Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.11.1994, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 16.11.1994, Blaðsíða 12
Úr gömlum b/öðum Aðferðast frítt Égfórtil hans Sverris á Ferðaskrifstofunni nú ádögunum, því ég þurfti að fara suður. Ætlunin var að leita að ódýrara fargjaldi en þessu venjulega. Sverrir tók mér vel og við byrjuðum að leita að ódýru fargjaldi til Reykjavíkur. Ég ætlaði ekki með konuna, þannig að ekki fékkst fjölskyldu- afsláttur. Ég var ekki nógu gamall fyrir elliafslátt og ekki nógu ungur fyrir barnaafslátt. Ég var ekki í hópferð og fékk því ekki hópferðaafslátt, ekki í skóla fyrir skólaafslátt, ekki íþróttamaður fyrir íþróttaafslátt. Ef ég hefði komið fyrr hefði ég getað keypt allskyns pexa og apexa ódýrt. Hvorki ég né konan mín vinnum hjá Flugleiðum, þannig að ekki var þar afslátt að fá, né var ég hluthafi í Flugleiðum og fékk því ekki hluthafaafslátt. Við vorum ekki komnir lengra er við vorum truflaðir af tveimur góðum viðskiptavinum sem voru á leið til Danmerkur. Þeir sóttu farseðla og fengu sérstakan innanlandsafslátt, hins vegar var ekki hægt að skilja hvers vegna annar fékk innanlands- „legg” frá Kaupmannahöfn til Alaborgar frítt. Síðan héldum við Sverrir áfram. Hann bauð mér ódýran farseðil áfram t.d. til Vestmannaeyja eða Akureyrar. Já, hann Sverrir, hann bauð fram marga möguleika á afslætti en einhvern veginn var enginn fyrir mig. En þegar Sverri datt í hug að spyrja hver vegna ég væri að fara suður og ég sagði honum að ég væri að fara til læknis, kom kostaboðið. Frítt far - eða því sem næst. Ég fengi fargjaldið endurgreitt í sjúkrasamiaginu hjá Haraldi, bara að fá rétta pappíra. Þetta voru sko viðskipti í lagi og góð þjónusta. Fór inn til að fá ódýran farseðil og fékk frían. Bara að finna góða ástæðu. Ég var svo ánægður er ég kom frá Sverri að ég kom við hjá Pétri bæjarfógeta og borgaði með glöðu geði inn á skattinn. Svo var það þegar ég var sestur upp í flugvél inn á velli að ég fór að hugsa: Hve margir farþegar í vélinni skyldu nú hafa greitt fullt fargjald? Hvað ætli séu margar tegundir afsláttar í boði? Væri ekki möguleiki að farþegarnir 44 hafi greitt sitt fargjaldið hver og engir tveir það sama? Kannske var það flugfreyjan sem tók af öll tvímæli þegar hún las upp nýjan texta: „Góðir farþegar, fyrir hönd Flugleiða,... og vinsamlegast hafið beltin spennt. Vinsamlegast ræðið ekki far- gjaldið sem þér greidduð við sessunaut yðar. Takk fyrir og góða ferð.” Já, með sömu vél á sama tíma og á sama stað geta verið yfir40 mismunandi fargjöld og það má ekki ræða. Dálkahöfundur í 35. th. BB, 1. októher 1985. varð til þess að ég fór við fyrsta tækifæri. Þarna var töluvert af fólki, aðallega sjómenn af ýmsum þjóðernum. Þar heyrði ég boðskap Biblíunnar og að maður yrði að frelsast til að öðlast eilíft líf.” ViOtal í41. tbl. BB1988 viðSigfús Valdimars- son, kristniboða með meiru. Svörtbókum starfsfó/k „Verkstjórar Hraðfrystihúss Dýrfirðinga héldu bók um starfsfólk fyrirtækisins síðast- liðin 6-7 ár, þar sem þeir færðu inn ýmsar athugasemdir um það. TrúnaðarmaðurH.D. kom- st að þessu fyrir nokkru og fór hann þá fram á það á fundi verkalýðsfélagsins að beðið yrði um álit lögfróðra manna á lögmæti þess að halda slíka bók. Verkalýðsfélagið sinnti því ekki og skömmu síðar var bókin eyðilögð af yfirmönnum fyrir- tækisins. „I bókina voru færðar frásagnir af ýmsum deilumálum milli verkstjóra og starfsmanna og stundum voru jafnvel háðs- yrði í garð viðkomandi starfs- manns,” sagði Jóhannes F. Jóhannesson, trúnaðarmaður starfsmanna í samtali við blað- ið.” Frétt Í46. tbl. lílt 1988. Bjó tilrigningu fyrir Gatidafi „Ég hef nú tekið mér frí frá turninum stöku sinnum, farið