Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.11.1994, Blaðsíða 9

Bæjarins besta - 16.11.1994, Blaðsíða 9
mikið af lögum saman. Líka textum. Að vísu allt á ensku eins og þá gekk. Þegar við vorum komnir í gangfræða- skóla, þá byrjuðum við að spila m.a. með Vilberg Viggós. Þetta var svona strákahópur í kring- um þetta. Við komum fram á dansæfingum. eins og skóla- böllin hétu þá enn. Við komum fram í pásum hjá stóru bönd- unum. Það er skemmtileg til- viljun, að í fyrsta skipti sem að ég kont frarn opinberlega í Gagnfræðaskólanum, þá varð það í pásu hjá hljómsveitinni Náð. þar sent Rabbi var trommuleikari. Við fórum svo að spila saman tíu-ellefu árum seinna.” Viðtal við Helga Biörnsson söngvara í 29. tbl. BB 1986. Svobúið... „Atburðinum sjálfum man ég lítið eftir. Það eru bara smá- gloppur. Ég man örugglega að ég hékk í öryggisbeltinu á leiðinni niður. Svo man ég þegar vélin var alveg að koma niður. Ég sá bara fjallið fyrir neðan og hugsaði að nú slyppi maður nú ekki. Næsta minnis- leiftur er þegar vélin var komin niður. Ég lá þarna og var að hugsa að naumast rnundi nokk- ur maður koma þarna upp á reginfjöll. Svo var þetta búið. Þó ég hafi verið að tala eitthvað eða reyna að standa upp, þá man ég ekkert eftir því. Ekki fyrr en ég vaknaði á Borgar- spítalanum, fimm dögum seinna. Þá vissi ég ekki neitt. Þá ntundi ég ekki einu sinni eftir þessu. Þá var alveg klippt á allt. alveg frá því vélin fór frá ísafirði og flaug yfir bæinn. Ég mundi eftirþví. Svobúið."Víð- tal í 36. tbl. 1986 við Kristján Jón Guðmundsson, annan tveggja sem lifði af flugslysið í Ljósufjöllum. Börkurski/ar veiafsér „Uppgjörið vegna eigenda- skiptanna á Frosta hf., í Súða- vík er ntiðað við 1. október sl. Ljóst er að rekstur fyrirtækisins hefur gengið afar vel það sem af er árinu. Endurskoðaðir reikningar hafa enn ekki verið lagðir fram, en óstaðfestar fregnir herma að hagnaður frystihússins ásamt rækju- vinnslu nemi um 40 milljónum krónaoghagnaðuraf Bessanum 35 milljónir króna. Hinn ný- uppgerði Haffari er einn póst- urinn enn af jákvæðara taginu. Þar má heita að allt sé nýtt nema skrokkurinn sjálfur. sem er í ágætu ástandi. Ætla má að skipið mætli nú selja á 140 milljónir króna, en allur til- kostnaður við öflun þess og endursmíði mun vera innan við 100 milljónir. Ekki verður því annað sagt en að Börkur Aka- son skili af sér blómlegu búi í Súðavík íhendurhinum nýjum eigendum.” Frétt í 42. tbl. BB 1986. Jarðgöng, það semkomaskai „Hópur manna frá Vest- fjörðum og Austfjörðum fór til Færeyja í síðustu viku að kynna sér jarðgöng og allt sem að gerð þeirra lýtur. Ferð þessi var farin að frumkvæði Fjórðungssam- Kristjárt Jón Guðmundsson, annar tveggja sem lifði af fiugsiysið íLjósufjöiium. bands Vestfjarða. Á fundi sínum á Isafirði í sumar sam- þykkti stjórn Byggðastofnunar að taka þátt í kostnaði við athuganir á þessum málum. í lok ferðarinnar til Færeyja samþykktu Vestfirðingarnir og Austfirðingarnir sameiginlega ályktun. þar sem þeir hvetja til þess að gert verði átak í gerð jarðganga á Islandi og skora á Alþingi að veita til þess 250 milljónum króna næstu tíu árin." Frétt í 43. tbl. BB 1986. Viðmótog viðtökur isfirðinga „Hannes Hafstein kont inn á sviðið að loknu því mikla um- rer fylgdi Skúlamálum. Hann mun einhvern tíma ltafa látið svo ummælt um viðmót og við- tökur Isfirðinga, að sig hefði bókstaflega kalið hér fyrstu árin. Það mun liins vegar hafa breyst á tiltölulega skömmum tíma, og þá átti hann hér góða daga og var vel látinn. Ég hef ekki fundið fyrir þessu. Mér hefur verið ágætlega tekið og okkurhefur öllum liðið afar vel hérna. Við höfum kunnað vel við okkur þennan tíma og hér eigum við ýrnsa góða vini. Að vísu ekki mjög marga en ég hef ekki orðið var við annað en vinsemd.” Viðtal í 51. tbl. BB 1986 við Pétur Kr. Hafstein, bœjarfógeta á Isafirði. 