á listanum tvær mjög svo ólíkar sög-
ur; annars vegar Snow Falling on Cedars eft-
ir Guterson, nýja og skemmtilega bók, þar
sem m.a. koma fýrirVestur-Islendingar en
við hættum við hana því hún kom út í ís-
lenskri þýðingu fýrir síðustu jól, og svo
Flowers and Shadows eftir Nígeríumanninn
Ben Okri. Þessi saga hefur gengið vel,
höfðað til nemenda og þeim finnst, með
réttu, merkilegt að ungur piltur á þeirra
aldri skuli hafa skrifað bók sem þyki nógu
merkileg til að vera lesin víða um heim og
sett á námsbókalista norður á Islandi. Saga
þessi kom út 1980, gerist í Lagos og er að
nokkru leyti sjálfsævisöguleg. Aðalpersón-
an, Jeffia Okwe, er sonur athafnamanns,
sem einskis hefur svifist til að kornast
áfram, og listræns kennara. Hann er einka-
barn úr forréttindastétt en smám saman
uppgötvar hann ógnvekjandi sögu fjöl-
skyldunnar og kynnist kjörum fólks af
öðrum stéttum, verður líka ástfanginn. Ef-
laust má segja að það sé nokkur byrjenda-
bragur á þessari sögu Okris miðað við það
sem seinna hefur frá honum komið, en
nemendur hafa orð á því að sumt í frá-
sögninni sé ærið kunnuglegt, t.d. lýsing á
unglingapartíi og framtíðarspekúlasjónir
bekkjarfélaganna, en annað einstaklega
framandi. Líkast til er það einmitt þessi
blanda sem höfðar til nemenda okkar. I
staðinn fýrir bók Gutersons tókum við
upp aftur eftir tíu ára hlé The Hobbit eftir
Tolkien. Hún er að vísu til í þýðingu en
nemendum finnst hún skemmtileg og ég
heyrði ekki betur en að þeir hefðu lesið
hana á ensku.
Ur kjörbók prófum við munnlega um
það bil mánuði eftir að önnin hefst. Síðan
lesum við, auk kennslubókarinnar The
Cambridge CAE Course, smásögur og eina
skáldsögu. Á vorönn undanfarin ár höfum
við verið með I Heard the Owl Call My
Name eftir Margaret Craven, bók sem ég
held að margir hafi notað með ágætum
árangri en á haustönninni höfum við ver-
ið með Of Mice and Men. En eins og
venjulega erum að leita að nýjum bókum
sem gætu hentað á þessu stigi. Það væri
því gott að heyra frá kennurum sem dott-
ið hafa ofan á góðar bækur.
Elísabet Gunnarsdóttir
Margir nemend-
ur hætta sér
ekki strax hjálp-
arlaust út í
flóknari bók-
menntir á
ensku.
Elísabet Gunnarsdóttir, enskukennari
við Fjölbrautaskólann við Armúla.
15