Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.11.1994, Blaðsíða 11

Bæjarins besta - 16.11.1994, Blaðsíða 11
1988 GætirþúekM tokað annan hvernúag? „31. desember 1987 markaði viss tímamót í verslunarsögu Isafjarðarkaupstaðar. Þá var lokað síðustu nýlenduvöru- verslun bæjarins þar sem kaup- maðurinn afgreiddi sjálfurallar vörur yfir búðarborðið. Já, þá lokaði Jónas Magnússon, versl- un sinni fyrir fullt og allt. Mikill sjónarsviptir er af Jónasarbúð. þvíhún hefur verið sem órjúfan- legur hluti af Isafirði eins og þeir þekkja alist hafa hér upp... Einn fastakúnninn sem var ós- áttur við lokunina sagði við Jónas: Þú fært ekkert að hætta. Það þýðir ekkert, að setja einhverja auglýsingu í gluggann og loka svo bara. Gætir þú að minnsta kosti ekki farið dálítið hægar í sakirnar og lokað bara annan hvern dag svona til að byrja meö?” Frétt í 1. tbl. 1988. Mlsffoyce flyglanna „Ég var bæði í flyglum og píanóum. En þessi verksmiðja er nú ein stærsta hljóðfæraverk- smiðjan, framleiðir ef svo má segja Rolls Royce flyglanna. Þannig að þegar maður byrjar að vinna í verksmiðju sem þessari er manni ekki hleypt í hvað sem er. Ég byrjaði í grófu deildinni, í því að kynnast viðnum, þar var maður látinn handhefla og vinna á verk- stæðinu til þess að byrja með til þess að kynnast því hvernig viðurinm er og vinna nteð hann. Síðan fór maður smátt og smátt út í ákveðna þætti framleiðsl- unnar. Ég fékk ákveðna áætlun, rúmlega tveggja ára áætlun, og í henni stóð livað ég ætti að gera í hverri viku, og hún stóðst frá upphafi til enda.” Viðtal í6. tbl. 1988 við Davíð S. Ólafs- son, píanósmW. Hótet Botungarvík „Um síðustu helgi var stofn- að í Bolungarvík, hlutafélag sem hefur það að markmiði sínu að reist verði hótel í Bolungar- vík. Einar Jónatansson, einn af forsvarsmönnum hótelbygg- ingarinnar sagði að farið yrði í það að safna hlutafé og er stefnt að því að hlutafé verði 15 milljónir króna. Undirbúnings- hópur sem var með málið í athugun lét reikna frumhug- nrynd að hótelinu og er þar gert ráð fyrir 18 herbergja hóteli, áföstu félagsheimili Bolungar- víkur. “ Frétt Í8. tbl. 11111988. Gengiðuppað Gleiðarhjalla ,,Ég byrjaði hérna uppi í Stóruurð sem smákrakki, þetta sjö eða átta ára gamall. Þar var aðal brekkan. Þá voru ljós þar og var skíða þar á hverju kvöldi. Þá var lyftan sem var sett þar upp ekki komin, hún kom löngu seinna. Við gerðum mjög mikið af því að fara þarna á skíði áður en skíðalyfturkomu til, mórall- inn í hópnum var svo góður. Það gengu allir saman upp hlíðina, manni fannst það ekkert mál að ganga alveg upp undir Gleiðarhjalla, enda var þetta líka þannig þá að við voum búnir að ganga þetta svo oft að það voru komnar nokkurskonar tröppur í hlíðina.” Viðtal í 13. tbl. 1111 1988 við Hafstein Sigurðsson, skWamann. Ástarijóðá sveitaböiium „Það skemmtilegasta sem ég gerði á þessum tíma sem ég var þarna í Eyjafirðinum var að fara ásveitarböllin. Égminnist þess ákaflega vel þegar við vorum að dansa á böllunum og ungu mennirnir voru að senda