Kópavogsblaðið - 09.05.2015, Blaðsíða 16
Kópavogsblaðið16
KópavogSÞríÞrauTin
LiSTaháTíð
Fyrsta þríþraut
ársins
Ný listahátíð
í Kópavogi í sumar
Á morgun, 10. maí, fer fram fyrsta þríþrautarmót ársins í Kópavogi. Kópavogsþrí-
þrautin er sú þríþrautarkeppni
sem á sér lengsta sögu á Íslandi.
Hún var fyrst haldin árið1996 og
síðan óslitið frá 2006. Mótið telur
til stiga í stigakeppni Íslands í
þríþraut. Keppnin samanstendur
af 400m sundi, 10,4km hjólreiðum
og 3,6km hlaupi.
Flest af besta þríþrautarfólki lands-
ins er skráð til leiks og verður
mikið fjör á skiptisvæðinu því
að þrautin er stutt og fljótustu
menn eru um 36 mínútur að klára
keppnina. Á eftir aðalþrautinni,
eða klukkan 11 verður haldin
fjölskyldu- og ungmennaþríþraut.
Þá er keppt í helmingi styttri
vegalengdum; 200 metra sundi,
5,2 km hjóli og 1,4km hlaupi. Þar
geta fjölskyldur tekið sig saman
og klárað þrautina í sameiningu
þar sem hver fjölskyldumeðlimur
tekur sinn hluta. Það eru engin
aldurstakmörk í þessari keppni og
geta liðin til dæmis verið afi,
mamma og barn eða á þann hátt
sem hentar best. Þá geta ung-
menni 12-16 ára klárað alla
þrautina sjálf. Ekkert þátttökugjald
er í fjölskylduþrautina.
Í fyrra tóku 37 fjölskyldulið þátt og
er gert ráð fyrir enn fleiri fjöl-
skylduliðum í ár. Einnig verður
tvíþraut fyrir krakka þar sem
krakkar niður í 6 ára aldur fá að
spreyta sig.
Gert er ráð fyrir um 250 kepp-
endum og að á svæðinu verði
milli 400 og 700 manns. Dag-
urinn endar svo á grillveislu og
verðlaunaafhendingu. Það verður
því mikið glens og gaman á
Rútstúninu á morgun.
Í tilefni 60 ára afmælis Kópavogs-bæjar rifjum við upp samtvinn-aða sögu hans og Rauða kross-
ins í Kópavogi. Kópavogsdeild
var stofnuð þegar bæjarfélagið
var einungis þriggja ára og hefur
ávallt haft það að sjónarmiði að
aðstoða þá sem minna mega sín í
samfélaginu.
Fyrst má rifja upp stórt hlutverk í
stofnun Sunnuhlíðar, dvalar- og
hjúkrunarheimili fyrir aldraða en
það var m.a. stjórn Rauða krossins
í Kópavogi sem benti á mikil-
vægi þess að stofna slíkt heimili
í Kópavogi. Deildin veitti mikið
fjármagn í byggingu Sunnuhlíðar
sem og rekstur heimilisins fyrstu
tvo áratugina. Rauði krossinn í
Kópavogi hafði aðsetur í Sunnu-
hlíð allt frá vígslu heimilisins,
1982, þar til hann flutti í núverandi
Kópavogsbær tekur þátt í nýrri alþjóðlegri listahátíð, Cycle Music and Art Festi-
val, sem fram fer í Kópavogi
dagana 13. til 16. ágúst. Hátíðin
fer aðallega fram í Hamraborg,
Salnum og Gerðarsafni auk þess
sem óhefðbundnar staðsetningar
og almenningsrými verða notuð
fyrir tónleika, uppákomur og inn-
setningar. Áhersla verður lögð á
samtímatónlist í samvinnu við
önnur listform, svo sem gjörn-
ingalist, myndlist, hljóðlist og
arkitektúr.
Á hátíðinni koma fram listamenn
sem eru brautryðjendur á sínu
sviði. Helst má nefna verðlauna-
hafa Tónlistarverðlauna Norður-
landaráðs 2014, tónskáldið Simon
SteenAndersen, hljóðlistakonuna
Christinu Kubisch, gjörninga-
listakonuna og tónskáldið Jennifer
Walshe, Sigurð Guðjónsson
myndlistarmann og Gjörninga-
klúbbinn.
