Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.11.1994, Blaðsíða 26

Bæjarins besta - 16.11.1994, Blaðsíða 26
Hífingarvindurnar eru 12,0/ 21,0 tonna miðað við átak á tíma tromlu og dráttarhraði er 31 metri ámínútu. Pokalosunar- vindur eru 8,5/15,0 tonna og dráttarhraðinn er 25 metrar á mínútu miðað við tóma tromlu. Utdráttarvindurnar eru 4,0/6,5 tonna og dráttarhraðinn er 52 metrar á mínútu. Flottrolls- vindurnar eru 11,0/15,4 tonna miðað við átak á tóma tromlu og dráttarhraðinn er 61 metri á mínútu. Stjórntæki fyrir fram- angreindar vindur frá Rafboða- Rafur eru í brúnni aftanverðri. Togvindurnar eru útbúnar með sjálfvirkum búnaði til þess að jafna togátak. Einnig er hægt að stjórna vindukerfinu úr sér- stökum vindustjórnarklefa á togþilfarinu. Hjálparvindurnar frá Osey hf., og Héðni hf., eru m.a. ætlaðar fyrir bakstroffuhífingar og til að draga út gilsavír. Losunarkranarnir eru annars vegar með 5,0 tonna lyftigetu, miðaðvið 14metralanganarm. Skipið er útbúið með sér- stökum ísgálgum, sem eru vökvaknúnir toggálgar, en þessi búnaður hentar einkar vel þegar togað er í ís. Með gálgunum er hægt að minnsta bilið á milli togvíranna og stýra vírunum svo til beint aftur í kjölfarið úr skipinu. Það dregur úr hættunni á að ísjakar skemmi vírana. Allir toghlerar eru af gerðinni Poly- Ice frá J. Hinrikssyni hf. Til botntrollsveiða verða notaðir tveir 10 fermetra og 3500 kg hlerar og til flottrollsveiða tveir 13 fermetra og 3400 kg hlerar með spoiler. Þess má geta að þetta er þriðja Guðbjörgin sem notar Poly-Ice toghlera en út- gerðin keypt fyrsta toghlera- parið árið 1979 og hafa ekki aðrar gerðir toghlera verið í notkun í Guðbjörginni síðan. Fullkomið frystihús I hinum nýja frystitogara er fullkomið frystihús, rækjuverk- smiðja og mjölverksmiðja. Svo fjölbreytilegir vinnslumögu- leikar hafa ekki áður verið í nýju íslensku fiskiskipi. Fyrirkomulag vinnsluþil- farsins var hannað af Skipa- tækni hf., en um útfærslu, smíði fiskvinnslubúnaðar með til- heyrandi færiböndum og niður- setningu á þessum búnaði sá Landssmiðjan hf. Snyrti- og flokkunarkerfi er frá Marel hf. Fiskmóttakan í Guðbjörginni er alls um 86 rúmmetrar að stærð. Frá móttökunni fer fiskurinn á færibandi að blóðgunaraðstöðu en þar geta allt að níu manns unnið samtímis við blóðgun á fískinum. Tíu blóðgunarköreru inn af móttökunni og er krapís, sem framleiddur er um borð. notaður til að kæla fiskinn. Af- kastageta ísframleiðslubúnað- arins, sem er frá Sunwell, er fimm tonn á sólarhring. Um fjórar vinnslurásir er að velja um borð í Guðbjörginni. I fyrsla lagi má nefna flaka- vinnslu fyrirbolfisk, í öðru lagi heilfrystingu fyrir t.d. karfa og grálúðu, í þriðja lagi rækju- Óskum útgerö og áhöfn Guöbjargar ÍS 46 til hamingju meö nýtt og glœilegt skip. Guöbjörgin er útbúin snyrti- og flokkunarkerfi frá Marel hf. Marel hf„ Höfðabakka 9,112 Reykjavík Sími: 91-878000, Fax: 91-878001 Óskum útgerð og áhöfn til hamingju með nýja skipið. Eftirtalinn búnaður frá BRIMRÚN HF. er í skipinu: FURUNO F9JRUNO SKANTI CSH-22F litasónar FAX 214 veðurkortamóttakari TRR-8400 MF/HF talstöð CN-22 höfuðlínumælar T-2000 sjávarhitamælir VHF: 3000 VHF talstöð FR 2030S radar FM-2520 VHF talstöð VHF: 9110 talstöðvar GD-500 radarplotter FM-7000 VHF talstöð WR: 6020 vörður NX-500 navtex móttakari FD-527 VHF miðunarstöð EPIRP TP-2 neyðarbauja Annað: • Alcatel, símakeiýi hannað <?g byggt af Brimrún hf. • Motorola, NMT farsímar. • Steenhans, kallketfi. y Hólmaslóð 4 K rímrun ht Revkjavík Sími 91-610160 Skipstjórarnir á Guóbjörgu, Guðbjartur Ásgeirsson og Ásgeir Guóbjartsson. vinnslu og síðast en ekki síst ntjölvinnsluna. Eftirtalin fiskvinnslutæki frá Baader er að finna í Guð- björginni. Baader 161 slæingar- og hausunarvél fyrir bolfisk, tvær Baader429A hausunarvél með innyflasugu fyrir karfa, grálúðu og bolfisk, Baader 185 PK tölvustýrð flökunar- og roð- flettivél fyrir bolfisk og Baader 187 flökunarvél fyrir bolfisk. I rækjuverksmiðjunni eru þrjárCamitech