til útlanda og 1982 fór ég að vinna t' fjóra mánuði í Líbýu. Það kom þannig til að kunningi minn á varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins spurði mig hvort ég væri tilbúinn til að fara í nokkra mánuði til Líbýu og halda gangandi fyrir þá radartækjum. Ég þóttist klár í það. Það verkefni sem ég vann aðallega að var kallað „Cloud seeding”, skýsæðing. Það fólst í því að finna ákveðna tegund skýja sem nefnast Nimbus Cumulus og sprengja þau til þess að fá úrkomu. Þessir Nimbusar eru yfirklæddirhagl- strókar í um 8-15 þúsund feta hæð. Við flugum að þeim á litlum flugvélum með sprengju- vörpu sem var hlaðin með 20 litlum sprengjum sem innihéldu silfuroxíd. Þegar því er skotið í Nimbusinn fer hann að falla niður sem regn." Viðtal í 50. tbl. 1988 i’ið Gríms Jónsson, flugradíómann með meiru. Vínið varðhiuti afmér „Vínið var eins og hluti af mér. Ég var byrjaðu á þessu og því gat enginn breytt. Það var orðiö vandamál strax í upphafi. Ég man að eftir fyrsta fylleríið, þá leið mér aldrei vel ófullum. Það var í mér einhver óróleika- tilfinning sem ég vissi að ég gat lagað með brennivíni og ég gerði það. Ég man aldrei eftir mér öðruvísi en til einhverra vandræða, það voru alltaf ein- hverjir að segja mér að hætta en és hlustaði ekki á neinar rök- ræður um þessu mál. Ég get hvorki kennt sjálfum mér né öðrum um þetta. Og músík- bransinn kemur þessu ekkert við. Málið er að sumt fólk er þannig tilfinningalega gert að það sér, á vissum tímum, enga aðra lausn. Sumir fara þessa leið. Mennirnir verða að geta lært hver af öðrum. Ég er sá maður sem fer þessa leið. Síðan breytist þetta í sjúkdóm.” Við- tal í52. tbl. 11111988 viðRúnar ÞórPétursson, tónlistarmann. 1989 Í300manna tangeisi „Þegar komið var með mig var mér hent inn í biðklefa sent menn voru settir í áður en þeir fara í sjálft fangelsið... I þessu fangelsi eru um 300 manns og því er skipt í þrjár álmur, varð- haldsálmu sem ég var settur og 90 manns voru í, álma fyrir fanga sem höfðu hlotið dóma og sú þriðja fyrir þá sem höfðu vinnu innan fangelsisins. Þar voru aðallega fagnar sem höfðu hlotið langadóma, þvíþað tekur a.m.k. ár að fá vinnu í fang- elsinu... Síðasti mánuðurinn, desember, var sá allra erfiðasti. Þegar fór að dimma þá gjör- breyttist ástandið. Þá voru teknir margir ungir eiturlyfjaneyt- endur sem voru flestir illa haldnir. Þann tíma sem ég sat inni styttu sex ungir drengir sér lífið þarna, aðeins 18-20 ára gamlir... Ég fór í nokkur partý og þar sá ég meðal annars 12 ára stúlku sprauta sig ineð heróíni. Þann dag sá ég hvaða áhrif eiturly fjaneysla getur haft og þá fékk ég ógeð. Og á næstu dögum fór líf mitt að taka nýja stefnu.” Úr viðtali í2. tbl. 1989 við Úlfar Sigurðsson, ungan lsfirðingsem sat ífangelsi íV- Þýskalandi fyrir eiturlyfja- smygl. Bræðiriifur niðuríiýsi „Nú um áramótin byrjuðu sjómenn áGuðbjarti ÍS að hirða alla lifur úr fiski sem veiðist síðustu fjóra daga í hverjum túr. Þeir fá 15.50 krónur fyrir hvert kíló og geta því bætt nokkuð við launin með þessum hætti. Síðustu tvær vertíðir hefur Norðurtanginn einnig greitt sjómönnum á línubátun- um þremur fyrir lifur en að sögn Jóns Páls Halldórssonar, fram- kvæmdastjóra Norðurtangans er verðið fyrir lýsi nú orðið það gott að ástæða þótti til að hirða lifur á Guðbjarti líka.” Úrfrétt í 4. tbl. 1989. Tveimur mönnum bjargað „Rækjubáturinn Kolbrún ÍS sökk í svokallaðri Prestabugt út af Hraðfrystihúsinu Norður- tanga hf„ um klukkan 22 í gær- kvöld. Tveir menn, þeir Gísli Jón Kristjánsson, skipstjóri og Haraldur Konráðsson voru á Kolbrúnu. Þeim var bjargað eftir nokkurra mínútna volk í sjónum um borð í rækjubátinn Oskar IS. Voru þeir oðnir kaldir og þrekaðir. Líkamshiti Gísla mun hafa