Fjör hjá Skólahljóm-
sveit Kópavogs
Til hamingju með
sextugsafmælið
Kópavogur
Það er búið að vera mikið fjör hjá Skólahljómsveit Kópavogs undanfarnar
vikur, með hljóðfæraprófum, tón-
fundum, hljóðfærakynningum og
ýmsu öðru.
Elstu krakkarnir í hljómsveitinni
sem eru á aldrinum 13 – 18 ára
hafa verið á stífum æfingum síð-
asta mánuðinn að undirbúa tón-
leikaferð til Spánar dagana
19. – 29. júní. Þar mun hljóm-
sveitin taka þátt í fjölmennri tón-
listarhátíð í bænum Calella sem
er skammt fyrir norðan Barcelo-
na. Búist er við fjölda hljómsveita
á mótið og verður spennandi að
sjá og heyra samanburðinn við
aðra hópa frá hinum ýmsu lön-
dum. Það er fjölmennur hópur
sem fer á mótið, 66 hljóðfæra-
leikarar ásamt sjö manna fylgdar-
liði, stærsti hópur sem nokkru
sinni hefur farið á vegum SK í
tónleikaferð.
Undanfarna daga hafa nemendur
og kennarar SK verið á faraldsfæti
og heimsótt grunnskóla bæjarins
með hljóðfærakynningar fyrir
nemendur í 3. bekk. Þar gefst
börnunum kostur á að sjá
hljóðfærin sem kennt er á í
hljómsveitinni og heyra hvernig
þau hljóma þegar leikið er á þau
af kunnáttu. Það getur komið sér
vel að kunna skil á hljóðfærunum
þegar opnað er fyrir innritun í
skólahljómsveitina, en innritun
er dagana 8. og 9. maí. Við SK
starfa 15 kennarar sem kenna
börnunum það sem þau þurfa
að kunna til að geta spilað með í
hljómsveit og stefnan er að gefa
sem allra flestum kost á því að
læra á hljóðfæri. Til að gefa ennþá
fleiri börnum kost á að vera með í
starfi SK verður sérstaklega fjölgað
plássum fyrir nemendur sem búa
austast í bænum, en þeir krakkar
hafa stundum átt erfitt með að
sækja tíma í Digranesið þar sem
aðstaða hljómsveitarinnar er. Frá
næsta vetri verður stefnt að því
að senda kennara í meira mæli til
hljóðfærakennslu í Vatnsenda-
og Hörðuvallaskóla.
Einnig er nýlokið tónfundatörn
vorsins en þá fá allir nemendur
SK tækifæri á að spreyta sig á tón-
leikasviðinu með því að spila eitt-
hvað af þeim lögum sem þeir hafa
lært á vorönninni fyrir áhorfendur
í tónleikasal. Það er alltaf mikill
spenningur í kring um svona
tónfundi og glæsilegt að fylgjast
með hvað allri eru einbeittir í að
standa sig sem allra best á tón-
leikapallinum.
Með hækkandi sól og fækkandi
lægðum kemur líka tími vor-
prófa í flesta skóla og síðustu
viku aprílmánaðar tóku allir
nemendur SK próf á hljóðfærið
sitt. Sumir taka próf samkvæmt
skólanámskrá SK en aðrir taka
áfangapróf í samræmi við nám-
skrá tónlistarskóla frá Mennta-
málaráðuneytinu. Þá koma lærðir
prófdómarar í heimsókn til að
gefa einkunn fyrir frammi-
stöðuna og þá er sérlega mikil
spenna í loftinu!
Í maímánuði eru krakkarnir í SK
oft sýnilegri en yfir vetrartímann
enda hafa hljómsveitirnar
gjarnan leikið á vorhátíðum hjá
leik- og grunnskólum þegar vorar.
Einnig geta bæjarbúar séð hluta
sveitarinnar á stórtónleikum í
Kórnum sunnudaginn 10. maí
sem haldnir eru í tilefni sextugs-
afmælis bæjarins.
