Málfríður - 15.05.1999, Blaðsíða 4
Lykill Islendinga að norrænu samstarfi — Erindi
flutt í 30 ára afmælishófi Félags dönskukennara
Bcrglind Asgeirsdóttir
Dönskukunn-
átta er grund-
völlurinn eða
lykillinn að
Norðurlöndum
fyrir íslend-
inga.
Islenskar baðstofur voru dimmar vistar-
verur en Ijósmeti tiltölulega dýrt. Hús-
bóndinn réð hvenær kveikt var og hvenær
loginn var slökktur. Hann stjórnaði ljósinu
og um leið hvað var lesið við það og
hvenær. Fólk hafði ekki aðstöðu til lestrar
eitt og sér. Lesið var upphátt af einni bók
fyrir alla heimilismenn og lesefnið valið
með hliðsjón af því að það styrkti þau
samfélagsgildi sem í heiðri skyldu höfð.
Þannig er íslensku samfélagi lýst raunar
fram á síðasta hluta 19. aldar, en hvers
vegna nefni ég þetta hér?
Jú, sá sem ekki hefur vald á öðru
tungumáli en sínu eigin, er öðrum háður
um aðgang að fréttum og menningar-
straumum. Það eru aðrir sem velja ná-
kvæmlega eins og húsbóndinn. Með til-
komu bættrar lýsingar og t. d. lestrarfélaga,
sem bættu aðstöðu Islendinga til að nálgast
bækur og annað lesefni urðu guðsorð og
fornsögur undir í samkeppni við nýtt ver-
aldlegt lesefni. Fólk átti þar með auðveld-
ara með að fylgjast með þjóðmálaumræðu
og straumum og stefnum í bókmenntum.
Frjálslyndari þjóðfélagsviðhorfa tók að
gæta, enda breyttist íslenskt samfélag ört á
þessum tíma frá bændasamfélagi til borgar-
Kfsmenningar. Þar með var grafið undan
húsbóndavaldi og fólk frelsað úr viðjum
þeirrar einokunar á skoðunum og gildis-
mat sem grundvallast hafði á yfirráðum
húsbóndans yfir ljósinu. Þannig kenrst Gísli
Ágúst Gunnlaugsson að orði í grein um
„Ljós, lestur og félagslegt taumhald“.
Kennsla í tungumálum opnar fólki
nýja sýn og nýjan heim. Fólk öðlast milli-
liðalausan aðgang að upplýsingum. Það
verður ekki háð öðrum sem velja og rneta
hvað skuli vera þýtt eða hvað skuli vera
textað. Þess vegna er tungumálakennsla
grundvöllur að því að einstaklingurinn
geti aflað sér þekkingar og kynnst skoðun-
um annarra þjóða.
Hvert er markmiðið nteð dönsku-
kennslu? I mínum huga er það tvíþætt:
Dönskukunnátta er grundvöllurinn
eða lykillinn að Norðurlöndum fyrir Is-
lendinga. Þá kann einhver að spyrja hvort
norska eða sænska gætu ekki líka verið
það. Svarið er já, en af fenginni reynslu, vil
ég benda á að þeir, sem hafa lært dönsku,
eiga tiltölulega mjög auðvelt nteð að til-
einka sér norsku eða sænsku en aftur á
móti Finnar sem hafa lært sænsku eiga
nánast enga möguleika á að læra dönsku
að því loknu.
Hitt markmiðið er að kynnast menn-
ingu dönsku þjóðarinnar og þjóðfélagi.
Við skulum þá minnast þess að þótt Island
sé í miðju Atlantshafi eigum við okkar
menningararf að hluta til með Dönum og
saga landanna er samofin í nokkrar aldir.
Norræna samvinna
Norræn samvinna er að mínum dómi
hornsteinn utanríkisstefnu Islands. Það eru
ótal margir fræði- og embættismenn sem
nota dönsku í formlegu norrænu sam-
starfi.Við skulum hins vegar átta okkur á
því að það eru ekki allir, sem betur fer,
sem tilheyra þessum tveimur hópum.
Stærstur hluti þjóðarinnar er ekki í fram-
haldsnámi erlendis eða tekur þátt í rann-
sóknum eða embættismannasamstarfi.
Þá komum við að þeim tæplega 15 til
20 þúsund sem kjósa að búa og starfa á
Norðurlöndum á hveijum tíma. Það eru
sennilega milli 2500 og 3000 íslendingar
sem á ári hverju flytjast á milli íslands og
Norðurlandanna. Að hluta til er þetta
námsfólk en langstærstur hlutinn fer í at-
vinnuleit eða á vit ævintýranna. Danskan
er lykillinn að því að þetta fólk leggur í
það að búa á hinum Norðurlöndunum.
Hún er sá grunnur sem gerir það að verk-
um að fólk leitar fremur til Norðurland-