Málfríður - 15.09.2002, Qupperneq 15
tilheyrir fjölbreyttri menningu sem stend-
ur á traustum grunni, eins og rakið var hér
að framan. Frönskunám er góður grunnur
að námi í öðrum rómönskum tungumál-
um. Franskan er tungumál hsta og lífsástar.
Hún er fagmál matreiðslumeistara, póst-
þjónustunnar og hún er nauðsynleg þeim
er vilja starfa fyrir alþjóðastofnanir. Allt
nám er þroskaferli og með ástundun og
aukinni þekkingu finna nemendur fram-
farir og læra að takast á við krefjandi verk-
efni. Það gerist einmitt þegar nýtt tungu-
mál er lært hvort sem það nefnist franska,
þýska eða spænska.
Það er einnig umhugsunarefni að á
meðal nemenda sem velja frönsku eru
stúlkur í miklum meirihluta. Hvað veldur
því er ekki auðvelt að sjá, en leita má skýr-
inga í því að tungumálin eru almennt tal-
in vera „stelpufög", og sagt sem svo að
stelpur séu duglegar að læra tungumál og
lélegar í stærðfræði og að strákar geti ekki
lært tungumál, en geti lært stærðfræði.
Slíkum goðsögnum verðum við að eyða.
Leið til þess gæti verið að skoða betur
námsefni tungumálanna almennt. Er eitt-
hvað þar sem hvorki dregur stráka að
náminu, né vekur hjá þeim áhuga? Þetta
er verðugt rannsóknarefni fyrir kennslu-
og félagsfræðinga.
Mikilvægt í þessari umræðu um stöðu-
ga fjölgun nemenda í einu tungumáli um-
fram önnur er að kennarar leggist á eitt
um að efla kennslu í tungumálum al-
mennt. Ráð til þess gæti verið að hefja
tungumálakennslu fyrr í skólum landsins.
Það eru gömul sannindi að börn eru sér-
staklega móttækileg fýrir erlendum
tungumálum, en hér á landi hefst tungu-
málakennsla því miður of seint. Það er
ekki óalgegnt í nágrannalöndum okkar að
nemendur byrji 7 ára að læra sitt fyrsta er-
lenda tungumál (t.d í Finnlandi og Eystra-
saltslöndunum). Byija mætti að kenna 7
ára nemendum sitt fyrsta erlenda tungu-
mál og síðan bæta við öðru tungumáli
tveimur til þremur árum síðar og í ung-
lingadeildum væri síðan sjálfsagt að bjóða
upp á kennslu í frönsku, spænsku og
þýsku. Sýnist höfundum þessarar greinar að
það gæti verið vænlegur kostur ef stytta á
framhaldsskólanám um eitt ár, en umræð-
ur hafa verið um slíkt undanfarið. Slík til-
högun gæfi nemendum kost á að afla sér
nokkuð góðrar þekkingar í a.m.k. þremur
erlendum tungumálum áður en í
framhaldsskóla er komið. Þetta kallar að
sjálfsögðu á breytta menntun grunnskóla-
kennara sem þyrftu að geta lagt stund á
þessi tungumál í kennaranámi sínu, og að
framhaldsskólakennarar tileinki sér kennslu
í tungumálum fyrir yngri nemendur.
Einnig væri eðlilegt að gera erlend tungu-
mál að skyldugrein á háskólastigi eins og
víða tíðkast í Evrópu. Þannig gætu há-
skólanemar haldið tungumálakunnáttu
sinni við og/eða spreytt sig á nýju tungu-
máh. A mörgum sviðum í háskólanámi
eru flestar kennslubækur á erlendum
tungumálum og því er eðlilegt að nem-
endur fái þjálfun í þeim. Eins væri slíkt
tungumálanám nauðsynlegur undirbún-
ingur fyrir framhaldsnám erlendis. Háskóli
Islands hefur raunar brugðist við þessari
þörf með því að bjóða upp á sjálfsnám í
tungumálum og byrj endanámskeið í ítöl-
sku, frönsku og spænsku.
Að lokum ...
Niðurstaða þessarar greinar okkar er því
sú að til þess að efla veg frönskunnar í ís-
lenska skólakerfinu verði að begast fyrir
aukinni tungumálakennslu almennt. Það
þarf að mennta þýsku-, spænsku- og
frönskukennara fyrir grunnskólana, fjölga
tímum, byija fyrr og auka tungumála-
kennslu á háskólastigi.Til þess að franskan
öðhst þann sess sem hún verðskuldar í
fjölbreyttri flóru tungumála er nauðsyn-
legt að auka það rýnú sem tungumálin
hafa í skólakerfinu og leggja áherslu á
mikilvægi tungumálakunnáttu almennt.
Eyjólfur Már Sigurðsson, Tungumálamiðstöð HÍ
Guðrán H. Tulinius, Menntaskólanum við Hamrahlíð
Heimildir:
„L’Atlas géopolitique et culturel du Petit Robert
des noms propres", Dictionnaires Le Robert
1999.
Calvet, Louis-Jean: „La guerre des langues et les
politiques linguistiques”, Hachette Littératures
1999.
De Robillard, Didier: „Histoire de la diffusion du
fran^ais dans les pays non-francophones, faits
et éclairages” in: Gérarld Antoine et Bernard
Cerquiglini (dir): „Histoire de la langue
fran^aise 1945-2000” CNRS éditions 2000.
Byqa mætti að
kenna 7 ára
nemendum sitt
fyrsta erlenda
tungumál og
síðan bæta við
öðru tungumáli
tveimur til
þremur árum
síðar
15