Málfríður - 15.09.2002, Page 25

Málfríður - 15.09.2002, Page 25
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum Auður Hauksdóttir, forstöðumaður Stofn- unarVigdísar Finnbogadóttur var svo vin- samleg að fræða lesendur Málfríðar m.a. um hlutverk stofnunarinnar, dagskrá haustmisseris og samstarf við tungumála- kennara. Hún upplýsir lesendur einnig um það hvernig stjórn stofnunarinnar er sam- sett og hið öfluga kynningarstarf sem fra- mundan er. Á fundi í heimspekideild Háskóla íslands þann 26. apríl 2001 var samþykkt tillaga um nafnbreytingu á Stofnun í erlen- dum tungumálum í StofnunVigdísar Finn- bogadóttur í erlendum tungumálum. Tilgangurinn með nafnbreytingunni er tvíþættur. Annars vegar að heiðra frúVigdísi fyrir ötult starf í þágu tungumála og hins vegar að styrkja rannsóknir og kennslu í erlendum málum. I greinargerð með tillög- unni stendur m.a.: „Frú Vigdís Finn- bogadóttir hefur sem kunnugt er verið öflugur talsmaður mikilvægis tungumála- kunnáttu, jafnt erlendra mála sem móður- málsins og hefur lagt drjúgan skerf til þessa málaflokks í störfum sínum sem kennari, forseti Islands og nú síðast á vettvangi Sameinuðu þjóðanna ... Með því að kenna stofnunina við frú Vigdísi Finnbogadóttur sýnir heimspekideild hug sinn í verki til merkilegs ffamlags hennar á þessu sviði. Jafnframt mun það verða Stofnun í erlend- um tungumálum mikil lyftistöng að tengj- ast nafhi og störfum ffúVigdísar“ Nafnbreytingin tengdist annars vegar 90 ára affnæli Háskóla íslands og hins veg- ar Evrópska tungumálaárinu 2001. Hinn 1. október var haldin hátíðarsamkoma í tilefni af stofndegi Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og var hún fyrsti liðurinn í affnælisdagskrá sem haldin var í tilefni 90 ára afmælisins. Athöfnin fór fram í Hátíðasal Háskólans að viðstöddu fjölmenni. Hlutverk StofnunVigdísar Finnbogadóttur í erlend- um tungumálum er rannsóknastofnun og starfar innan Hugvísindastofnunar. Stofn- unin er rannsóknavettvangur þeirra kenn- ara heimspekideildar sem fást við erlend tungumál, fornfræði og þýðingaffæði. Sem stendur er boðið upp á nám í eftirtöldum tungumálum: dönsku, ensku, finnsku, ffönsku, grísku, latínu, norsku, rússnesku, spænsku, sænsku og þýsku, en stefnt er að því að hefja japönskukennslu á næsta ári. Stofnunin leggur einnig ríka áherslu á að efla tungumálakennslu jafnt innan há- skólans sem utan. Auk náms á B.A.-stigi og þverfaglegs náms í Tungumálamiðstöð- inni er sérstök áhersla lögð á að efla fram- haldsnám í tungumálum við heimspeki- deild m.a. í samstarfi við erlenda háskóla. Meginmarkmið Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur er að efla rannsóknir á fræðasviði sínu og vera vettvangur þróun- arstarfs og upplýstrar umræðu um tungu- mál, tungumálanám og menningarffæði. Þetta hlutverk rækir stofnunin m.a. með því að stuðla að öflugum rannsóknum í tungumálum og með því að gangast fyrir ráðstefnum, námskeiðum, málstofum og standa að útgáfu fræðirita. Áhersla er lögð á samvinnu við aðrar háskólastofnanir jafnt innan lands sem utan. Auður Hauksdóttir. Dagskrá haustmisseris í september var dagskrá haustmisseris 2002 kynnt, en þar gefur að hta yfirlit yfir málþing og fyrirlestra á vegum stofnunar- innar. Sem dæmi um málþing má nefna málþing um tungutækni í tungumálarann- sóknum, þýðingum og tungumálakennslu, sem haldið var í september s.l. og málþing um tungumál og atvinnulífið, sem haldið verður 28. nóvember n.k. Efhi málþingsins er Hugbúnaðarþýðingar á Islandi. Meðal fyrirlestra má nefna fyrirlestur spænska rithöfundarins Manuel Rivas, sem fluttur var í september og fyrirlestur Margrétar Jónsdóttur, lektors, sem fluttur var í október, en hann bar yfirskriftina Miðaldahetjan El Cid í hugmyndafrœði fas- isma á Spáni. I lok október fjölluðu Maria

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.