Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.11.1994, Blaðsíða 5

Bæjarins besta - 16.11.1994, Blaðsíða 5
Gerist þu askrífandi að BB átt þú möguleika á glæsilegum vinningi I tilefni 10 ára afmælis Bæjaríns besta þann 14. nóvember sl. efnir blaöið til áskriftarleiks þar sem í boöi eru stórglæsilegir vinningar. Allir skuldlausir áskrifendur BB, gamlir sem nýir, eru sjálfkrafa þátttakendur í leiknum. Dregiö veröur um nöfn heppinna áskrifenda föstudaginn 30. desember 1994. / m-i g ]\) m i í ^ ■ Helgarferö til London Helgarferö fyrir tvo meö Flugleiöum til London ásamt hótelgistingu á 3ja stjörnu hóteli í þrjár nætur. Verðmæti vinnings kr. 74.000,- FLUGLEIDIR , "%ótd Malsverdur á Hótel Isafirði Glæsilegur málsverður fyrir tvo á Hótel ísafirði. Verömæti vinnings kr. 5.000,- * Helgarferö til Reykjavíkur Helgarferð fyrir tvo með Flugleiðum til Reykjavíkur ásamt gistingu á einhverju Scandic hótelanna auk morgunverðar. Verðmæti vinnings kr. 26.000,- w 4H Utsýnisflug um Vestfiröi Útsýnisflug fyrir tvo með Flug- félaginu Erni í póstflugsáætlun félagsins um Vestfirði. Verðmæti vinnings kr. 11.000,- Málsveröur á Pizza 67 Glæsilegur málsverður og veitingar fyrir tvo á Pizza 67 á ísafirði. Verðmæti vinnings kr. 6.000,- Vöruúttekt í Vöruvali Vöruúttekt í einni stærstu matvöruverslun á Vestfjörðum. Verðmæti vinnings kr. 5.000,- Vöruúttekt í Vöruvali Vöruúttekt í einni stærstu matvöruverslun á Vestfjörðum. Verðmæti vinnings kr. 5.000,- Ársáskríft aö BB Heilsárs áskrift að Bæjarins besta, fréttablaði Vestfirðinga. Verðmæti vinnings kr. 8.840,- Ársáskríft aö BB Heilsárs áskrift að Bæjarins besta, fréttablaði Vestfirðinga. Verðmæti vinnings kr. 8.840,- Arsáskrift aö BB Heilsárs áskrift að Bæjarins besta, fréttablaði Vestfirðinga. Verðmæti vinnings kr. 8.840,- * * VORUVAL FLUGFÉLAGIÐ ERNIR Askriftarsímarnir eru 4560 og 4570 Hagkaup og Laufið Verslunin Laufió í Bolungarvík hefur samió við Hagkaup í Reykjavík um sölu á fatnaói og skóm frá fyrirtækinu. Að sögn eigenda Laufsins er áætlað að nýjar vörur berist vikulega og verða þær seldar á sama verði og í Reykjavík. Vitni óskast Ekið var á bifreiðina R-77240 og síðan ekió af vettvangi þar sem hún stóð við Orkubú Vestfjarða á Stakka- nesi að kvöldi þriðju- dagsins 8. nóvember sl. Bifreiðin, sem er af geróinni Toyota Tercel, blá að lit, skemmdist á vinstri hlið. Þeir sem kunna að hafa upp- lýsingar um atburðinn eru beðnir að snúa sér til lögreglu. Óiafur skipar þriðja sætið Endanlegur fram- boðslisti Sjálfstæðis- flokksins á Vest- fjörðum fyrir komandi alþingiskosningar var ákveóinn á fundi kjördæmisráðs flokks- ins sem haldinn var á laugardag. Óvæntustu tíðindin af fundinum eru eflaust þau að ákveóió var að Ólafur Hannibalsson, blaða- maóur skyldi skipa þriðja sæti listans í stað Guðjóns Arnars Kristjánssonar, sem hlaut það sæti í próf- kjöri fyrir stuttu. Tillaga þess efnis að Ólafur skyldi skipa þriðja sætið kom frá Halldóri Jónssyni, bæjarfulltrúa á ísafirói og fór fram leynileg atkvæða- greiðsla um hana. Niðurstaðan var sú að Ólafur fékk 23 atkvæði og Guðjón Arnar 21. Tvö atkvæði voru ógild. Fjögur efstu sætin skipa því þau Einar Kristinn Guðfinnsson, alþingismaður Bol- ungarvík, Einar Oddur Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri, Bol- ungarvík, Ólafur Hanni- balsson, blaðamaður, Reykjavík, Guðjón Arnar Kristjánsson, forseti FSÍ, ísafirði og Hildigunnur Högna- dóttir, framkvæmda- stjóri, ísafirði. Heióurs- sætið, 10. sætið skipar Matthías Bjarnason, alþingismaður, sem hefur ákveðið að láta af störfum í vor. MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1994 5

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.