Málfríður - 15.09.2002, Qupperneq 27
Notkun kvikmynda í enskukennslu
Kvikmynd er miðill sem höfðar til
flestra og einkum og sér í lagi ungu
kynslóðarinnar. Það er því tilvalið að
nota kvikmyndir við kennslu erlendra
mála þar sem auðvelt er að þjálfa færni-
þættina fjóra: Tal, hlustun, lestur og rit-
un, með hjálp kvikmynda. Við Þórey
Einarsdóttir og Þórhildur Lárusdóttir höfum
góða reynslu af því að nota kvikmyndir
við enskukennslu. Við höfum samið og
tekið saman verkefni með kvikmyndum
til notkunar í enskukennslu og fengið til
þess styrk frá menntamálaráðuneytinu.
Sem reyndir kennarar vitum við að það
er mjög þægilegt að fá tilbúin verkefni
upp í hendurnar. Með þá reynslu að
leiðarljósi höfum við sett þetta verkefni
okkar út á Netið til þess að þeir kennar-
ar, sem hafa áhuga og aðstæður til, geti
kynnt sér þær hugmyndir sem við höf-
um byggt á og notað verkefnin okkar
eins og þau koma fyrir, eða hluta af
þeim eftir því sem þeirn hentar hverju
sinni. Það er ósk okkar og von að sem
flestir geti nýtt sér þetta efni.
Kvikmyndir í enskukennslu
(Orðið kvikmynd (sem upphaflega
merkir hreyfimynd) er hér notað sem
samheiti yfir leiknar kvikmyndir í fullri
lengd, myndbönd, heimildamyndir, sjón-
varpsefni og fleira).
Ekki gefst betra tækifæri í skólastof-
unni til þess að þjálfa skilning á mæltu
máli en með því að horfa á kvikmyndir.
Tungumálið skilst betur þegar nemandinn
getur tengt það við svipbrigði, handa-
hreyfingar og aðra líkamstjáningu. I kvik-
myndum er tungumáhð talað af ólíkum
einstaklingum við aflar hugsanlegar að-
stæður. Þar gefst tækifæri til að heyra ólík-
ar mállýskur, málhreim og málsnið marg-
víslegra þjóðfélagshópa.
Ólíkt því sem margir kunna að telja er
kvikmyndaáhorf alls ekki einhhða mötun
upplýsinga. Kvikmyndin krefst þess að
áhorfandinn leggi sitt af mörkum til að
túlka, draga ályktanir, fýfla inn í eyður og
fá botn í atburðarás og aðstæður. Hver
einstaklingur gerir það út frá sínum eigin
einstaklingsbundnu forsendum. Kvik-
myndir bjóða því upp á umræður og
skoðanaskipti. Nemendur eru áhugasamir
um kvikmyndir og vel með á nótunum
vegna þess að þetta er flstform sem átt hef-
ur hug þeirra flestra frá blautu barnsbeini.
Þeir eru oft öruggari og fúsari til að tjá
skoðanir sínar á ýmsu sem lýtur að kvik-
myndum en öðru sem þeir eiga erfiðara
með að samsama sig við, svo sem bók-
menntatextum.
Þrátt fyrir að kostirnir við að að nota
kvikmyndir í kennslu séu svo margir og
ótvíræðir er staðreyndin sú að þær eru
óvíða notaðar að nokkru marki.
Mikil áhersla hefur verið á ritmálið í
íslensku skólakerfi og víðar. íslensk kvik-
myndasaga er mjög stutt, hefðin býður að
ritmálið hafi forgang og kvikmyndin hef-
ur orð á sér fýrir að vera fýrst og fremst af-
þreyingarefni.
Með því að gera kvikmyndum hærra
undir höfði í tungumálakennslu er ekki
ætlunin að draga úr vægi ritmáls svo
nokkru nemi. Þessir tveir þættir — lestur
texta og kvikmyndapæflngar - geta stutt
hvor við annan. Nota má kvikmynd til að
auka skilning og áhuga á lestexta og öfugt.
Lestrarþjálfun er, og verður enn, einn mik-
ilvægasti þáttur enskunámsins, en hlustun,
skilningur á menningarlegum þáttum svo
og munnleg færni verða æ þýðingarmeiri
í sívaxandi samskiptum þjóða.
Annað sem kemur í veg fýrir notkun
kvikmynda við kennslu er skortur á tækj-
um og aðgengilegu efni. Tíminn er oft
naumt skammtaður og mörgum kennur-
um finnst þeir ekki hafa nægjanlega þekk-
ingu og reynslu af kvikmyndum til að geta
miðlað öðrum eða unnið gagnlega með
þær.
Þórey Einarsdóttir.
Þórhildur Lárusdóttir.
Vaxandi vegur kvikmynda í
skólastarfi
í nágrannalöndum okkar, svo sem í Bret-
landi, Noregi og Svíþjóð, eru kvikmyndir
notaðar allmikið bæði í móðurmáls-
kennslu og við tungumálakennslu. Norsku 27