Bæjarins besta

Tölublað

Bæjarins besta - 09.12.1992, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 09.12.1992, Blaðsíða 2
2 MJARINS BESI4 ■ Miðvikudagur 9. Desember 1992 Hraðfrystihúsið Norðurtangi hf: Hálfrar aldar gamalt HRAÐFRYSTIHÚSIÐ Norðurtangi hf. á Isafirði, eitt stærsta fyrirtækiðá Vest- fjörðum í áraraðir verður 50 ára á föstudaginn. Fyrir- tækið hefur verið leiðandi á sínu sviði ailt frá stofnun þcss og á og rekur í dag auk frysti- hússins togarana Guðbjart ÍS, Hálfdán í Búð ÍS og línu- bátinn Orra IS. Þá er fyrir- tækið helmingshluthafi í Fiskiðjunni Freyju hf. á Suðureyri sem það keypti með Frosta hf. í Súðavík fyrir eigi alls löngu. Þegar fyrirtækið varð 40 ára, árið 1982 gaf það út veg- legt rit um sögu fyrirtækisins og þar segir m.a. um aðdrag- andann að stofnun Norður- tangans: „Nú er ekki fyllilega ljóst, hvort Hálfdán Hálfdánsson hefur upphaflega haft í hyggju að gerast einn eigandi hrað- frystihússins í Norður- tanganum, eða hvort hann hefur verið búinn að undirbúa stofnun hlutafélags um fyrir- tækið áður en hann sótti um byggingarleyfið. Síðari kosturinn er þó miklu senni- legri. Bygging og starfræksla hraðfrystihúss var trauðla á færi eins manns, þótt dugandi væri og fjáður, og víst er, að Hálfdán nefndi stofnun hrað- frystihússins við frænda sinn, Guðmund M. Jónsson, veturinn 1941-1942 og gekk þá út frá því að um hlutafélag yrði að ræða. Það var svo föstudaginn 11. desember 1942, að þeir Hálfdán Hálfdánsson, Aðal- steinn Pálsson, skipstjóri og Steingrímur Amason, síldar- kaupmaður komu saman til fundar á skrifstofu Gunnars Þorsteinssonar, hæstaréttarlög- manns í Thorvaldssensstræti 6 í Reykjavík og var tilgangur fundarins sá, að stofna hluta- félag um byggingu og starf- rækslu hraðfrystihúss á Isa- firði. Til fundarins hafði Hálfdán meðferðis umboð tveggja Isfirðinga, sem einnig ætluðu að gerast hluthafar, þeirra Guðbjarts Asgeirssonar, útgerðarmanns og Guðmundar M. Jónssonar, skipstjóra.” Ofangreinir aðilar voru allir stofnendur hlutafélagsins Hraðfrystihússins Norður- tanga hf. og hélst fyrirtækið í þeirra eigu til ársins 1949 en þá urðu eignabreytingar á því. Út fóru þeir Hálfdán Hálfdánsson sem lést fyrr á árinu og þeir Aðalsteinn Pálsson og Stein- grímur Arnason sem ákváðu að selja sín bréf. Þeir Guð- bjartur Asgeirsson og Guð- mundur M. Jónsson voru nú einu stofnendumir, sem eftir voru í hópi hluthafa, en til liðs við þá gengu þeir Eggert Hall- dórsson, Guðjón E. Jónsson og Ingólfur Amason. Þessir menn voru allir búsettir á Isa- firði, og eftir að þeir gerðust hluthafar hefur fyrirtækið jafnan verið að fullu í eigu manna búsettra í bænum. T veir hinna nýju hluthafa voru ná- tengdir Norðurtanganum frá upphafi. Eggert Halldórsson var mágur Guðmundar M. Jónssonar og Ingólfur Amason hafði verið hægri hönd Hálfdáns um árabil ogannaðist skrifstofuhald fyrir Norður- tangann frá 1944. Núverandi framkvæmda- stjóri fyrirtækisins er Jón Páll Halldórsson og skrifstofustjóri er Hans W. Haraldsson en hann er eini skrifstofustjórinn í sögu fyrirtækisins og hefur veitt skrifstofunni forstöðu í 27 ár. Eini núlifandi stofnandi fyrir- tækisins er Guðmundur M. Jónsson og starfar hann enn hjá fyrirtækinu sem verkstjóri. Blaðið óskar afmælisbarninu, eigendum þess og starfsfólki til hamingju með daginn. • Sóknarpresturinn á ísafirði, sr. Magnús Erlingsson ásamtfulltrúum sóknarnefndar, þeim Gunnari Steinþórssyni, Birni Teitssyni og Hlyn Snorrasyni með líkan af hinni nýju kirkjubyggingu. ísafjörður: Ný kirkja vígð 1994? ■menn