Málfríður - 15.05.1999, Side 7
í dönsku að bjóða nemendum að hlusta
örlítið á norsku og sænsku. Ekki að læra
að skrifa, heldur hlusta. Og þá get ég auð-
vitað ekki stillt mig um að hamra á mikil-
vægi þess í kennslunni að fólk geti talað.
Leiðir til að efla dönskukennslu
Að lokum langar mig að nefna nokkur at-
riði sem ég tel að gætu eflt dönskukennslu
á Islandi:
Möguleikar íslenskra barna og ung-
linga verði efldir til að eiga bein milliliða-
laus samskipti við danska jafnaldra. Fjár-
magn er fyrir hendi til nemendaskipta
milli Islands, Færeyja og Grænlands, þ.e.
svokallaðs vesturnorræns svæðis. Norður-
landaráð hefur ítrekað áskorun til Nor-
rænu ráðherranefndarinnar um að veita fé
til slíkra nemendaskipta milli allra Norð-
urlandanna.
Dönskukennarar þurfa að fá aukin
tækifæri til að dvelja í Danmörku. Tveir
möguleikar eru fyrir hendi. Annar lýtur að
sjálfu dönskukennaranáminu, þ.e. að eng-
inn fái að útskrifast sem dönskukennari án
þess að hafa stundað nám í Danmörku,
a. m. k. eitt misseri. Hinn er sá að kennara-
skipti eigi sér stað milh danskra og ís-
lenskra skóla. Slíkt þyrfti ekki einu sinni
að vera bundið við dönskukennara. Emb-
ættismannaskipti eiga sér stað milli ráðu-
neyta og stofnana á Norðurlöndum, en
brýnt er að efla kennaraskipti.
Stórauka þarf framboð á sjónvarpsefni
á dönsku. Norðurlandaráð hefur ítrekað
tjallað um vandamál tengd höfundarétti
og samþykkt á 50. þinginu áskorun um að
greitt yrði fýrir samstarfi norrænu sjón-
varpsstöðvanna. Norðurlandaráð sam-
þykkti nýlega að veita tvær milljónir dan-
skra króna í að gera sjónvarpsefni um
börn. Þetta fé er bæði ætlað Eystrasalts-
löndunum og Norðurlöndunum.
Veraldarvefurinn býður upp á góða
möguleika til beinna milliliðalausra sam-
skipta milli skóla á Norðurlöndunum.
Menntanetið Oðinn hefur skilað góðum
árangri. Islenskir nemendur eiga óvana-
lega greiðan aðgang að tölvum og eiga að
nýta þennan möguleika betur til að vera í
sambandi á dönsku við jafnaldra sína.
Að síðustu vil ég minna á að íslenska
aldamótakynslóðin náði í gegnum dön-
sku, sem oft var numin með sjálfsnámi, að
kynnast stefnum og straumum á hinum
Norðurlöndum. Það var ekki síst að nor-
rænu bókmenntirnar áttu greiðan aðgang,
án þýðinga, til fróðleiksþyrstrar þjóðar.
Velta má fýrir sér hversu mikil áhrif þessi
aðgangur að þjóðfélagsumfæðum á Norð-
urlöndum hafði á sjálfstæðisbaráttu Islend-
inga. Ymsir lögðu mikið á sig til að öðlast
þennan aðgang að menningarheimi
Norðurlandaþjóðanna. Eg get nefnt sem
dæmi að afi minn notaði sín fýrstu sumar-
vinnulaun, 14 ára gamall, til að kaupa
dansk-íslenska orðabók.
Eg vil færa dönskukennarafélaginu
mínar bestu árnaðaróskir á 30 ára afmæl-
inu og hvetja félagsmenn til dáða í mikil-
vægum störfum í þágu norrænnar menn-
ingar.
Berglind Asgeirsdóttir, framkvœmdastjóri
Norðurlandaráðs.
Möguleikar ís-
lenskra barna og
unglinga verði
efldir til að eiga
bein milliliðalaus
samskipti við
danska jafnaldra.
Dönskukennarar
þurfa að fá aukin
tækifæri til að
dvelja í Dan-
mörku.
7