mér ljóð í laumi, svona hálfgerð ástarljóð. Ég tók þessum ljóðum náttúrulega vel, og ég hefði svosem vel getað sest þarna að, því úrvalið var ágætt.” Viðtal í 16. tbl. 1111 1988 við Guðrúnu Vigfúsdóttur, veflistamann. Fyrstihátur Véismiðjunnar Þórs sjosettur „Það var viss tímamótasjó- setning sem fór fram á Isa- fjarðarhöfn sl„ laugardag. Þá var sjósettur með pompi og prakt, báturinn Inga VE sem er fyrsti báturinn sem Vélsmiðjan Þór smíðar. Það var eiginkona Gestar, Ingibjörg Agústsdóttir, sem nefndi bátinn, þarsem hann hékk í krana rétt fyrir ofan sjávarborðið. Að því loknu var hann látinn síga varlega í sjóinn, og eigandinn steig í fyrsta skipti um borð." Frétt í 29. tbl.BB 1988. Fjöióagjató- þroti „Viðhöfum veriðmeð harðar innheimtuaðgerðir í gangi og á næstu mánuðum mun lög- fræðingur okkar hreinlega fara að mönnum og fyrirtækjum og koma þeim aðilum, sem ekki hafa staðið við sínar skuld- bindingar og eiga jafnvel ekki fyrir þeim, beint í gjaldþrot. Það er vitað mál að krafa bæjar- sjóðs verður ekki eina krafan sem verður á lofti. Því er augljóst að fjöldi einstaklinga og fyrirtækja veröur gjaldþrota á næstu mánuðum.” Viðtal í 34. tbl. 111! 1988 við Bjarna Sólbergsson, þóverandi fjár- málastjóra ísafjarðarkaup- staðar. Lóðaróeiiur við Aðaistræti (Poiigötu) „Síðastliðinn föstudag hóf Guðmundur Þórðarson, bygg- ingarverktaki framkvæmdir við grunn á lóð sem hann hefur fengið úthlutað undir fjölbýlis- hús við Aðalstræti (Pollgötu). Er Guðmundur var mættur með sín tæki á svæðið kont Daði Hinriksson, íbúi við Aðalstræti 13 og lagði bíl sínum á bygg- ingarsvæðið svo að Guðmundur átti í mestu erfiðleikum með að athafna sig. Daði neitaði að færa sínar eignir af lóðinni sem er í eigu föður hans Hinriks Guð- mundssonar og Daði hefur fullan umráðarétt yfir og hefur málið valdið miklu hugarangri hjá þeim aðilum sem deilt hafa þar um helgina. Eignir Daða voru síðan færðaraf byggingar- lóðinni með lögregluvaldi.” Úr frétt í 34. tbl. 1111 1988. Fimmtán aðitar unóirsama þaki „Stjórnsýsluhúsið nýja á Isa- firði var vígt á laugardaginn að viðstöddu fjölmenni. Þar voru samankomnir þingmenn, bæj- arstjórn og starfsmenn í hinu nýja húsi, auk fjölda annarra gesta. Ráðherrar sem Itöfðu boðað komu sína gálu þó ekki mætt, enda nóg að gera fyrir sunnan. Haraldur L. Haralds- son, bæjarstjóri lýsti húsið formlega afhent eignaraðilum til reksturs og afhenti um leið Ola M. Lúðvíkssyni formanni rekstrarstjórnar hússins lykl- ana.” Úrfrétt Í38. tbl. BB1988. Éghetheitar henóur „Trúlega hefur þetta alltaf blundað í mér. Ég tók fyrst eftir þessu fyrir nokkrum árum. Ef einhver í fjölskyldunni var með verki, óþægindi eða meiðsli, þótti oft gott að ég legði hendur á viðkvæma staðinn og mörgum fannst þeim líða betur. Mér hefur verið sagt af þeirn senr ég hef lært af, að ég hafi svo- kallaðar heitar hendur. I fyrstu hafði ég ekki mikla trú á þessu, hélt að þetta væri bara eins og hver og einn hefði, en eitthvað er þetta því það hefur hjálpað.” Viðtal í 40. tbl. BB 