Fréttabréf frá Biskupsstofu - 15.02.1976, Síða 6

Fréttabréf frá Biskupsstofu - 15.02.1976, Síða 6
bréf, þar sem við óskum eftir upplýsingum um störf þeirra, þótt það verði að játast að svör hafa borist heldur dræmt. Við höfum haldið fundi með mjög mörgum að undanförnu og skrifað hinum ýmsu stofnunum s.s. Hjálparstofnun kirkjunnar safnaðaráði Reykjavíkurprófastsdæmis - fjölmiðlunarnefnd kirkjunnar - bindindisráði kristinna safnaða, söngmálastjóra Æskulýðsstarfi kirkjunnar og fleirum og í framhaldi af því átt fund með skipulagsnefnd Reykjavíkurprófastsdæmis um sérstöðu þess prófastsdæmis um t.d. hvernig beri að standa að stofnun nýrra prestakalla, og í sambandi við það höfum við átt fund með prestunum í Breiðholti - mjög gagnlegt -. Nú þá var fundur með fráfarandi formanni Æskulýðsnefndar og Æskulýðsfulltrúa. Við höfum reynt að taka málin fyrir á breiðum grundvelli, en nú erum við einkum að einbeita okkur að prestakalla- skipun og skipun biskups. Á næsta fundi x byrjun marz verða þessi tvö mál um presta- kallaskipun og stöðu biskupsembættisins einkum til umræðu, og hefur töluverð undirbúningsvinna verið í sambandi við þau mál t.d. könnuð öll frumvörp sem komið hafa fram á kirkjuþingum um skipun biskups og um biskupsembættið eða embættin, ef út í það er farið. - Hverjir eiga sæti í nefndinni auk þín? - Sr. Jónas Gíslason, lektor, sr. Halldór Gunnarsson, sem er ritari nefndarinnar, sr. Þórhalldur Höskuldsson, sr. Heimir Steinsson og sr. Jón Bjarman, sem skipaður var varamaður, en hefur starfað sem fullgildur nefndarmaður. AÐ NORÐAN Við hringdum í sr. Pétur Sigurgeirsson, vfgslubiskup til þess að fá helztu fréttir sem hann myndi eftir að norðan Sr. Pétur kvað tvannt ofarlega í huga, annars vegar vegleg gjöf kvenfélagskvenna á Akureyri til kirkjunnar - kr. 300 þúsund, sem fyrirhugað er að verja til bættrar aðstöðu í safnaðarheimilinu, sem er x kjallara kórsins í Akureyrarkirkju.

x

Fréttabréf frá Biskupsstofu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf frá Biskupsstofu
https://timarit.is/publication/1506

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.