Málfríður - 15.09.2002, Page 8
Starfsemi kennsluráðgjafa í Norræna húsinu
Kristín Jóhannesdóttir.
Arnbjörg Eiðsdóttir.
8
Kristín Jóhannesdóttir gegnir nú
fullu starfi kennsluráðgjafa í Norræna
húsinu ásamt Arnbjörgu Eiðsdóttur,
sem gegnir þar hálfu starfi. Báðar
hafa þær starfað sem grunnskóla-
kennarar í Ölduselsskóla í mörg ár
auk þess að hafa samið námsefni í
dönsku á vegum Námsgagnastofnun-
ar. Þær voru á dögunum teknar tali
um starfsemi kennsluráðgjafans í
Norræna húsinu.
Hvert er hlutverk kennsluráðgjafa í
Norræna húsinu?
Starf kennsluráðgjafans í Norræna húsinu
heyrir undir forstjóra Norræna hússins, en
ráðgjafanefnd Norrænu ráðherranefndar-
innar ber ábyrgð á starfslýsingu ráðgjafans
og innihaldi starfsins. Hlutverk kennslu-
ráðgjafa er einkum að styrkja stöðu nor-
rænna tungumála á Islandi, miðla upplýs-
ingum um íslenska tungu og menningu til
hinna Norðurlandanna og upplýsingum
um tungumál og menningu Norðurlanda
til Islands. Einnig er hlutverk kennsluráð-
gjafa að standa fyrir og leggja drög að
námskeiðum, fyrirlestrum og ráðstefhum
sem varða norræn tungumál, norræna
tungumálakennslu og norræna samvinnu
og hafa frumkvæði að og vinna að verk-
efnum sem nýtast við kennslu í norrænum
tungumálum.
Hvaða verkefni eru helst á döfinni?
Eitt af því sem tilheyrir starfi kennsluráð-
gjafa er að taka á móti íslenskum og er-
lendum nemendahópum á öllum aldri og
veita fræðslu um Norðurlöndin, norræn
tungumál og norrænt samstarf. A sl. ári
höfum við verið að semja nýtt kynningar-
námsefni og bjóðum nú upp á átta mis-
munandi kynningar. Nemendur í 3. og 4.
bekk fá kynningu á Norræna húsinu og
vinna verkefnahefti þar sem þau fræðast
um Norðurlöndin, fana Norðurlandanna
og norrænu tungumálin í gegnum leiki og
þrautir.
Nemendum 5. bekkjar er boðið að
koma og vinna verkefni í tengslum við
Verkefnablað ætlað nemendum 3. og 4. bekkja.
norrænar barnabókmenntir en nemendur
6. og 7. bekkja fá ffæðslu um Norðurlönd
og norræna samvinnu. Þess má geta að
einmitt í 6. bekk og 7. bekk eru nemend-
ur að vinna með Norðurlönd í samfélags-
fræði og er þeirri fræðslu sem við veitum
hér ædað að styðja við þá umfjöllun.
Nemendum 8. bekkjar er boðið að koma
hingað og sjá myndbandið „Á sama báti“
en það var framleitt í tilefni af 50 ára af-
mæli Norðurlandaráðs og fjallar um hóp
norrænna ungmenna sem fóru í sigHngu á
víkingaskipi. Að lokinni sýningu myndar-
Norræn dagblöð: Frá heimsókn nemenda í Ar-
bœjarskóla.