rækjuflokkunar- vélar, sem hver um sig afkastar um 1250 til 1500 kílóum á klukkustund, tveir Carnitech rækjusjóðarar og tvö Carnitech litunarkör sem hvort um sig af- kastar um 700 kílóum á klst. Fiskimjölsverksmiðjan er frá Stord International og geturhún unnið úr 25 til 30 tonnum á sólarhring. Mjölinu er pakkað í 35 kílóa sekki og þeim er síðan komið fyrir í mjöllestinni. MikHsjáltvirkni í vinnslunni er alls níu Marel tölvuvogir og ein flæðivog að auki. Búnaðar til frystingar kemur frá Midt- Troms a/s og samanstendur hann af þremur sjálfvirkum plötufrystum frá Odin, einum handvirkum plötu- frysti frá A/S Dybvad Staal Industri og lausfrysti frá Lands- miðjunni. Afköst plötufryst- anna eru um 70 tonn af afurðum á sólarhring. Sjálfvirku fryst- arnir afkasta liver um sig 18,8 tonnum af flökum og sá hand- virki getur afkastað 14 tonnum miðað við heilfrystan fisk. Af- köst lausfrystisins eru um 7,5 tonn á sólarhring miðað við frystingu á flökum en 20 tonn miðað við lausfrystingu á rækju. Sjálfvirku plötufrystarnir eru þannig gerðir að þegar búið er að pakka afurðunum í öskjur og setja þær í pönnur, þá raðast pönnurnar sjálfvirkt inn í tækin. Hið sama gerist við losun. Pönnurnar flytjast sjálfkrafa úr tækjunum og öskjurnar slást sjálfkrafa úr pönnunum. Frosnu öskjurnar fara sjálfkrafa á færi- bandi til pökkunar í kassa. Öskjunum er handraðað í kassa- na og fyrir þá er bundið með Strapack bindivél og þeir eru merktir sjálfvirkum umbúðar- prentara frá Willet. Frá bindi- vélinni fara kassarnir á færi- bandi að lyftu og þaðan niður í lest. í lestinni er sjálfvirkt færi- bandakerfi, sem líkt og út- sláttarbúnaðurinn er frá Odin, en svipaður búnaður hefur t.d. verið tekinn í notkun í Arnari HU og Vigra RE. Færibandakerfið, sem líkja má við hringekju, virkar þannig að kassarnir færast sjálfkrafa eftir iestinni þangað til bandið er fullt en þá þurfa skipverjar að stökkva til og losa bandið. Þess má og geta að plastum- búðir fyrir afurðimar eru allar frá Acoplast og sala afurða er í höndum Seifs hf., nema hvað Isberg hf., sér um sölu á Bret- landsmarkaði. Tæknin í brúnni Líkt og í öðrum nýjum fiski- skipum eru mjög fullkomin fiskileitar-, fjarskipta- og sigl- ingatæki í Guðbjörginni. Flest ný siglingar- og fiskileitartæki í skipinu eru frá framleiðendum sem Ismar hf., og Brimrún hf., hafa umboð fyrir en nokkuð er einnig um eldri tæki. Helstu tæki eru þessi: Ratsjáreru þrjártalsins. Atlas 9600 (1 Osm S), Atlas 9600 (3m X), Arpa og Furuni FR 2030 (lOsm S) með innbyggðum plotter. Seguláttaviti, gýró- áttaviti, sjálfstýring og veg- mælir eru frá C. Plath. Ör- bylgjumiðunarstöð er af gerð- inni Furuno FD 527. Leiðar- ritar eru alls þrír: Furuno GD500 (ratsjárplotter) meðlita- skjá, Ocean Tech. Sea Plot og Macsea stjómtölva. Loran/GPS tæki er frá Trimble Navigation en frá sama fyrirtæki eru einnig tveir gervitunglamóttakarar af gerðinni NT200 með Nav- beacon XL leiðréttingarbúnaði. Dýptarmælar eru frá Atlas. Báðireru djúpsjávarmælarmeð veltibotnsstykkjum og eru þeir tengdir litaprentara frá Hewlett Packard. Tveir sónarar eru í skipinu. Annar er Furuno CSH 22 F Omni sónar með litaskjá og hinn er höfuðlínusónar t'rá Simrad og er sá með kapli. Einnig má nefna tvo þráðlausa Furuno CN22 höfuðlínumæla og Scanmar aflamæli með lita- skjá. Aflamælirinn er með SRU 400 móttakara og tveimur troll- augum. Mið- og stuttbylgjutalstöð er frá Skanti og er hún 400W. Ör- bylgjustöðvar eru frá Skanti og Furuno. Veðurkortamóttakari er af gerðinni Furuno og sjávar- hitamælirer afgerðinni Furuno T2000. Vindhraða- og vind- stefnumælir er frá Aanderaa. I skipinu er Steenhans kallkerfi, innanhússsímakerfi frá Alcatel og sjónvarpsbúnaður frá Nor- ma. Fjórir 20 manna Viking gúmbjörgunarbátar og flot- gallar eru um borð og neyðar- talstöðvar eru frá Skanti. Heimildir: ESEIFiskifréttir. Aug/ýsinga- og áskriftarsímar 4560 & 4570 26 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1994

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.