bjartsýnir á að verkinu Ijúki á tilskiidum tíma FRAMKVÆMDUM við kirkjubyggingu hefur verið hætt í bili. Fyrsta hluta verksins átti að ljúka fyrir 1. desember sl. en sökum veðurs tókst það ekki. Vonast er til að því verki verði lokið fyrir 1. júní næsta árs og þá þegar og jafnvel fyrr hafist handa við byggingu annars hluta. I maí sl. var kosin fimm manna bygginganefnd sem Gunnar Steinþórsson veitir for- mennsku. Sú nefnd hefur haft yfirumsjón með gangi verksins svo og kostnaðará- ætlunum. Lokið hefur verið við 70% af fyrsta hluta verksins sem hljóðaði upp á 10 millj. kr. Annar hluti og sá viðamesti er uppsteypa byggingarinnar og frágangur hennar að utan. Gert er ráð fyrir að þessi hluti verði boðinn út í síðasta lagi í byrjun mars 1993 og er áætlaður kostnaður tæpar 74 millj. kr. Stefnt er að því að einangra og pússa bygginguna að utan jafnframt því að vinna að frá- gangi kirkjuskipsins að innan sumarið 1994. Kostnaðaráætlun fyrir frá- gang kirkjuskipsins hljóðar upp á rúmar 25 millj. kr. að undanskildri steinlögn á gólf og orgeli. Að loknum 120 millj.krframkvæmdum verður enn eftir að innrétta safnaðar- heimilið en það verður látið bíða um tíma. Bjartsýnustumenn stefnaað vígslu nýrrar kirkju seint á árinu 1994. Til að fullkomnahljómburð í kirkjunni var fenginn hljóm- burðarsérfræðingurinn Stefán Einarsson til að meta hljóm- burð í kirkjunni og í samráði við hann var ákveðið formið á þakinu og breytingar gerðar • Hraðfrystihúsið Norðurtangi hf. verður 50 ára á föstudaginn. Framhaldsskóli Vestfjarða: kennarár bætast þó við í val Annar- próf í fullum gangi ANNARPRÓF standa yfir í Framhaldsskóla Vest- fjarða og því nóg að gera bæði hjá nemendum og kcnnurum. Ef allt gengur að óskum lýkur annarprófum 14. desember en endurtektar- og sjúkraprófum lýkur 18. desember og ættu því allir nemendur og kennarar að vcra komnir í jólafri um það leiti. Þeir nemendur sern þreyta próf á þessari önn eru 276 samkvæmt bókhaldi skólans. Þar af eru 227 í dag- skóla, 22 i öldungadeild, 17 á Hólmavík og 10 á Patreks- firði. Kennsla hefst aftur 6. janúarog að sögn Jóns Reynis Sigurvinssonar kennara verða engar breytingar á kennarahaldi. Tveir stundar- greinum. Einn í fjölmiðlaf- ræði sem er ný af nálinni og einn í forritun. Því máeinnig bæta við að á vorönn verður boðið upp á í fjarnámi byrjunaráfanga í dönsku, þýsku og stærðfræði og fram- haldsáfanga í ensku. -ma á turni svo og aðrar smávægi- legar breytingar. Gert er ráð fyrir að kirkjan í heild sinni taki tæplega 500 manns. í kirkjuskipinu sjálfu eru sæti fyrir 300 manns en í forsalinn komast 60 manns og 130 í safnaðarsalinn. Kosin var sjö manna fjáröflunamefnd til að athuga ýmsa möguleika í fjáröflun. Hlynur Snorrason veitir þeirri nefnd formennsku og nú þegar hefur verið hafist handa við fjáröflun. Búið er að stofna reikninga í báðum bönkunum á Isafirði þar sem fólk getur lagt inn fjárframlög að eigin frumkvæði. I Landsbankanum er um að ræða tékkareikning nr. 10115 en í Islandsbanka sparisjóðs- bók nr. 301111. Búið er að senda út gíróseðla til fólks og á næstu dögum verður farið að selja jóiakort til styrktar kirkjubyggingunni. Jólakortin verða til sölu í hinum ýmsu verslunum í bænum og er fólki bent á að með jólakorta- kaupum aukast líkur á að kirkjan verði tilbúin á til- skildum tíma. Jólakortin prýðir teikning af nýju kirkjunni og vel þess virði aö fjárfesta í slíku. Ekki hefur verið stefnt að ákveðinni fjárhæð að sögn Hlyns en ætlunin er að safna sem mestu fé. -ma.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.