Málfríður - 15.05.1999, Blaðsíða 16

Málfríður - 15.05.1999, Blaðsíða 16
Orðaforðahorn Auðar Torfadóttur Auður Toifadóttir Það er alkunna í tungumálanámi að sumt lærist óbeint eða ómeðvitað en annað lærist með því að takast markvisst og meðvitað á við það.Talsverður hluti orða- forðans lærist óbeint og þá einkum sá hluti sem bætist við eftir að nemandi er búinn að læra vissan grunnorðaforða í er- lendu máli. Með því að lesa mikið og hlusta síast orðaforðinn smám saman inn en þetta ferli tekur langan tíma og tryggir engan veginn að orðaforðinn aukist til samræmis við lesmagnið. Ef til vill hata kennarar haft tilhneigingu til að treysta um of á óbeint orðaforðnám nemenda sinna. Það er vitaskuld mikilvægur hluti námsins en það þarf meira til. Sérfræðingar hafa bent á mikilvægi þess að læra orðaforða á meðvitaðan hátt. Fyrsta skrefið er að taka eftir orðinu, veita því athygli. Athygli nemanda getur beinst að orði, t.d. vegna þess að: Sérfræðingar hafa bent á mikilvægi þess að læra orða- forða á með- vitaðan hátt. hann hefur séð það áður, hann telur það skipta máli, það er óvenjulegt útlits, hann tengir það einhverju öðru, það er hluti af verkefni sem þarf að leysa, kennarinn vekur athygli á því. Næsta skref er að velta orðinu fyrir sér og pæla í því til þess að öðlast tilfmningu fýrir byggingu þess og hlutverki. Þetta getur t.d. falist í því að: skoða hvernig það lítur út, skoða hvernig það er samsett, athuga merkingu, athuga tengsl við önnur orð, athuga hvaða orð standa með því (collocations). Það gæti verið áhugavert að velta fyrir sér orði eins og t. d.fisticnff og finna önn- ur orð í ensku sem eru merkingarlega skyld. Af hverju er jarðýta kölluð bulldozer 16 á ensku? Hvernig er hægt að nota for- skeyti, stofna og viðskeyti til að mynda ný orð? Hér má nefna sem dæmi: exclude, exclusion, exclusive, incíude, inclusion, inclus- ive. Hvernig má beina athyglinni að merk- ingu forskeyta eins og t.d. í orðunum col- lect, connect, compose, correspond? Fólk virðist hafa tilhneigingu til að tengja orð saman í merkingarbærar heild- ir og oft hafa orð persónulega skírskotun. Þetta þarf að virkja í kennslu með því t. d. að láta nemendur fá tiltekið orð og skrifa niður eins mörg orð og þeir muna sem tengjast því og jafnframt reyna að gera sér grein fyrir hvers vegna umrædd orð urðu fyrir valinu. Þá mætti taka fyrir samstæð- ur (collocations) sem sýna okkur ljóslega að orð velja sér félagsskap eftir ákveðnum leiðum sem ekki verða negldar niður sam- kvæmt reglum. Hvaða orð standa gjarnan með sögninni makel Þá koma vafalaust upp dæmi eins og make a deal, make peace, make love, make a mistake, make a living. Einnig má taka nafnorðið book sem dæmi. Hvað er hægt að segja um bækur? Interest- ing, boring, illustrated, dull, amusing, stimulat- ing o. s. frv. Hvað er hægt að gera við bæk- ur? Read, publish, ban, revieiv, print, issue, bor- row o. s. frv. Þannig mætti beina athygli nemenda að ýmsum eiginleikum orða og í hvers konar félagsskap þau standa. Það er mikil- vægt að kennarinn komi þessu ferli af stað og venji nemendur á að staldra við og sökkva sér niður í orðaforðann og gera sínar eigin athuganir. Ekkert nám er fyrir- hafnarlaust og enginn lærir fyrir annan. Það er þekkt fýrirbæri að á vissu stigi í tungumálanámi hættir einhverjum hópi nemenda til að staðna. Oft eru þetta nem- endur með góða lágmarkskunnáttu. Þeir fleyta sér áfram á henni, bjarga sér fýrir horn og sjá ekki tilgang í því að leggja meira á sig. Þeir fá jafnvel uppgefnar glós- ur með námsefninu eða jafnvel bækur þar sem búið er að skrifa merkingar orða inn

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.