1988 við Stefón Dan Óskarsson, eig- anda Sttidíó Dan. SigfúsB. Valdimarsson. Ég varbiinó- fuiiur „Eftir þessa vertíð fór ég til Vestmannaeyja og var þar í 12 vertíðir. Þar gekk ég í Hvíta- sunnusöfnuðinn Betel og tók þar niðurdýfingarskírn. Kristi- legu starfi kynntist ég fyrst norður á Siglufirði sumarið 1933. Þá var ég sjómaður á bát sem var stundum í flutningum á milli fjarða. Ég drakk mikið í þá daga þó ungur væri og svallaði mjög. Einn dag er ég að rangla uppi í bæ á Akureyri, blindfullur, og rekst þar á mann sem biður um far með bátnum til Siglufjarðar. Svo bauð hann mér heim til sín þó ég væri svona á mig kominn og fór að tala við mig. Hann segist vera að fara til Siglufjarðar til að starfa þar á kristilegum sam- komum með norsku fólki sem þar rak sjómannaheimili. Svo bauð hann mér á samkomu. Það Úr gömlum b/öðum Gömu/saga austan úrKína ÞETTA gerðist fyrir örófi alda austur í Kína, í byggð þeirri sent nefnd hefur verið „I friðsæld hinna háu fjalla”. I þeirri byggð voru þrjú menntasetur, en það voru: „Skóli byrjenda” í suðurbyggðunum. „Skóli alþýðunnar” í norðurbyggðunum og „Skóli hinna hagnýtu fræða,” en hann var ímiðri byggðinni. Við hvern skóla voru margir fræðarar og yfir hverjum skóla var lærimeistari. Þá var Bjong Ving, lærimeistari við Skóla aiþýðunnar, nokkuð við aldur. Hann kvaddi sér hljóðs í öldunarráði héraðsins og mælti: „Nú er ég á þeim aldri að ég hlýt að draga mig í hlé sem lærimeistari. Þó vil ég, áður en ég læt af starfi, lýsa fyrir ykkur hvernig við getum bætt starfið í skólunt byggðarinnar. Mér hefur borist til eyrna að ungmenni, sem héðan fara til náms í niusterum hinna stóru borga þyki ekki nógu vel undirbúin. Til að bæta úr þessu vil ég benda á þá leið að í byggðinni verði ráðinn yfirlærimeistari. Sá skal settur yfir lærimeistara skólanna þriggja. Hann á að leita frétta í musterunum, hvað þar sé helst að gerast í fræðslu og menntun, og hvers sé krafist af þeim sem þar leita inngöngu. Þessu á hann síðan að miðla til skólanna hér og fylgjast með að eftir því sé farið. Einnig hefi ég vitað þess dæmi að peningar sem skólarnir hafa til ráðstöfunar hafa ekki alltaf verið skynsamlega notaðir. Því legg ég til að yfir skólanna verði ráðinn fjármálastjóri. Hann á að leiðbeina stjórnendum skólanna um hvernig best megi nýta þá peninga sem þeir fá í sinn hlut.” Að ræðu þessari lokinni baðst Bjong Ving lausnar frá starfi sinu. Hélt hann síðan á braut og gaf sig að hugleiðingum og fræðistörfum. Þegar Bjong Ving varfarinn litu hinirfriðsömu íöldungarráðinu hveráannan, ogsögðu: „Þetta virðist vera nokkuð skynsamlegt,” og fóru svo að tala um eitthvað annað. Hinir herskáu í öldungaráðinu hristu höfuðið, hver framan í annan og sögðu: „Hann er orðinn elliær.” Varnú lýsteftirlærimeistaraaðskólaalþýðunnar. Hal Lí, leiðtogihinnaherskáu í öldungarráðinu, sóttist eftirstarfinu. Ekki leist hinum friðsömu áaðfelahonum það. Ottuðust að hann myndi fræða börnin þannig upp að þau yrðu öll herská. Var þá sendur boðberi um landið