verið kominn niður í 32gráður. Báðirmennimirvoru í flotgöllum og mun það hafa orðið þeim til lífs.” Úrfrétt í7. tbl. 1989. Heiúéggangi heim „Það Itefur líklega aldrei verið jafn mikið að gera á ntið- vikudegi í Ríkinu á ísafirði og 1. mars sl. Á einum degi seldust 16.000 dósir af bjór og 3.840 dósir voru sendar á staði utan ísafjarðar. Og á föstudag var öll fyrsta sendingin uppseld, 960 kassar. Allhörðustu bjór- aðdáendurnir voru mættir fyrir klukkan níu fyrir utan áfengis- útsöluna og biðu þar í bílum sínum eftir að lásinn yrði tekinn af og mjöðurinn góði fengist keyptur á löglegan hátt á ís- landi í fyrsta sinn í 70 ár.” Úr fréttílO. tbl. 1111 1989. Fiuttínýja sjúkrahúsið ,,Það var handagangur í öskjunni síðastliðinn fimintu- dag á sjúkrahúsunum tveimur á ísafirði þegar flutt var í nýja sjúkrahúsið úr því gamla. Þegar BB kom á staðinn var verið að bera sjúklingana út í sjúkrabíla, raða ýmsum búnaði á vörubíl, ákveða hvað færi yfir og hvað ekki, taka til og ganga frá. Ekki létu allir þennan fyrirgang hafa áhrif á sig, náttúran hefur sinn gang og á fimmtudagskvöld kont nýr Vestfirðingur í heim- inn á gamla sjúkrahúsinu.” Úr frétt í 11. tbl. 1989. Kristján G. Jóakimsson. Hneigðum okkur í símann „Hneigingarnar og beyging- arnar eru kapítuli út af fyrir sig. Menn hneigja sig þegar þeir heilsast og kveðjast og því oftar sem meiri virðing er borin fyrir viðmælandanum. Ef menn bera mikla virðingu fyrir þeim sem þeir sig oft og mörgum sinnum og snúa sér jafnvel við þegar þeir eru komnir spöl í burtu og hneigja sig í viðbót. Við pöss- uðum okkur svo vel að við vorum farin að hneigja okkur í símann.” Úr viðtali í 14. tbl. BB 1989 við lijónin Sigrúnu Sigvaldadóttur og Kristján G. Jóakimsson, sem bjuggu um 18 mánaða skeið í Japan. Útskritaður án próttöku „Einn ef nemendum Iðn- skólans á ísafirði var útskrifaður með 2. stigs vélstjórnarpróf vorið 1988 eftir tveggja anna nám, með réttindi til að vinna við 1000 hestafla vél, án þes að hafa tekið öll tilskilin próf. Að jafnaði tekur slíkt nám fjórar annir. Kennslustjóri iðnsviðs skólans bjó til einkunnir fyrir nemendann í fimm fögum án vitundar skólastjóra en að eigin sögn í samtölum við skólanefnd eftir viðræður við kennara.” Úr frétt í 16. tbl. 11B 1989. HáttáníBúð kemur „Nýtt skip sem Hraðfrysti- húsið Norðurtangi hf„ hefurátt í smíðum síðasta ár í Svíþjóð kom til heimahafnar á Isafirði helgina. Skipið er 252 tonn og hefur hlotið nafnið I lálfdán í Búð. Skipið byrjar á grálúðu- Nú er rétti tíminn tii að panta augiýsinga- pláss fyrir jóiin. Hringið í síma 4560 eða 4570 og kannið hvað / boði er. Úr göml- um blöð- um Okintiin Gróðurreitinn girðir gaddavír á streng. Vörðinn standa stirðir staurarnir í keng. Rolla liggur í leyni laumast inn um gat. Bítur brum af reyni bólgnar út af mat Börk af birki nagar blæðir saftin römm. Yfir kjarrið kjagar kjaftfull rolluskömm. Fura fjalli bundin flýr ei örlög sín. Dimm er dauðastundin dýrið gráðugt hrín. I valinn fellur fífill sem fól sig inn um grjót. Um rjóðið ráfar hnýfill og rífur gras við rót. Vargur vígamóður vægir engu tré. Etur allan gróður sem áður náði í hné. Þegar foldin fýkur og flýr út á sæ. Hold á hrúti strýkur höndin inn í bæ. Bóndi brosir rjóður býst við vænum dilk. Hann grætur ekki gróður sem grær á mjóum stilk. Gæðakjötið góða er gefið út um lönd. Húsfreyjur þar hljóða og henda fiturönd. Útlend öskutunna ávöxt jarðar fær. Bert er landið brunna þér blæðir móðir kær. Höf : Jón. Með kveðjufrá baráttu- samtökum um sauðlausan bœ. er verið að kveðja þá hneigja Ú/far Sigurðsson kynntist þýsku fangeisi. 12 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1994

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.