Fréttabréf frá Biskupsstofu - 15.02.1976, Page 9

Fréttabréf frá Biskupsstofu - 15.02.1976, Page 9
Nefndin er skipuð eftirtöldum aðilum: Sr. Guðjón Guðjónsson formaður, Björn Ingólfsson, skólastjóri Grenivík, fru Hanna Pálsdóttir, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson.og Guðmundur Einarsson. Æskulýðs- og fórnarvika verður haldin vikuna 7. - 14. marz n.k. Yfirskrift vikunnar er: Guð þarfnast þinna handa. í vikunni verður aðaláherzla lögð á tvö verkefni - málefni þroskaheftra barna á íslandi, og söfnun fastra styrktarmanna fyrir Hjálparstofnun kirkjunnar. í tilefni vikunnar verða margvísleg erindi og þættir fluttir á opinberum vettvangi, bæði við guðsþjónustur og í fjölmiðlum. Unniö er af fullum krafti við undirbúning og má þar m.a. nefna útgáfu Æskulýðsmessuforms, blaðs í dagblaðsformi, "plakat" o.fl. og verður efni þetta sent til safnaða nú á næstunni. 1 undirbúningsnefnd eru sr. Ingólfur Guðmundsson, lektor, Jóhannes Tómasson, aðstoðaræskulýðsfulltrúi og Guðmundur Einarsson, framkvæmdastjóri. Hinn 25. janúar s.l. var efnt til söfnunar 1 tilefni alþjóða holdsveikradagsins. Safnanir voru víða við guðs- þjónustur og jafnframt var vakin athygli á gíróreikningi Hjálparstofnunar kirkjunnar. Þegar þetta er skrifað hafa borist til skrifstofu Hjálparstofnunar kirkjunnar á 7. hundrað þúsund krónur. ÆSKUL?ÐSBLAÐIÐ Æskulýðsblaðið 3 tlb'. \. 25. árg. er nýkomið út. Ritstjóri er sr. Birgir Ásgeirsson, sóknarprestur á Siglufirði. Blaðið er vandað að öllu leyti, en meðal efnis má nefna grein eftir sr. Kristján Val Ingólfsson um helgisiði, kirkjusöguþátt eftir sr. Gunnar Björnsson, 1jósmyndaþátt eftir Pjetur Maack, stud theol. , auk margra greina og frásöguþátta.

x

Fréttabréf frá Biskupsstofu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf frá Biskupsstofu
https://timarit.is/publication/1506

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.