Málfríður - 15.09.2002, Blaðsíða 20

Málfríður - 15.09.2002, Blaðsíða 20
Öllum bar þeim saman um að kunnátta í tungumálum hefði beint stuðlað að vel- gengni þeirra á vinnumarkaði og ráðið því að þau hefðu fengið að takast á við krefjandi og ögrandi verkefni á nýjum vinnu- stöðum. 20 Hjálmars má ráða af rannsókninni, að ald- ur sé sú breyta sem mestu máli skiptir í sambandi viðhorf til tungumála. Rann- sóknin sýnir að á Islandi er tiltölulega einsleitt málsamfélag, sbr. það að 98,4% aðspurðra svöruðu að móðurmál þeirra væri íslenska. Könnunin sýnir, að lang flestir eða 96,4% aðspurðra telja ensku vera það erlenda mál, sem mikilvægast sé að hafa á valdi sínu og könnunin sýnir einnig, að enska er það mál sem flestir að- spurðra telja sig kunna best, sbr. það að næstum allir í yngsta hópnum telja sig kunna ensku vel. Könnunin sýnir einnig að ungu fólki finnst mikilvægara að kunna spænsku en þeim sem eldri eru. I því sam- bandi benti Hjálmar á, að rík ástæða sé til að ætla að Islendingar ofineti enskukunn- áttu sína. Þeir hafi á takteinum algenga firasa og samræmdan framburð, en þá vanti sértæk hugtök og margir geti ekki tekið þátt í umræðum um flókin málefni. Hjálmar lýsti yfir áhyggjum sínum vegna lítils metnaðar í afþreyingariðnaðinum og að bráð nauðsyn væri fyrir því að Is- lendingum stæðu t.d. til boða betri bíó- hús. Menn „þyrstir í tón tungnanna.Tón- inn harðan og mjúkan“, sagði Hjálmar. Viðhorf stjórnenda fyrirtækja til tungumála og tungumálakunn- áttu Þau Frosti Bergsson, Anna Gunnhildur Sverrisdóttir og Erlendur Hjaltason voru ekki öll sammála um gildi tungumála fyr- ir stjórnendur fyrirtækja. Frosti benti á mikilvægi þess, að Island yrði samkeppn- ishæft á hnattrænum markaði. Auka þyrfti samkeppnisfærni með því að gera Islend- inga að tvítyngdri þjóð, sem talaði bæði íslensku og ensku. A sama tíma voru þau Anna og Erlendur sammála um að marg- tyngd þjóð væri heillavænlegri til að ná árangri í alþjóðlegri samvinnu og á sam- eiginlegum mörkuðum. Anna gerði að umtalsefhi að með tungumáfinu öðluðust menn menningartengda þekkingu og inn- sæi sem væri lykill að farsælu samstarfi og uppbyggilegri nálægð við fólk af öðru þjóðerni m.a. þá ótalmörgu sem sækja Is- land heim ár hvert. Erlendur benti á að samstarf fyrirtækja fæhst ekki eingöngu í gerð samninga og umræðum um stað- reyndir, heldur miklu fremur í mannleg- um samskiptum sem byggðust á gagn- kvæmum skilningi og næmni fyrir menn- ingarmun. Tungumálaþekking og menn- ingarlæsi væru lyklar að betri árangri. Ungt fólk með tungumálakunn- áttu í farteskinu Þau Katrín Þórðardóttir, Björgvin Þór Björgvinsson og Sigríður Andersen voru öllu samstígari í erindum sínum. Öflum bar þeim saman um að kunnátta í tungu- málum hefði beint stuðlað að velgengni þeirra á vinnumarkaði og ráðið því að þau hefðu fengið að takast á við krefjandi og ögrandi verkefni á nýjum vinnustöðum. Sigríður starfar sem lögfræðingur hjá Verslunarráði Islands en samhliða laga- námi lagði hún stund á B.A.-nám í spæn- sku. Hjá Verslunarráði er starfrækt spæn- skt-íslenskt verslunarráð (vettvangur Spánvega sem vilja komast í viðskipti á Is- landi og öfugt) og hefur hún umsjón með starfssemi þess. Sigríður benti á, að það væri útbreidd skoðun á íslandi, að enskan ein nægði í viðskiptum. Sú væri alls ekki raunin, hvort heldur sem Htið væri til Danmerkur, Svíþjóðar, Frakklands, Spánar eða Þýskalands. Sigríður lagði áherslu á, að reynsla hennar hjá Verslunarráðinu sýndi svo ekki væri um villst, að enska dugir ekki ein og sér sem viðskiptatungumál. Björgvin fjaflaði um nám sitt í þýsku og þá miklu þýðingu sem þýskukunnáttan hafi haft fýrir nám hans og störf. Að mati Björgvins getur góð þýskukunnátta skipt sköpum fyrir árangur í viðskiptum í Þýskalandi og að Þýskaland sé m.a. mikil- vægur markaður fyrir íslenskar sjávaraf- urðir og þess vegna eru miklir hagsmunir í húfi fyrir þjóðfélagið. Katrín sagði ffá því að hún hóf störf í nýstofnuðu Sendiráði Kanada á Islandi á s.l. ári og þar hefur hún kynnst fjölþjóðlegu umhverfi og fengið innsýn í alþjóðatengsl t.d. hvað snertir menntun, viðskipti, menningu, stjórnsýslu og stjórnmálasamband landanna. I starfinu notar hún einkum íslensku, ensku og fiönsku, en danskan hefur einnig komið að góðu gagni. I því sambandi bendir hún á mikilvægi Tungumálamiðstöðvar Há- skóla Islands, sem gerði henni fært að bæta við sig námskeiðum í tungumálum. Að

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.