Málfríður - 15.09.2002, Blaðsíða 18

Málfríður - 15.09.2002, Blaðsíða 18
Greinarhöfundar á góðri stundu í Cambridge. Standandi Þórhildur. Sitjandi Þórey, Eva og Katrínfrá Þýskalandi. allt á tungumálið. Fótboltamenningu bar einnig á góma. Þegar knattspyrna er ann- ars vegar er breska heimsveldið ekki sam- einað. I heimsmeistarakeppnum falla Irar og Skotar oft íljótt út, og einn fyrirlesar- inn tjáði okkur að það tíðkaðist í Skotlandi að flagga fyrir andstæðingi Eng- lendinga í hvert sinn sem þeir keppa. Honum var reyndar ekki um allt þetta til- stand gefið og forðaði sér út á eina minnstu Hebrides-eyjuna daginn sem Englendingar kepptu á móti Brasilíu- mönnum í sumar. Þar kom hann í skóla þar sem nemendurnir voru aðeins 14, og viti menn - lítill brasilískur fáni var festur við skólagirðinguna. Gaman var að rifja upp þá sögu þegar Skotarnir voru í heim- sókn um daginn. Nokkrir fyrirlesarar fræddu okkur um mál eins og mennta- kerfið. Það tekur örum breytingum en ekki samfelldum, þar sem hver mennta- málaráðherra er sagður vilja reisa sér minnismerki. Sjálfstæður fjárhagur skóla er dæmi um kunnugleg hugtök úr um- ræðunni hér að heiman, en einnig hefur borið á þeirri stefnu að borga skólum ekki beint fyrir hvern nemanda, heldur veita fénu til foreldra barnanna og leyfa þeim að ráða hvaða skóla barnið fer í. Eins bar oft á góma hvernig Bretar hta á stöðu sína í heiminum í dag - en þar virðast þeir eiga í einhvers konar viðvarandi sálar- kreppu eins og áður er vikið að. Bretar halda fast í pundið og Evrópumálin eru viðkvæmur málaflokkur. Sumir hafa áhyggjur af að vera taglhnýtingar Banda- ríkjamanna en aðrir lofa hið sérstaka sam- band sem á að vera milli Breta og stór- veldisins í vestri. Aðstoðarkennari á nám- skeiðinu var ung kona sem var einkar lag- in við að kynna efni á skemmtilegan hátt. Hún byrjaði t.d. oft tíma þannig að setja upp hálfa málshætti á veggi stofunnar og nemendur fengu límmiða með því sem vantaði til að fullkomna þá. Hún játaði fyrir okkur að vera háð sápuóperunni „Coronation Street“, og að heyra athuga- semdir eins og „get a life!“ vegna þess arna. Hún kynnti svo hvernig hægt væri að nota slíkt efni í kennslu. Þess má geta til gamans að hún sagði okkur að þegar bókin „Bridget Joness Diary“ kom út hefði henni og vinkonum hennar fundist að verið væri að skrifa um þær! Sú bók fellur undir „chick lit“ skilgreininguna, eins og kunnugt er. Sumum þátttakendum fannst námskeiðið ekki nógu vel skipu- lagt, eða ekki nóg um praktíska aðferða- fræði. Þeim féll ekki umræðustílhnn sem var ráðandi. Ef til vih réði þar nokkru um að annar kennarahópur var á námskeiðinu „Creativity in the Classroom“ á sama tíma og fréttist af almennri ánægju þeirra. En við stöllurnar höfum sótt mörg að- ferðafræðinámskeið og kunnum vel að meta að fá nýja innsýn í hugarheim Breta, sem eru enn í uppáhaldi hjá okkur þrátt fyrir að þeir dragi úr eigin ágæti í ræðu og riti. Þar mynda þeir skemmtilegt mótvægi við Bandaríkjamenn, sem eru nemendum okkar svo rík fyrirmynd á fjölrmðlaöld. Eva Hallvarðsdóttir, Menntaskólanum við Hamrahlíð, Þórey Einarsdóttir, Menntaskólanum við Hamrahlíð og Þórhildur Lárusdóttir, Kvennaskólanum í Reykjavík. 18

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.