1987 Vfð verjum ísafjörð „En svo kom að því að ég lék Isfirðing! Það er Jón nokkur beykir, uppdiktaður af Ragnari Amalds, mikill stuðningsmaður Skúla Thoroddsens. Ég gerði mig ágætlega ánægðan með þetta þegar til kom. Nema eitt: Það var ein setning sem ég staldraði við á fyrsta sanilestri. Þar segir Jón beykir einhverju sinni, þegar liðsafnaður Skúla stendur sem hæst og uppreisnin er um það bil að hefjast: Við verjum Isafjörð! Ég þótti segja þetta afskaplega ósannfærandi, lengi framan af æfingatíma- num. Það stóð einfaldlega þversunt í ntér að segja þetta.” Viðtal í 2. tbl. BB 1987 við Pálma Gestsson, leikara frá Bolungarvík. Konura uppieið „Menn hafa tekið eftir því, að skipan kvenna á framboðs- lista á Vestfjörðum fer eftir ákveðinni og einfaldri reglu. Hvenær sem nýr listi er lagður fram. er kona einu sæti ofar en á næsta lista á undan. Fyrstur kom listi Sjálfstæðismanna. Þar er kona í fimmta sæti. Annar varlisti Framsóknarmanna. Þar er kona í fjórða sæti. Þriðji var listi Alþýðubandalagsins. Þar erkonaf þriðjasæti. Samkvæmt þessu verður því kona í öðru sætinu hjá Alþýðuflokksmönn- um, ef þeir verða númer fjögur með sinn lista, eins og allt bendirtil.Og þegarskynsamsati maðurinn í H-Prenti heyrði þetta, þá leit hann snöggvast upp frá setningartölvunni og mælti: Ég spái því að svo komi K vennalistinn og þar verði kona í efsta sætinu.” Úr 4. tbl. BB 1987. Með Jöni Baiðvin og Brynðísi „Ollý: Það semmérerminni- stæðast og setur skemmti- legastan blæinn á ntinningarnar frá Isafirði, er að hafa kynnst Jóni Baldvin og Bryndísi sem kennurum og skólameisturum. Og með fullri virðingu fyrir Jóni, þá var ég rnjög hrifin af Bryndísi og þótti mjög vænt um hana sem meistara og kennara. Siggi: Árið sem Bryn- dís var skólameistari fannst mér takast rnjög vel hjá henni. Eigin- lega tókst henni betur en Jóni að sentja við nemendur unt skólahaldið. Jón var alltaf fjar- lægari.” Viðtalí6. tbl. 1987 við hjónin Sigurð Pétursson og Olínu Þorvarðardóttur. Þetta er bækiun „Þetta er Hnífsdalur. Hér vill enginn búa. Nema þeir sem eru fæddir hérna. Það er félagsleg bæklun að fæðast í svona krummaskuðum. Hérelst mað- ur upp, eyðir hér bestu árum ævinnar, og rankar svo ekki við sér fyrr en maður er búinn að byggja. Ef mann langar svo að breyta til, að fara eitthvað annað, þá er ekki hægt að selja. Þetta er bæklun.” Viðtal í 16. tbl. BB 1987 við Aðalbjörn Jóakimsson, framkvœmda- stjóra Bakka hf, í Hnífsdal. Meðvitunðar- iaus íálta vikur „Það var 19. febrúar 1983. Ég var að koma til baka frá því að fara með yngri son ntinn inn á flugvöll... Ég var svo heppinn að vera einn í bílnum... Ég var fluttur suður nteð þyrlu. Þeir voru einmitt að kynna hérna þyrlu frá Sikorski-verksmiðj- unum. Þeir flugu með mig beint suður á gjörgæslu, og þar var ég meðvitunarlaus meira en átta vikur. Þaðeróskiljanlegt hvern- ig ég gat sloppið lifandi úr brakinu. Ég tvíhálsbrotnaði og viðbeinsbrotnaði og fékk mikið höfuðhögg.” Viðtal í 17. tbl. BB1987 við Hrein Eggertsson frá Bolungarvík sem slasaðist illa í bílslysi á Hnífsdalsvegi. Hjólastólarall „Á miðvikudaginn var haldið svokallað hjólastólarall á plan- inu fyrir framan nýja sjúkra- húsið. Framkvæmdaaðili ralls- ins var Svæðisstjórn Vestfjarða um málefni fatlaðra. Mark- miðið með framtakinu er að vekja athygli fólks áferlimálum fatlaðra, þeim hindrunum sem verða daglega á vegi fatlaðs fólks og hve mikluni erfið- leikum það er bundið að komast yfir þröskulda, skábrautir, í gegnum dyr o.s.frv. Meðal keppenda voru bæjarfulltrúar, sveitarstjórar, byggingarfull- trúi, skattstjóri, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, yfirlæknir, knattspymumenn og sálfræð- Hefurðu Þú getur meðal annars: • Prentað út ókeypis fœrsluyfirlit af tékkareikningi • Tekið út peninga • Athugað stöðu reiknings Hraðbankinn er einfaldur í notkun og opinn allan sólarhringinn. ISLANDSBANKI / Hafnarstrœti 1, Isafirði MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1994 9

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.