Fréttabréf frá Biskupsstofu - 15.02.1976, Síða 4

Fréttabréf frá Biskupsstofu - 15.02.1976, Síða 4
ÆSKULÝÐSFULLTRÚI A FÖRUM Sr. Guðjón Guðjónsson, sem gengt hefur embætti æskulýðs- fulltrúa, síðan haustið 1974 hefur sagt starfi sínu lausu frá 15. febrúar að telja. Hann og fjölskylda hans eru á förum til Svíþjóðar í lok febrúar, þar sem sr. Guðjón er ráðinn sem 4. prestur í Köping, sem er 29 þúsund manna bær, skammt frá Vasterás. Koma sr. Guðjóns til safnaðarins £ Köping hefur vakið nokkra athygli í Svíþjóð, og m.a. birtist nú nýverið viðtal við biskupinn x Vasterás í dagblaði, þar sem hann fagnar hæfum presti og kirkjutón- leikamanni, þar sem sr. Guðjón er. í viðtali þessu kemur m.a. fram að kirkjukórinn í Köping bíður eftir sr. Guðjóni sem stjórnanda, og væntir góðs af því samstarfi. Sr. Guðjón mun til að byrja með verja miklum txma til ýmiss konar skýrslugerða, til þess að læra opinberar skyldur sænsks prests, sem starfsmanns sænska rikisins. Hins vegar mun hugur sr. Guðjóns stefna til þess að gerast prestur í litlu sveitaprestakalli - "minnugur hins ánægjulega tíma í Stóra-Núpsprestakalli", eins og sr. Guðjón orðaði það, í viðtali við fróttabréfið. Sr. Guðjón sagðist aðspurður ekki geta svarað því hve lengi hann hygðist dvelja í Svíþjóð, en ljóst væri að hann yrði þar a.m.k. í fimm ár - e.t.v. ævilangt. Sr. Guðjón er kvæntur sænskri konu, Siv Guðjónsson og eiga þau eina dóttur. Það er vissulega mikill söknuður að sr. Guðjóni - ekki síst fyrir æskulýðsstarf kirkjunnar, en hann hefur hlotið mikla viðurkenningu æskulýðsnefndar og annarra samstarfsmanna fyrir uppbyggingarstarf og skipulagshæfileika í þágu Æskulýðsstarfs Þjóðkirkjunnar. Sr. Guðjóni og fjölskyldu hans fylgir bæn íslensku þjóðkirkjunnar á tíma- mótum - og víst skal sú von látin í ljós, að kirkja íslands megi njóta krafta hans, þótt síðar kunni að verða.

x

Fréttabréf frá Biskupsstofu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf frá Biskupsstofu
https://timarit.is/publication/1506

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.