Kópavogsblaðið - 09.05.2015, Page 13
Kópavogsblaðið 13
Mynd: Starfsmenn Áhaldahúss Kópavogs
Skeljabrekka 4, úthlutað til Últíma hf. Byggt árið 1963 og rifið árið 2014. Á vef Kópavogsbæjar segir um þetta hús: „Últíma-
húsið dregur nafn sitt af því að klæðagerðin Últíma var þar með vefnaðarverksmiðju á árum áður. Húsið var einnig kallað
Krókshúsið. Fyrirtækið Krókur sem var með dráttarbílaþjónustu hafði þar nefnilega líka höfuðstöðvar
Álfhólsvegur 111 úthlutað til Gísli Friðgeir Guðjónsson 1945 rifið 2014
Mynd: Starfsmenn Áhaldahúss Kópavogs
Álfhólsvegur 22, úthlutað til Þórðar Guðnasonar og Ragnheiðar Tryggvadóttur.
Byggt um 1950, rifið árið 2014. Þarna rak Þórður áratugum saman vélsmiðju
sem var eitt af elstu fyrirtækjum í Kópavogi. Meðal annars hannaði hann og
smíðaði ruslapokagrindurnar sem margir muna eftir.
Mynd: Starfsmenn Áhaldahúss Kópavogs
Kópavogsbraut 77, úthlutað til Guðmundar Einarssonar og Guðrúnar Jónsdóttur. Byggt árið 1955 og rifið árið 2007. Þau hjón
voru bæði kennaramenntuð og starfaði Guðmundur árum saman við Heyrnleysingjskólann en Guðrún sem oft var kennd við
Prestbakka í Strandasýslu kenndi ungum börnum að lesa og skrifa heima hjá sér á Kópavogsbrautinni. Einnig tók hún
unglinga í einkatíma í tungumálum.