Fréttabréf frá Biskupsstofu - 15.02.1976, Side 8

Fréttabréf frá Biskupsstofu - 15.02.1976, Side 8
Sr. Einar Guðnason fyrrverandi prófastur látinn. Hinn 14. janúar sxðast liðinn lést hinn kunni prestur og prófastur sr. Einar Guðnason fyrrverandi prófastur að Reykholti, 72 ára að aldri. Hann var prestur í Reykholti x Borgarfirði rúmlega 42 ár, lengur en nokkur annar prestur s.l. 300 ár en aðeins 2 höfðu setið staðinn lengur frá siðaskiptum. Hann var jarðsettur að Reykholti 24. janúar að viðstöddu miklu fjölmenni. Auk þess að vera prestur í Reykholti var hann kennari við Reykholtsskóla frá stofnun hans 1931 - 1966. Hann var prófastur £ 6 ár frá 1966 - 1972 og fyrsti prófastur í sameinuðu prófastsdæmi Mýra- og Borgafjarðarsýslu frá 1970. Eftirlifandi kona hans er frú Anna Bjarnadóttir. A DÖFINNI Hinn 15. febrúar n.k. eru prestskosningar £ Mosfellssveit, en sr. Bjarni Sigurðsson, sem verið hefur sóknarprestur þar 22 s.l. ár, lætur nú af embætti og tekur við lektorsstöðu við Guðfræðideild Háskóla íslands frá 1. janúar að telja. Umsækjendur eru fjórir: Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, sr. Bragi Benediktsson, sr. Kolbeinn Þorleifsson og sr. Sveinbjörn Bjarnason. I veikindaforföllum sr. Gríms Grímssonar í Ásprestakalli mun sr. Árelíus Níelsson þjóna prestakallinu næstu 2 mánuði. Þa hefur sr. Jon Kr. Isfeld verið settur prestur á Norðfirði til a.m.k. næstu fjögurra mánaða. Skipuð hefur verið ný Æskulýðsnefnd frá áramótum að telja. Sú nýbreytni verður jafnframt tekin upp að æskulýðsfulltrúi er nú jafnframt formaður nefndarinnar og oddamaður.

x

Fréttabréf frá Biskupsstofu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf frá Biskupsstofu
https://timarit.is/publication/1506

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.