Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.03.1996, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 13.03.1996, Blaðsíða 4
tJtgefandi: H-prent hf. Sólgötn 9, 400 ísafjörður Ð 456 4560 Q456 4564 Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson Blaðamaður: Jóhanna Eyfjörð Bæjarins besta er aðili að samtök- um bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hJjóðritun, notkun ljósmynda og annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið. Netfang: hprent@snerpa.is Hagsmunamál að ríkisbankarnir sameinist Stöðugildum innan bankakerfisins hefur fcekkað um 600 á fimm árum. Formanni bankamannasambandsins er Ijóst að bankamönnum framtíðarinnar fœkkar enn frekar. Hann telur vœnlegri leið að sameina ríkisbankana, líkt og Björgvin Vilmundarson, sá er lengst hefur setið á bankastjórastóii í Landsbankanum, gerði að umtalsefni á ársfundi Lands- bankans fyrir skemmstu, heldur en einkavœða þá. Megin inntakið í boðskap bankastjórans með sameiningu ríkisbankanna er sparnaður allt að einum milljarði króna á ári, án þess að skerða þjónustu, og möguleikinn á að til verði banki, sem hafi burði til að veita stórum viðskiptavinum eðlilega fyrirgreiðslu. Bankastjórinn er hlynntur hluta- félagsforminu. Hann telur hins vegar að sú breyting ein og sér skili ekki þeim árangri, sem menn hljóti að stefna að og sé nauðsynlegur. Viðskiptaráðherra er á öðru máli. Sameining bankanna er ekki á dagskrá. Ráðherrann hefur líka sagt að sala bankanna sé ekki á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar. „ Ég hef sagt það að það að breyta ríkisviðskiptabönkunum yfir í hlutafélög þýði ekki það sama og að selja eigi eignarhluta ríkisins." En ráðherrann er ólmur í hf. Og þegar það er fengíð vill hann auka hlutaféð og fá nýja aðila til samstarf við ríkið um rekstur bankanna, Fyrsta skrefið að sölu? Bankastjóri Búnaðarbankans dregur seiminn við hug- myndum Landsbankastjórans og segir málið flókið. Þetta er kunn afsökun þegar eitthvað brennurá eigin skinni. Sameiníng bankanna er vissulega umfangsmikið og flókið mál. Það er umfangsmikið m.a. vegna hinna mörgu og miklu fasteigna sem bankarnir þyrftu að iosa sig við og það er flókið m.a, vegna þess fjölda fólks, sem vinnur hjá bönkunum. Starfsmannavandinn felst þó áreiðanlega ekki í því, hvað verður um Gunnurnar og Möggurnar í afgreiðslunum, hann liggur í allt öðru; Hvað á að gera við alla stjórana og frœðingana, sem ekkert hefur fœkkað hjá bönkunum þrátt fyrir mörg hundruð manna samdrátt á launaskrá? Það er áreiðanlega hœgt að spara mikið í bankakerfinu og þar með gera það hœfara til að veita þjónustu og lánastarfsemi á sanngjarnari kjörum en nú eru í boði. Til að þetta sé unnt þarf að fcekka bönkunum og einfalda útíbúanetin. Núna eru bankarnir eins og bensínstöðvar, tveir, þrír með nokkurra skrefa millibili á ólíklegustu stöðum út um allt land. Það er bara Ijósaskiltið sem greinir þá að. Þetta bruðl borgum við með vaxtamismuninum. Mál er að linni. Þetta er pólitískt vandamál vegna þess að þetta teygir sig inn í raðir stjórnmálaflokkanna. Þar liggur hundurinn grafinn. Þetta viðurkenna ráðamenn. Ekki með einarðiegu jái, heldur þögninni. Nú hefur bankastjóri Landsbankans rofið þögnina. Það var þarft verk að taka af skarið. Það er löngu tímabœrt að taka sameiningu ríkisbankanna á dagskrá. Þetta er stórmál, sem varðar meiri og víðtœkari hagsmuni en margur hyggur í fljótu bragði. s.h. Sýning Hundaræktunarfélags ís/ands Hann heitir Ýrar-Týrus, stóri hvíti hundurinn með svörtu doppurnar sem stundum sést á ferli í bænum ásamt eigendum sínum. Þau Selma Stef- ánsdóttir og Jón Helgason fengu sér Týrus, sem er af tegundinni Dalmatiner, fyrir um rúmu hálfu ári síðan og á