Málfríður - 15.09.2002, Blaðsíða 11

Málfríður - 15.09.2002, Blaðsíða 11
Tungumál á tímamótum; staða frönskunnar um aldamótin 2000 Formáli Um mánaðamótin júní-júlí síðastliðinn stóðu samtök finnskra tungumálakennara (SUKOL) fyrir málþingi í Tallinn um tungumálamöppur (Portfolio), viðmið Evrópuráðsins í tungumálakennslu og mati (European Comrnon framework of Reference), upplýsingatækni í tungu- málakennslu og fleiru sem lýtur að tungu- málanámi og -kennslu í dag. Samstarfsað- ilar voru aðildarsamtök Nordic-Baltic Region (NBR) of Foreign Language Teachers, sem STIL, samtök tungumála- kennara á Islandi, eru aðilar að. Að þessu sinni varð Tallinn fýrir valinu til þess að efla umræðu um þessi mál í Eystrasaltslönd- unum og styðja um leið við starfsemi hinna ungu samtaka tungumálakennara í þeim löndum. Aðalfyrirlesarar voru Rolf Schárer frá Evrópuráðinu sem fjallaði um viðmið Evrópuráðsins ogViljo Kohonen, prófessor frá Finnlandi sem fjallaði um tungumálamöppur. Erindi þeirra voru afar áhugaverð en þeir lögðu báðir áher- slu á að fara verði varlega af stað í byrjun. Vinna við tungumálamöppur getur orðið talsverð fyrir kennara og því ráðlegt að taka eitt skref í einu. Að baki hugmynd- inni um Portfolio er skýrsla Evrópuráðs- ins um viðmið og mat í tungumála- kennslu og er þetta því leið til að sam- ræma bæði mat og kennslu í tungumálum í Evrópu. Miðað er að því að Portfolio hafi samskonar gildi hvarvetna í Evrópu og að slíkar möppur nýtist einnig sem eins konar tungumálavegabréf. Frá Islandi sátu málþingið Ida Semey, spænskukennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð, Guðrún H. Tulinius, formaður STÍL og Eyjólfur M. Sigurðsson frá Tungumálamiðstöð HI sem flutti erindi um notkun upplýsinga- tækni. Samtímis málþinginu sátu formenn og aðrir fulltrúar samtakanna fundi þar sem einkum var rædd staða tungumálakennslu á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndun- um. Kom þar í ljós að staða frönskunnar virðist fara versnandi á öllum Norður- löndunum m.a. vegna stöðugt vaxandi vinsælda spænskunnar. Enn eru nemend- ur nokkuð margir í þýsku í Eistlandi, Lettlandi og Litháen, en frönskunemum fer einnig fækkandi þar. Enn sem komið er eru spænskunemendur fremur fáir í þeim löndum. I Svíþjóð er staðan sú að enskan er vinsælust og varla boðið upp á kennslu í öðrum tungumálum, enda geta nemendur komist hjá því. Þessi umræða um stöðu frönskunnar var kveikjan að þeirri grein sem hér birtist. Hún miðar að því að kanna stöðu ffönsk- unnar, bæði hér á Islandi og annars staðar í heiminum. Hún er skrifuð að beiðni frönskukennara í Háskólanum í Talhnn og verður birt á frönsku í alþjóðlegu tímariti sem ætlað er frönskukennurum. Tungumál á tímamótum; staða frönskunnar um aldamótin 2000 „Si la langue fran^oise n’est pas encore la langue de tous les peuples du monde, il me semble qu’elle mérite de l’étre4*1 Þessi fullyrðing er táknræn fýrir þær hugmyndir sem Frakkar gerðu sér um tungumál sitt á 18. öld. I upphafi 21. aldar er franskan þó langt frá því að vera „mál allra þjóða“ og ýmislegt virðist jafnvel benda til að staða frönskunnar fari ffekar versnandi. En hver er staðan í raun og veru? Hér verður saga ffönskunnar og út- breiðslu hennar rakin í stuttu máli og reynt að gera grein fyrir hlutverki þessa tungu- máls í dag. I því samhengi munum við svo rýna í stöðu ffönskukennslu á Islandi. í upphafi var orðið ... Arið 842 skrifuðu afkomendur Karla- magnúsar undir svokallaðan „Strass- borgareið" sem var í raun samkomulag um 1 Dominique Bouhours : «Entretiens d’Ariste et d’Eugéne», 1721 tilvitnun í Meschonnic, Henri 1997. Eyjólfur Már Sigurðsson. Guðrán H. Tulinius. 11

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.