Skólahljómsveitin sjálf heldur
upp á fimmtíu ára starfsafmæli
sitt árið 2017 og er undibúningur
vegna æfmælisins þegar kominn
af stað. Fyrir skömmu fékk sveitin
til dæmis styrk frá Lista-og
menningarráði Kópavogs til
að láta semja tónverk sem flutt
verður á afmælistónleikunum í
Hörpu í mars 2017. Tónskáldið er
fyrrum nemandi hljómsveitar-
innar Helgi Rafn Ingvarsson og
einleik í verkinu leikur annar
fyrrum nemandi, trompetleika-
rinn Jóhann Már Nardeau.
Stjórnandi Skólahljómsveitar
Kópavogs undanfarin 20 ár er
Össur Geirsson.
aðSenT
rauði KroSSinn
Hljóðfæraleikarar í Skólahljómsveit
Kópavogs.
Að hátíðinni standa Guðný Guð-
mundsdóttir, Tinna Þorsteinsdóttir
og Fjóla Dögg Sverrisdóttir ásamt
Listhúsi Kópavogsbæjar, lista- og
menningarráði Kópavogs, menn-
ingarskrifstofunni Curated Place
í Englandi, Listaháskóla Íslands og
Festival of Failure. Hátíðin er styrkt
af Creative Europe - Kvikmynda og
menningaráætlun ESB, Kópavogs-
bæ, Ernst von Siemens Music
Found-ation og Tónlistarsjóði
menntamálaráðuneytisins.
Nánari upplýsingar um dagskrána
má sjá á vef og samfélagsmiðlum
hátíðarinnar. Tímasetningar og
nánari dagskrá verður sent út er
nær dregur hátíðinni.
Heimasíða: www.cycle.is
Facebook: https://www.facebook.
com/cyclemusicandartfestival
Twitter: https://twitter.com/
cycle_festival
húsnæði árið 2002. Í Sunnuhlíð
byrjuðu síðan hinir svokölluðu
sjúkravinir sem við þekkjum
í dag sem heimsóknavini. Það eru
sjálfboðaliðar sem heimsækja
félagslega einangrað fólk og veitir
þeim vinskap, en heimsóknavinir
spila enn stóran sess í starfsemi
Sunnuhlíðar.
Dvöl, athvarf fyrir fólk með geð-
raskanir, var opnað 10. október
1998. Rauði krossinn tók þátt í
rekstri athvarfisins allt til 2013
þegar Kópavogsbær tók alfarið
við rekstrinum. Í dag mæta þó
sjálfboðaliðar Rauða krossins í
Kópavogi reglulega í Dvöl og taka
þátt í félagsstarfinu þar.
Skyndihjálp er eitt af áhersluverk-
efnum Rauða krossins og
Kópavogsdeild hóf kennslu í
skyndihjálp árið 1979, fyrst í 12 ára
bekkjum í grunnskólum bæjarins.
Síðan þá hafa verið haldin regluleg
námskeið í skyndihjálp og í fyrra
voru skyndihjálparkynningar í
öllum grunnskólum bæjarins.
Rauði krossinn í Kópavogi fór af
stað með verkefni hönnuð til að
rjúfa félagslega einangrun inn-
flytjenda. Fyrsta verkefnið fór af
stað árið 2004 og enn í dag eru
fjölbreytt verkefni sniðin að
þörfum innflytjenda á vegum
Rauða krossins í Kópavogi.
Rauði krossinn í Kópavogi gegnir
mikilvægu starfi m.a. í samstarfi
við Kópavogsbæ. Ef þig langar að
taka þátt hafðu þá samband í síma
570 4060 eða á kopavogur@red-
cross.is. Sjálfboðaliðar Rauða kro-
ssins í Kópavogi eru og hafa verið
drifkraftur verkefna í bæjarfélag-
inu í tæp 60 ár.
Önnumst alla þætti
þjónustunnar með virðingu
og umhyggju að leiðarljósi
Útfarar-
og lögfræði-
þjónusta
Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is
Við þjónum allan sólarhringinn
Hugrún Jónsdóttir
útfararstjóri
Rósa Kristjánsdóttir
útfararstjóri
Elín Sigrún Jónsdóttir
framkvæmdastjóri
Þorsteinn Elísson
útfararþjónusta
Snævar Jón Andrésson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta
Katla Þorsteinsdóttir
lögfræðiþjónusta
Gestur Hreinsson
útfararþjónusta
Jón G. Bjarnason
útfararþjónusta
Guðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta