Kópavogsblaðið - 27.10.2016, Side 10

Kópavogsblaðið - 27.10.2016, Side 10
KÓPAVOGSBLAÐIÐ10 Fimmtudagur 27. október 2016 XKosningar 2016 XKosningar 2016 KÓPAVOGSBLAÐIÐ KÓPAVOGSBLAÐIÐ Lofum að vanda okkur BJÖRT FRAMTÍÐ Í pólitík gærdagsins skipti öllu máli að leggja fram góða stefnu fyrir kosningar. Smíðuð voru loforð sem skiluðu stjórnmálaflokkum býsna ríflegu fylgi sem voru svo ekki alltaf í takti við efndir eða öll þar sem þau voru séð. Í Bjartri framtíð nálgumst við hlutina með öðrum hætti. Við lítum ekki á stjórnmála- flokka sem valdastofnanir heldur þjónustumiðstöðvar og höfum sett okkur skýra framtíðarsýn í því verk- efni. Gildi Bjartrar framtíðar og þau vinnubrögð sem við við höfum eru okkar einu eiginlegu loforð. Við tökum hagsmuni heildarinnar fram yfir sérhagsmuni fárra við alla ákvarðanatöku. Við lofum að sýna ábyrgð, skilning og hlýju. Við viljum gagnsærra og manneskjulegra sam- félag þar sem öllum á að geta liðið vel. Við beitum okkur fyrir kerfis- breytingum með frjálslynda, græna miðjustefna að leiðarljósi. Við viljum breyta úreltum kerfum samfélagsins sem þjóna gamla Íslandi. Kerfin er að finna í sjávarútvegi, landbúnaði, menntastofnunum, stjórnmálaflokk- unum, stjórnsýslunni og stundum í hugsunarhætti okkar sjálfra. Við viljum líka eiga samtal um útfærslur á því sem skiptir máli, við þá sem málin varða. Þess vegna gefum við ekki loforð um ókeypis peninga. Við lofum ekki stöðugleika fyrir alla ef hann í raun gildir bara fyrir fáa. Hlut- verk stjórnmálamanna er, að okkar mati, fyrst og fremst að fanga hug- myndir og raungera þær í þjónustu við almenning. Heiðarlegt samtal, samráð, gagnsæi og opin stjórnsýsla skilar okkur öllum miklu betri árang- ri en einvaldsboð að ofan. Það þýðir ekki að Björt framtíð sé stefnulaus. Við vitum hvað við viljum þó við setjum ekki fram nákvæmlega útfærð loforð í krónum og aurum. Við viljum nefnilega breyta áherslum í samfélaginu með meiri fjölbreytni, minni sóun, meiri stöðugleika og meiri sátt. Þannig teljum við að unnt verði að byggja betra samfélag með minna fúski og meiri bjartri framtíð. Viljum við að tekjur af sameiginleg- um auðlindum skili sér til samfélags- ins í meira mæli? Já. Viljum við sinna betur þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu og gera þeim kleift að lifa mannsæmandi lífi? Já. Viljum við gera betur í umhverfismálum? Já. Miklu betur. Viljum við móta heild- stæða stefnu í ferðamálum? Já. Það er afar aðkallandi. Viljum við tryggja að ungt fólk geti menntað sig hér á landi í samkepnishæfum háskólum og búið sér og börnum sínum heim- ili? Já. Hvort við viljum. Viljum við tryggja að þeir sem veikjast eigi alltaf völ á bestu þjónustu og lyfjum? Það geturðu stólað á. Og að við lofum að vanda okkur. Meiri bjarta framtíð. Minna fúsk. Theodóra Þorsteinsdóttir, skipar 2. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Suðvesturkjördæmi. Við getum þetta núna! PÍRATAR Hvað var það við Pírata sem hreif mig? Af hverju gekk ég í stjórnmálaflokk og fór í framboð til Alþingis? Hljómar svolítið klikkað. Ef ég á að vera hrein- skilinn var það ekki stefna Pírata sem slík. Það var heiðarleikinn og einlægnin. Hvernig Helgi Hrafn, Birgitta, Jón Þór og Ásta töluðu bara hreint út. Það skein í gegn. Þau Andri Þór Sturluson skipar 3. sæti í Suðvesturkjördæmi fyrir Pírata. reyndu að eiga samræðu, jafnvel við aðra flokka. Þau sýndu í verki að pólitík þarf ekki að vera ömurleg, eilífur skotgrafarhernaður. Píratar tóku sér stöðu gegn spillingunni. Þar liggur rót vandans. Andstæðan við heiðarleg stjórnmál. Það er ekki hægt að endurreisa traust á stjórnmálum nema að tækla spillinguna. Spillinguna sem birtist okkur í einkavæðingunni, Panama- skjölunum, skipanir í opinber embætti og svo mætti lengi telja. Það er einmitt eitt af fimm áherslumál- unum okkar, að endurheimta traust og tækla spillingu. Ný stjórnarskrá er lykilatriði í því að færa völdin til fólksins. Við viljum að þú ráðir, við viljum hlusta á og tala við þig. Ekki bara á fjögurra ára fresti, heldur allt kjörtímabilið. Þótt það hafi ekki verið stefnan sem fékk mig í starfið, þá erum við með mjög góða stefnu. Stefnu sem kemur frá grasrótinni. Þess vegna er hún í takt við fólkið en ekki sérhags- munaöflin. Við viljum líka tryggja gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónstu. Um það er rík þjóðarsátt. Því má ekki gleyma að þeir sem hafa farið með völdin undanfarin ár bera ábyrgð á ástandinu. Ákall almennings um endurreisn heilbrigðiskerfisins er ekki að ástæðulausu. Hið sama má segja um réttláta dreifingu arðs af auðlindum sem Píratar leggja ríka áherslu á. Fólkið í landinu á auðlindirnar og á að njóta góðs af þeim. Þetta er fullreynt. Við verðum að gera breytingar. Þú getur treyst Pírötum til þess. Við ætlum að halda áfram að stunda heiðarleg stjórnmál. Tala hreint og beint. Tala við fólk. Leita bestu lausnar. Við látum það ekki trufla okkur hvaðan hugmyn- dir koma. Og ég vil að þú getir verið með í lýðræðinu. Ég vil eiga samtal við þig. Og ég vona að þú mætir til að kjósa. XP. Bætum líðan fólks og spörum útgjöld FRAMSÓKN Við alla stefnumótun og ákvörð-unatöku eru gífurleg verðmæti fólgin í því að geta stuðst við rannsóknir. Hérlendis hafa vísinda- menn háskólanna rannsakað um langt skeið áhættuhegðun barna- og unglinga, rannsóknir sem hafa fengið verðskuldaða athygli á alþjóðavett- vangi. Fyrir þessar kosningar kepp- ast framboð stjórnmálaflokkanna við að lofa auknum útgjöldum til heil- Willum Þór Þórsson, alþingismaður, skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. brigðismála og í raun enginn ágrein- ingur um það. Hér þarf að fara saman þarfagreining fagfólksins og svo pólitísk ákvörðunataka um forgangs- röðun og meðferð skattpeninga. Það á að vera keppikefli til framtíðar að draga úr álagi á heilbrigðiskefið og um leið óhjákvæmilegum útgjalda- auka. Forvarnir og lýðheilsa Við ættum í raun að vera að huga að því hvernig við getum dregið úr út- gjaldaaukningu til heilbrigðismála, það ætti að vera hluti af okkar stefnumótun samhliða því að sinna þá betur þeim sem óhjákvæmilega þurfa á þjónustunni að halda. Þess vegna þarf að ráðast í markvissar aðgerðir á sviði lýðheilsu og for- varna. Rannsóknir segja okkur að samvera fjölskyldu og skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf