Málfríður - 15.09.2002, Síða 21

Málfríður - 15.09.2002, Síða 21
mati Katrínar er tölvutæknin spennandi kostur til tungumálanáms og kennsluað- ferðir Tungumálamiðstöðvarinnar eru fjölbreyttar og árangursríkar. Kostir og gallar námskráa í er- lendum tungumálum Fjórir tungumálakennarar úr framhalds- skólum héldu erindi um kosti og galla Að- alnámskrár frá 1999. Fyrstur tók til máls Guðmundur Flelgason, enskukennari í Langholtsskóla. Hann gerði að umfjöllun- arefni að markmiðum í kennslu talaðs máls í ensku væri erfitt að ná og tók sem dæmi úr gildandi námskrá ákvæði um:“Að nemandi geti tjáð sig lipurlega á mæltu máli um málefni sem eru honum kunnugleg“. Guðmundur taldi ýmislegt hamla því að ná mætti umræddu mark- miði aðallega þó að þar sem ekki væri prófað í talmáli á samræmdum prófum, fengi talmál minna vægi í kennslu og minni áherslu en aðrir þættir tungumáls- ins. I öðru lagi taldi Guðmundur að kennsla tungumála væri enn mjög hefð- bundin og hefðbundnar kennsluaðferðir letji frekar en hvetji notkun talmáls. Hann taldi ekki nægilegar forsendur fyrir kennslu talmáls og því erfitt að ná þeim markmiðum sem námskráin segði til um. Þá tók til máls Valgerður Bragadóttir, þýskukennari við Menntaskólann við Hamrahlíð. Hún fagnaði sérstaklega meiri tjáskiptanálgun, aukinni áherslu á alla færniþætti, fjölbreyttari kennsluaðferðum og skýrri en almennari markmiðasetningu ásamt tilmælum um hugsanlegar leiðir til að ná markmiðum. Valgerður taldi nám- skrána að flestu leyti mjög aðgengilega. Tilgangurinn væri að auðvelda kennurum starfið og stuðla að samræmingu. Helstu gallana taldi Valgerður vera að markmiðs- setning væri gjarnan of ítarleg og sama mætti segja um lýsingu á efnisatriðum (nákvæm upptalning). Að síðustu taldiVal- gerður mjög miður að einingum þriðja og fjórða máls í kjarna hefur fækkað í nýrri námskrá. Brynhildur Anna Ragnarsdóttir, kennsluráðgjafi á Fræðslumiðstöð Reykja- víkur sagði að námskrá skilgreindi námið sem samfellu frá upphafi náms til sam- ræmdra prófa og/eða stúdentsprófs. Bryn- Hólmfríður stýrði umræðum. hildur taldi þó að námskráin næði ekki til þarfa allrar nemendaflórunnar þar sem vaxandi fjöldi nemenda væri jafnvígur á tvö tungumál eða fleiri. Brynhildur spurði hvað ætti að að gera við nemendur sem koma með þekkingu á tungumálum. Hún taldi farsælt að nota kerfi sem notað er í tónlistarnámi sem skipt væri í grunnstig (1.-3. stig), miðstig (4.-5. stig), framhalds- próf (6.-7. stig). Hún taldi að fiðlunám og tungumálanám væri ekki ólíkt og nota mætti sömu forsendur í báðum. I tónlist- arnámi væri krafist skuldbindinga sem fælu í sér skýrt afmarkaða áfanga, skýrar kröfur, samábyrgð kennara og nemenda, ljósa verkefnaskiptingu þar sem fyrir lægi hvaða markmiðum væri stefnt að og ljóst væri á hvaða forsendum námsmat byggð- ist. Margrét Helga Hjartardóttir, frönsku- kennari í Kvennaskólanum í Reykjavík fjallaði um kosti og galla námskrár í frön- sku. Hún sagði að frönskukennarar hefðu beðið eftir nýrri námskrá með óþreyju sem nýju og fersku innleggi í tungumála- kennslu. Helstu kosti námskrárinnar taldi Margrét Helga vera: gagnlegur inn- gangskafli, skýrari hugmyndafræði, fróð- legur formáli og nokkuð ítarleg mark- miðasetning. Hún taldi að námskráin væri hæfilega opin og aðgengileg þó hún gengi Hún taldi að fiðlunám og tungumálanám væri ekki ólíkt og nota mætti sömu forsendur í báðum. 21

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.