dögunum vann hann til fyrstu verðlauna á sýningu Hundaræktunar- félags íslands. Dalmatiner er varðhundakyn, ættað frá Júgóslavíu og var upp- haflega notað til að gæta hestvagna í eigu sígauna, og hver man ekki eftir teiknimyndum þar sem voru doppóttir hundar með rauðan hjálm, en slökkvilið hafa notað hunda af þessari tegund sér til aðstoðar um langt skeið. Týrus er átján mánaða gamall, og á enn eftir að lengjast og þrekna nokkuð, að sögn Selmu. Hann keppti því í ungliða- flokki á mótinu, vann meistaranafnbót þar og komst þar með í opinn flokk. Týrus fékk einnig heiðursverðlaun á mótinu og var kjörinn þriðji besti rakkinn af Dalmatiner- tegund, en faðir hans og bróðir náðu efstu tveimur sætunum. „Hann var ekki nógu þroskaður, enda ekki nema átján mánaða, en Dalmatinerhundarnir sigruðu í keppninni um bestu afkvæmin,” sagði Seima. Það er heilmikið fyrirtæki að koma hundi í keppni um svo langan veg. „Það þarf að róa hundinn niður, setja hann í búr og fljúga með hann á milli staða. Auðvitað er þetta mikið álag á hund- inn, en við ætlum að halda áfram keppni ef honum gengur vel. Reyndar er þetta dýrt, það kostar flug fyrir okkur og flutning á honum, auk þátttökugjalda. Týrus mun keppa í opnum flokki á Akureyri í lokjúní, hann er kominn með eitt meist- arastig og vonandi bætir hann við sig á Akureyri, en hann þarf þrjú meist- arastig til að fá að keppa í meistaraflokki,” segir Selma. Týrus hefur áður tekið þátt í hundakeppni og náði þá öðru sæti. Hann virðist ekki kippa sér mikið upp við andrúms- loftið á keppnisstað, sem kom eigendum hans dálítið á óvart, en yfir tvo hundruð hundar voru samankomnir við síðustu keppni. Umhirða á Týrusi tekur drjúgan tíma á hverjum degi, en feldinn þarf að bursta daglega og fylgjast þarf grannt með mataræði hans. Týrus þarf mikla hreyfingu, það dugir ekki minna en klukkutíma hlaup fyrir hann á dag, og Selma segir að það sé mikil vinna að sinna honum svo vel sé. „En maður þarf að leggja þetta á sig ef maður vill eiga góðan hund,” segir hún og strýkurTýrusi, sem vill fá sitt klapp og engar refjar. Selma segir hann vera einstaklega skapgóðan hund, sem er blíður og mannelskur. „Þetta eru barngóðir hundar, þeir eru á gelgjuskeiði til tveggja ára aldurs og aðrir hundar geta virkað ögrandi á þá á meðan á því stendur, en þetta eru miklar kelirófur gagnvart mannfólkinu. Týrusi er ekki vel við að stórir karlmenn beygi sig yfir hann, þá verður hann hræddur, en börn mega gera nánast hvað sem er við hann. Hann er ótta- legur hvolpur ennþá og mikill leikur í honum, og hann reynir gjarnan að setjast í fangið á okkur, þó hann sé orðinn svona stór,” segir Selma, sem segir að þau hafi ekki verið að leita sérstaklega að hundi af þessari tegund, þegar þau sáu hann auglýstan. „Við fórum og skoðuðum Týrus og féllum fyrir honum, enda allt öðru vísi en aðrir hundar. Hann vekur mikla athygli í bænum og er hrókur alls fagnaðar. Það þekkja hann allir orðið, enda er ekki sagt „hæ Selma” lengur heldur ,,hæ, Týrus” sem betur fer er hann barngóður, annars væri þetta strembið,” segir Selma og hlær. Selma vill gjarnan sjá meiri samheldni á meðal hundaeigenda á ísafirði, og nefnir sem dæmi að á höfuðborgarsvæðinu sé hægt að komast í dag- legar göngur með öðrum hundaeigendum. Það skipti hundana miklu máli að læra að umgangast aðra hunda, og eigendur geti einnig miðlað góðum ráðum hver til annars. Selma segir að hunda- eigendur á ísafirði séu að kanna möguleika á hlýðninámskeiði næsta vor, en til þess að af því geti orðið þurfa tíu eig- endur að skrá sig til þátttöku. Týrtis frá Isafirði vann H verfHauna 4 MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 1996

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.