Málfríður - 15.05.1999, Blaðsíða 23

Málfríður - 15.05.1999, Blaðsíða 23
málum.Við erum svo lítið samfélag að við getum ekki ætlast til þess að aðrir lagi sig að okkur, heldur verðum við að laga okk- ur að hinum stóra heimi. I þriðja lagi á tungumálakennsla við Háskóla Islands að vera í samræmi við þær greinar sem kenndar eru. Sumar náms- greinar krefjast þess að nemendur geti les- ið helstu fræðimenn sinna greina á því tungumáli sem þeir skrifuðu. Aðrar ætlast til þess að nemendur geti nýtt fræði sín á erlendri grundu. Því verður hver deild og hver skor að skilgreina þörfina á tungu- málakennslu í sínu fagi. I sumum greinum má gera ráð fyrir að nemendur séu hvatt- ir til að taka tungumál sem val og veittar séu einingar fyrir það. Núna er viðskipta- fræðin eina greinin sem tekur á tungu- málakennslu af alvöru og lítur á kunnáttu í viðskiptaþýsku, -frönsku, -spænsku og - ensku sem lið í því að þjálfa og móta sam- keppnisfæra viðskiptafræðinga sem þurfa að eiga viðskipti um allan heim.Við vit- um vel að með samruna Evrópu leitar fleira háskólagengið fólk út fyrir lands- steinana í atvinnuleit og þá eru viðkom- andi ekki spurðir um vegabréf heldur skírteini sem kveða á um menntun þeirra og tungumálakunnáttu. Góð menntun kemur til lítils gagns utan Islands ef við getum ekki komið hugmyndum okkar frá okkur á sómasamlegan hátt. í fjórða lagi þarf Háskóli Islands að mynda sér skoðun á því hvernig fagfólk stofnunin kýs að útskrifa úr einstökum tungumálum. Hvað kann góður nemandi með B.A. próf í spænsku? Kannski er betra að spyrja: Hvað á hann að kunna? Hann verður í það minnsta að búa yfir nægilega mikilli þekkingu til að geta gert tungu og menningu Spánar og Rómönsku Ameríku góð skil, enda kveða landslög á um að viðkomandi megi kenna spænsku í framhaldsskólum landsins. Lengi hefur loðað við tungumálanám að það sé hvorki fugl né fiskur, kannski góð undirstaða fýrir flugfreyjur og þá sem vilja kynna ferðamönnum Island. Þetta eru fordómar sem auðvelt er að afsanna með námi sem er á háu plani og vel skipulagt. Nemendur í spænsku fá innsýn í málvís- indi og fara yfir helstu verk bókmennta- sögunnar. Okkar helsta vandamál í spænskunni er nú reyndar að við erum ekki að fást við eitt land, heldur hvorki meira né minna en 22 lönd og 350 millj- ónir manna. Þar að auki höfum við úr allt of miklu að moða. Spánveijar eiga þvílíkt safn meistarastykkja og Rómanska Amer- íka ein og sér gæti veitt okkur nægilegt lestrarefni til margra ára. Kanóninn er stór og ekki auðvelt að afgreiða þessar bók- menntir á örfáum kúrsum. Að lokum: Nýverið tók Tungumála- miðstöð Háskóla Islands til starfa og með tilkomu hennar gefst tækifæri til að end- urskoða tungumálakennslu við stofnunina og veita henni þann sess sem hún á skilið. I framtíðinni er ætlunin að bjóða upp á tungumálanámskeið fyrir alla nemendur H.I. og bendi ég á grein Eyjólfs Más Sig- urðssonar um þetta efni. Hann veitir tungumálamiðstöðinni forstöðu. Kennsla tungumála er til dæmis dreifð um alla há- skólalóðina. Kennarar geta ekki einu sinni haft landakort hangandi uppi þar sem þeir kenna. (Og umsókn tungumálakennara í tækjakaupasjóð í fýrra um að kaupa landakort var synjað!) Háskólar í Banda- ríkjunum leggja höfuðáherslu á að skapa stemmningu þess lands sem í hlut á hvegu sinni og er jafnan talað um spænska eða þýska húsið á háskólalóðum þar. Ur þessu þarf að bæta við Háskóla Islands ef við ætlum að láta nemendum okkar góða menntun í té. Tungumálamiðstöðin er stórt skref í rétta átt. ... með samruna Evrópu leitar fleira háskóla- gengið fólk út fyrir landsstein- ana í atvinnuleit og þá eru við- komandi ekki spurðir um vegabréf heldur skírteini sem kveða á um menntun þeirra og tungumála- kunnáttu. Góð menntun kemur til lítils /■ gagns utan Is- lands ef við get- um ekki komið hugmyndum okkar frá okkur á sómasamlegan hátt. Margrét Jónsdóttir, lektor í spænsku við Háskóla íslands. 23

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.