Málfríður - 15.05.1999, Blaðsíða 6
... við höfum
valið dönskuna,
ekki bara af
sögulegum
ástæðum heldur
vegna þess að
þetta er erfiðast
og um leið hag-
nýtast af þeim
þremur tungu-
málum, sem not-
uð eru í nor-
rænni samvinnu.
6
Þar kynnti Davíð Oddsson, forsætis-
ráðherra, stefnuna fyrir ráðherrasamstarfið
á árinu 1999. Þar nefndi hann m.a. stöðu
norrænu tungumálanna. Hann benti á að
öll Norðurlandamálin væru notuð af til-
tölulega fámennum hópum ef við hugs-
uðum á heimsmælikvarða. I upplýsinga-
samfélagi nútímans væri nauðsynlega að
slá vörn um hin fámennu málasamfélög.
Vinna þyrfti skipulega að því að varðveita
tungumálin og tryggja að þau lifðu af þá
holskeflu samfélags- og tæknibreytinga er
nú gengju yfir. Norræna samstarfið ætti að
stuðla að því að varðveita tungumálin og
að stuðla að því að þau yrðu notuð
óhindrað í samskiptum miUi fólks og
tölva. Auk þess ætti á skipulagðan hátt að
vinna að því að auka þekkingu og skilning
á tungumálum grannlandanna. Einnig
bæri að nýta tæknina sem verkfæri til að
styrkja norrænu tungumálin.
Það var ánægjulegt fyrir þingmenn
Norðurlandaráðs að fá þessi viðbrögð for-
sætisráðherra við því starfi sem lagt hefur
verið í að efla samstarfið á sviði tungumála.
Fyrir hðlega tveim árum hóf Norður-
landaráð að vinna að nýjum krafti að
menningarmálum, eftir að aht nefndastarf
hafði verið endurskipulagt. Norðurlanda-
nefnd þingsins skipulagði menningarráð-
stefnu í mars 1997 þar sem staða tungumál-
anna var aðalumræðuefni, og sérstaklega var
beint sjónum að tungumáU HtiUa málsvæða.
Lokaskýrsla ráðstefnunnar ber þann mikla
titil „MiUi sjálfsöryggis og öryggisleysis.
Ritgerð um norræna menningarstefnu.“
ÖU Norðurlandamálin flokkast undir
tungumál sem kynnu að vera í hættu. Á
ráðstefnunni var bent á að í dag væru töl-
uð 6000 tungumál í heiminum en þau
yrðu væntanlega aðeins 500 eftir 100 ár.
Af Norðurlandamálunum eru grænlenska,
færeyska og samíska þó í mestri hættu.
Hver er svo beinn árangur af starfi
Norðurlandaráðs á sviði tungumála? Ar-
angurinn er m. a. eftirfarandi:
1. Svíþjóð hefur haft formennsku í ráð-
herrasamstarfinu 1998 og lagt áherslu á
tungumálasamstarfið.
2. Aukið fjármagn á norrænu fjárlögun-
um fer til eflingar tungumála. Norrænu
húsin í Færeyjum og Islandi munu fá
aukið fé og veittir verða fjármunir til
orðabókasamvinnu litlu málsvæðanna.
3. Skýrsla Norðurlandaráðs „Meira en
orð“ varpar nýju ljósi á stöðu tungu-
málanna.
4. Islenski forsætisráðherrann leggur
áherslu á tungumálasamstarfið.
5. Undirbúin verður ný áætlun Norrænu
ráðherranefndarinnar um tungumála-
samvinnu fyrir árin 2000-2003, þar
sem tekið verður tillit til óska Norður-
landaráðs um aðgerðir til að styrkja fá-
mennu málssvæðin.
Innihald dönskukennslunnar
Mikilvægt er að horfast í augu við að við
höfum valið dönskuna, ekki bara af sögu-
legum ástæðum heldur vegna þess að þetta
er erfiðast og um leið hagnýtast af þeim
þremur tungumálum, sem notuð eru í
norrænni samvinnu. Ef við lítum svo á að
dönskukennslan sé lykiUinn, ekki aðeins
að dönsku þjóðfélagi og Danmörku, held-
ur öUum Norðurlöndunum tel ég afar
mikilvægt að það endurspeglist í námsefn-
inu.
Fróðleikur um Norðurlöndin gæti
faUið undir námsefnið. Það er örugglega
mikið efni til á dönsku um öU Norður-
löndin og ekki síst norræna samstarfið.
Það er til afar skemmtilegt tölfræðirit
sem er samanburður á Norðurlöndunum.
Þetta er hægt að sýna nemendum og
kynna þeim Norðurlöndin. Þar sjáum við
nefnilega ótrulegan mun á þjóðunum og
mér hefur reynst það vel tU að vekja áhuga
á norrænu samstarfi. Þar kemur nefnilega
greinilega í ljós hvað er líkt með þjóðun-
um og ekki síður hversu ólík við erum
þessar svoköUuðu frændþjóðir.
Eg get ekki litið svo á að danska sé
lengur kennd af sögulegum ástæðum,
miklu fremur af beinhörðum hagnýtum
ástæðum.Tölurnar um fjölda Islendinga á
Norðurlöndunum tala sínu máh. Gaman
væri ef hægt væri á síðasta ári skyldunáms