Málfríður - 15.09.2002, Page 28
28
og sænsku kvikmyndastofhanirnar eru til
að mynda báðar með glæsileg vefsetur þar
sem frnna má námsefni til notkunar með
innlendum sem erlendum kvikmyndum.
Breska kvikmyndastofnunin, svo og stofn-
un sem nefnist Film Education, eru einnig
nreð vefsetur þar sem boðið er upp á
margvíslegt efni. Breskir og bandarískir
framleiðendur myndefnis, svo sem BBC,
ITV, A & E, Discovery Channel og TCM,
bjóða margir upp á kennsluefni og hvetja
til aukinnar notkunar þess. Afþessu má sjá
að vegur kvikmynda fer mjög vaxandi
innan skólakerfisins víða um lönd.
Hér á Islandi má líka sjá merki um
breytingar. I nýju námskránni er lagt til að
kvikmyndir séu notaðar í flestum áföng-
um í ensku án þess að það sé þó tilgreint
nánar hvernig það skuli gert.
Framboð myndefnis hefur aldrei verið
meira en nú. Hægt er að ná útsendingum
fjölmargra erlendra sjónvarpsstöðva og
mikið úrval efnis er fáanlegt á sölumynd-
böndum hérlendis, auk þess sem auðvelt
er að nálgast efni frá útlöndum í gegnum
Netið. Odýrari tækjabúnaður og tilkoma
nýrrar stafrænnar tækni (DVD) gerir fleir-
um kleift að nota kvikmyndir til kennslu
að staðaldri og opnar nýja möguleika.
DVD-diskar bjóða til að mynda oft upp á
enskan texta með kvikmyndum á ensku,
en það auðveldar nemendum mjög að
skilja og meðtaka hið talaða mál. A DVD-
diskunum er auk þess oft að finna marg-
víslegt efni sem dýpkar skilning og eykur
áhuga, svo sem viðtöl við aðstandendur og
heimildaþætti um leikstjóra eða baksvið
myndarinnar. Margt af þessu efni mætti
einnig nota eitt og sér, án þess að nota
kvikmyndina sjálfa við kennsluna.
DVD-diskar eru handhægir í notkun, á
þeim er til að mynda fljótlegt að finna til-
tekin atriði og myndskeið, endurtaka, sýna
hægt, frysta myndramma og fleira sem
auðveldar notkun við kennslu.
Sýningarréttur
Strangt tiltekið er óheimilt að afrita efni
úr sjónvarpi og sýna myndbönd eða
DVD-diska, nema til einkanota á heimil-
um, eins og kemur fram í viðvörununum
í byrjun mynda. Hvergi er þó tekið fram
að bannað sé að sýna í skólum eða
menntastofnunum og reynslan sýnir að
ekki er amast við slíku í öðrum löndum
svo fremi sem það er gert í menntunar-
skyni. Rétthafar sjá sér hag í að hvetja til
slíks. Því til staðfestingar má benda á vef-
setur og aðra útgáfustarfsemi stofnana sem
minnst var á hér að ofan.
Til hvers er best að nota kvik-
myndir?
Kvikmyndir má nota til að kenna og þjálfa
nær alla þætti tungumálakennslu.
Gagnsemi við hlustun Hggur í augum
uppi. Hér að ofan er bent á hvernig ensk-
ir textar við enskar myndir geta stutt við
hlustunarskilning, en það getur einnig
verið lesþjálfun í sjálfu sér að lesa textana.
Kvikmynd getur vakið áhuga á lestexta, til
dæmis umfjöllunum um kvikmyndir,
kvikmyndadómum eða skáldverki sem
myndin er byggð á.
Kvikmyndir eru fyrst og síðast sögur af
fólki og atburðum og um þær má fjalla á
sama hátt og texta. Persónur eru forvitni-
legt umfjöllunarefhi og hægt að ræða
endalaust um persónueinkenni, kosti og
galla og með því kenna og æfa orðaforða
sem því tengist. Sama má segja um útlit
fólks, staði og atburðarás. Ollu þessu fylgja
oft fjörlegar umræður og skoðanaskipti,
þ.e. talþjálfun.
Málnotkun (usage) og málfræði má
líka æfa með þessum hætti.Til þess er best
að nota stutta, afmarkaða kafla, gjarnan úr