sé besta forvörnin. Þá hafa athyglisverðar rannsóknir dr. Janusar Guðlaugs- sonar staðfest mikilvægi skipu- lagðarar þjálfunar þegar kemur á efri ár. Skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf „fyrir alla“ Við eigum því láni að fagna hér í Kraganum að í krafti öflugs sjálfboða- liðastarfs höfum við byggt upp gríðarlega öflug félög, ungmenna- félög, æskulýðsfélög og íþróttafélög. Hvort heldur snýr að afreksíþróttum eða skipulögðu barna- og unglinga- starfi. Sú jákvæða þróun hefur átt sér stað að iðkendum fer fjölgandi og þar er fjölbreytnin mikilvæg og þátttaka foreldra fer vaxandi. Til þess að halda áfram á þessari braut þarf að hlúa að sjálfboðaliðastarfinu og styðja við mannvirkjagerð til þess að efla skipulagt starf og félagsstarfið sem ekki er síður mikilvægur þáttur. Samþykkt var á Alþingi nýverið að vísa frumvarpi þessa efnis, sem ég og fleiri þingmenn stjórnarflokkanna stóðum að, til ríkisstjórnarinnar. Ég vil endilega fá tækifæri til þess að beita mér og berjast áfram fyrir þess- um áherslum. Lækkum útgjöld heimilanna DÖGUN Hvað ætli venjulegur íbúi í Kópavogi meti mest hjá stjórnmálaflokki? Sennilega minnkuð útgjöld heimila og þá sér í lagi lækkun skatta. Það er margt annað „skattar“ en þeir hefðbundnu sem við þekkjum. Vaxtakostnaður er stór hluti af útgjöldum heimilanna. Fræðimaðurinn Margrit Kennedy hefur rannsakað og skrifað mikið um Gunnar Skúli Ármannsson, læknir og frambjóðandi Dögunar. vexti. Hún tók sig til og reiknaði út mismuninn á kostnaði samfélags með eða án vaxta. Hún komst að því að vextir eru 40% af rekstrakostnaði venjulegs heimilis í Þýskalandi árið 2006. Sennilega er þessi kostnaður meiri á Íslandi vegna verðtryggingar- innar og hærri vaxta. Hún tók saman allan vaxtakostnað allra þeirra sem framleiða vörur eða þjónustu fyrir heimilin. Hún gat sýnt fram á að ef það væru engir vextir þá myndu ráðstöfunartekjur heimilanna hækka um 40%. Vextir er sá kostnaður sem við borgum bönkum fyrir að nota pen- inga. Hér er augljóslega möguleiki fyrir heimilin að bæta hag sinn því gróði bankanna er gríðalegur. Dögun er stjónmálaflokkur sem vill afnema verðtrygginguna og setja þak á vexti. Auk þess viljum við stofna samfélagsbanka sem er ekki hagn- aðardrifinn og greiðir ekki bónusa. Þá eru heimilin að minnsta kosti laus við þann kostnað strax en hagnaður íslensku bankanna eftir hrun er um 500 milljarðar. Sparkasse er samfélagsbanki í Þýskalandi og er meira en 100 ára gamall. Hann hefur í viðskiptum meira en 50 milljón Þjóðverja af 80 milljón. Skoðanakannanir sýna endurtekið mjög mikla ánægju viðskiptavina (>90%). Aftur á móti þá treystir enginn Deutsche bank sem er tæknilega gjaldþrota. Ef Sparkasse græðir þá skilar hann öllum hagnað- inum til samfélagsins aftur. Þannig þjónar hann nærsamfélaginu. Það er í raun stórfurðulegt að líta á það sem náttúrulögmál að bankastarf- semi megi innheimta allan þennan gróða til fárra útvaldra. Við í Dögun teljum gróða bankanna algjörlega galinn kostnaðarlið í rekstri heimila á Íslandi og viljum minnka hann með stofnun Samfélagsbanka.

x

Kópavogsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.