til að kunngera að lærimeistara vantaði við skóla alþýðunnar 1 Byggðinni í friðsæld hinna háu fjalla. Kom þá Beng Sving, fannbarinn og þrammandi á þrúgum norðan úr Borg hinna þykku vetrarsnæva. Var hann settur lærimeistari. Reiddist þá Hal Lí og kallaði saman fund forystumanna í flokki hinna herskáu í byggðinni. Þar var rætt um, með hverjum hætti mætti heppnast að flæma Beng Sving úr byggðinni. Hal Lí hugkvæmdist þá snjallræði. Kallaði hann til sín hina virðulegu frú, Thou Píe. Hal Lí sagði við Thou Píe: „Ert þú reiðubúin að leggjanokkuð af mörkum til aðflæmaBeng Sving úr byggðinni?” Thou Píe svaraði: „Það er ég, hvað sem er.” Hal Lí sagði þá við Thou Píe: „Farðu þá á fund, hinnar virðulegu frúar Gei Sjang, en hún er hátt sett í flokki hinna friðsömu, og reyndu að sannfæra hana um að nú sé rétti tíminn til að hrinda hugmyndum Bjong Vings í framkvæmd. Gangið síðan á fund mandarínans. Þið skuluð lýsa fyrir honum hugmyndum Bjong Vings og biðja hann leyfis að breyta skólahaldi í byggðinni í samræmi við þær. Thou Píe fór til Gei Sjang og tókst eftir miklar fortölur að sannfæra hana um að rétti tíminn til að breyta skólanum væri kominn. Þær gengu svo á fund mandarínans og lýst fyrir honum hugmyndum Bjong Vings um breytingar á skólahaldi. Mandaríninn tók sér góðan umhugsunartfma og ráðfærði sig við ráðgjafa sína. Síðan kallaði hann þær Thou Píe og Gei Sjang fyrir sig og sagði: „Það samrýmist ekki lögum vorum að neinn lærimeistari hafi meira en einn aðstoðarlærimeistara eða yfirfræðara. „Hvað gerum við þá?” sagði Gei Sjang. Þá svaraði Thou Píe: „Einn eða þrír, það skiptir ekki öllu máli. Höfum þá baraeinn aðstoðarmeistara.” Mandaríninn mælti: Byggðin í friðsæld hinna háu fjalla er varla nógu fjölmenn til að skipa sérstakan eftirlitsmann með fjárreiðum skóla.” „Verðum við þá að hætta við?” spurði Gei Sjang. „Alls ekki” svaraði Thou Píe. „Þegar lærimeistarinn verður orðinn einn getur hann hæglega annast það líka.” „Er það þá vilji ykkar að í byggðinni verði einn skóli með einum lærimeistara og einum yfírfræðara?” spurði mandaríninn. „Já herra,” svöruðu þær báðar, Gei Sjang og Thou Píe. „Verði sem þið viljið,” sagði mandaríninn. I Byggðinni í friðsæld hinnaháu fjallaer nú rekinn einn skóli í húsakynnum þeim þar sem áður var skóli hinna hagnýtu fræða. Allir voru ánægðir. Hinir friðsömu vegna þess að þeim tókst að hrinda hugmyndum Bjong Vings í framkvæmd. Hinir herskáu eru ánægðir vegna þess að Beng Sving vildi ekki starfa við nýja skólann. Anægðastir af öllum eru þó ökumenn hlaupakerranna vegna þess að nú eru þeir á þönum um allan bæ að flytja börn til og frá skóla. Fræðarinn Fa Tsu Gi, sem starfaði með Bjong Ving, skráði fyrsturþessa sögu. Síðan hefur hún gengið mann frá manni, kynslóð fram af kynsióð. Sögu þessafékk blaðið senda er hálfgerð styrjöld geysaði innan skólageirans á Isafirði árið 1985. Sagan hirtist í 26. tbl. BB. sem kom út23.júlí 1985. MIÐVIKUDAGUR 16. NOVEMBER 1994 11

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.