Málfríður - 15.09.2002, Page 22

Málfríður - 15.09.2002, Page 22
Áberandi var að þingheimur var sammála um mikilvægi margtyngds samfélags á ís- landi þar sem fjölbreytt fram- boð tungumála- náms væri grundvöllur far- sældar í náinni framtíð. styttra og væri knappari en námskrá í þýsku og spænsku. Helstu galla taldi Mar- grét vera uppsetningu og ytri ramma námskrárinnar — áfangaheiti í neðstu áfbngum væru stundum villandi. Þá taldi hún að það að gert væri ráð fyrir þriggja eininga áfongum væri ekki í samræmi við hefðir allra skóla svo sem bekkjaskóla sem sumir væru með tveggja eininga áfanga. Margrét lauk máh sínu með því að lýsa yfir áhyggjum yfir að einingum í kjarna á málbraut í þriðja og fjórða máh hefði ver- ið fækkað og kvaðst uggandi um framtíð tungumálakennslu — sérstaklega ef fram- haldsskólinn yrði styttur kæmi það niður á tungumálanámi. Að loknu kafhhléi stýrði Hólmfríður Garðarsdóttir, formaður STIL umræðum. Hún gerði að umtalsefni að tungumála- kennsla væri tæki til aukinna samskipta og samvinnu í margtyngdri og margmenn- ingarlegri verbld samtímans og að skil- greind markmið tungumálanáms á Islandi væru tungumálanám frá unga aldri, sjálfs- ábyrgð í námi, fjarnám og tæknivæðing auk efhngar margmæhs eða fjöltyngis. Eft- ir að hafa dregið saman efnisinnihald fýr- irlestra dagsins gaf hún síðan orðið laust. Fjörugar umræður spunnust þar sem sitt sýndist hvequm. Áberandi var að þing- heimur var sammála um mikilvægi marg- tyngds samfélags á Islandi þar sem fjöl- breytt framboð tungumálanáms væri grundvöhur farsældar í náinni framtíð. Vakin var athygli á því að vegna vaxandi vinsælda spænskunnar að undanförnu hafi franska og þýska átt erfiðara uppdráttar. Einn fundargesta var uggandi yfir þessari þróun og benti á ábyrgð foreldra á að hafa áhrif á börn sín varðandi val á tungumála- námi. Aðrir bentu á að sífehdar sveiflur væru í vinsældum tungumála og spilaði þar margt saman. Rétt væri að nýta áhuga fólks á hvaða tungumáli sem væri til að mála menningarhf á Islandi með fleiri og bjartari litum. I lokin voru aðstandendum ráðstefn- unnar og þá sérstaklega frúVigdísi Finn- bogadóttur sem sat aha dagskrána, Menntamálaráðuneytinu og þeim dr. Auði Hauksdóttur og Guðnýju Guðlaugsdóttur frá StofnunVigdísar Finnbogadóttur færð- ar sérstakar þakkir fyrir hversu glæshega tókst th með skipulag á þessum öðrum tungumáladegi í Evrópu. Byggt á samantekt frá Stofhun Vigdísar Finnbogadóttur 22

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.