Málfríður - 15.09.2002, Side 23
Tabula — Netblað
Tabula er netblað nemenda sem er hann-
að með það fyrir augum að skapa vettvang
fyrir ritunarverkefni nemenda í tungu-
málum. I Tabula má finna ýmsar greinar
um Reykjavík, um Island svo og viðtöl.
Við kennararnir í spænskudeildinni
hleyptum verkefninu af stokkunum en
við vonum hins vegar að greinar á öðrum
tungumálum bætist við síðar.
Hver þekkir ekki verkefnin í byrjunar-
áfanga tungumála þar sem nemendur eru
látnir lýsa landinu sínu eða segja frá
áhugamálum sínum og hvað þeir gera sér
til gamans þegar ekki er verið að læra eða
vinna. Efnið getur verið afar aviðkvæmt
og stundum finnst nemendum leiðinlegt
að tala um sig eða fjölskylduna sína. Okk-
ur finnst kannski tilvalið að láta nemend-
ur segja frá sér og sínum en spurningin er
hvort þeim finnist það nokkuð gagnlegt.
Síðan er það spurning hvort nemend-
ur læri nokkuð af því að skrifa eitthvað
um sig sem fer síðan aftur ofan í tösku og
verkefnið liggur þar það sem eftir er ann-
arinnar. Hvernig getum við verið viss um
að nemendur læri af því sem þeir eru að
fást við í svona ritunarverkefni? Og
hvernig getum við hvatt þau til að leggja
sig fram við það sem þau eru að gera?
Mér hefur alltaf fundust erfitt að vinna
með ritun þar sem ferlið sem slíkt getur
verið eingöngu að setja nemendum fýrir,
innheimta verkefni og síðan leiðrétta og
skila til baka. Eg tel nauðsynlegt að hafa
víðtækari markmið og hagnýta krafta
nemenda til sköpunar á verki sem vex og
dafnar yfir lengri tíma.
Að skrifa er ferh undir leiðsögn og
þess vegna tók ég upp á því að gefa nem-
endunum mínum kost á að leiðrétta sjálf-
ir verkefnin sín. Eg skilaði verkefnum með
athugasemdum og þeir skiluðu síðan
verkefnunum aftur til baka.
I fýrrahaust hófst fartölvuvæðing í
mínum skóla og allt í einu vorum við far-
in að vinna með tölvur í tungumálum. I
kennslunni fórum við m.a. að nota tölv-
urnar til að leita upplýsinga, fræðast um
menningu annarra landa, lesa texta, leysa
þrautir, gera vefleiðangra ásamt því að æfa
og þjálfa ritun. Þarna sá ég mér leik á
borði að gera ritunarverkefni nemend-
anna að alvöru verkefni sem gæti hvatt þá
til að skrifa góð verkefni að eigin vali sem
þeir og aðrir gætu notið.
Mikilvægt var þó að ákveða að leggja
verkefnið þannig fyrir að nemendur gætu
sjálfir valið sér viðfangsefni innan ákveð-
ins ramma. Hugmynd mín var auðvitað sú
að þá myndu þeir verða áhugasamari um
að leita sér upplýsinga og skrifa góðan
texta. Þegar þeir eiga von á fleiri lesend-
um heldur en bara kennaranum er líklegt
að þeir leggi meira í verkið.
I stað þess að hver nemandi skrifaði
bara fyrir sig og kennarann ákváðum við
að búa til netblað sem fékk nafnið Tabula.
I upphafi væri blaðið tómt en myndi síð-
an fýllast af fróðleiksmolum og greinum
um ísland. Nemendur í SPÆ203,
SPÆ303 og SPÆ403 fengu að taka þátt í
verkefninu.
Fyrsta skrefið var að velja viðfangsefni
og til þess fylltum við töfluna með hug-
myndum og síðan fengu nemendur að
velja sér efni eftir eigin áhugasviði. Eftir
það var þeim skipt niður í litla hópa, pör
eða þeim leyft að vinna einum.
Þeir fengu ákveðinn tíma í töflu til að
skrifa greinar en áttu síðan að skila þeim
sem einu af tveimur ritunarverkefnum í
áfanganum. Textunum var síðan skilað á
rafrænu formi til að setja á vefsíðu Tabula.
Kennarinn hjálpaði nemendum að afla
upplýsinga, vinna með einfaldan texta og
efni. Eftir að textinn var tilbúinn fór
kennarinn aftur yfir hann með nemend-
unum og setti hann að lokum textann inn
á vefinn.
Þar sem þetta var í fyrsta skipti sem
verkefnið var unnið komu upp ýmis
vandamál. Fyrst og fremst þau að halda
utan um verkefnið í heild og fá nemend-
ur til að skilja að þetta væri alvöru verk-
efni sem færi síðan út á vefinn. Einnig
þurfti að kenna nemendum að takmarka
sig við viðráðanlegt efni. Ahuginn var oft
svo mikill að það reyndist erfitt að fá
nemendur til að velja ekki of erfið við-
fangsefni miðað við getu. Einnig stóð til
Ida Semey.
23