Bæjarins besta - 13.03.1996, Blaðsíða 16
Tilboö
13. - 16. mars
Öll glervara
20% afsláttur
Sími: 456 5188
Opiö /
hádeginu
<4iVx
Sími: 456 5188
íþróttahúsið á Torfnesi vei nýtt
Yfir jirjátfu þúsund
gesfir á síðasta ári
Mjög góð nýting hefur
verið á íþróttahúsinu á Torf-
nesi það sem af er þessu ári,
að sögn Björns Helgasonar
íþróttafulltrúa Isafjarðar-
kaupstaðar, en húsið er
nánast fullnýtt frá morgni til
kvölds. Almenningi hefur
gefist kostur á að kaupa tíma
í húsinu, þegar kennslu og
æfingum íþróttafélaganna
lýkur, og hafa þeir flestir
verið seldir. Verð á almenn-
ingstímum hefur verið
óbreyttfrá 1993, og erverðið
áþekkt því sem annars staðar
gerist, eða 1.500,- kr. fyrir
þriðjung úr sal, 3.000,- kr. fyrir
tvo þriðju, og 4.000,-kr. fyrir
salinn allan í 50 mínútur.
Við íþróttahúsið á Torfnesi
starfa þrír starfsmenn auk for-
stöðumanns, og sagði Björn að
rekstarkostnaður yfirstandandi
árs væri áætlaður um 10 millj-
ónir króna. Iþróttahúsið stend-
ur lítið notað yfir sumar-
mánuðina, líkt og önnur
íþróttahús, að sögn Björns, en
unnið er markvisst að því að
húsið standi undir nafni sem
fjölnota íþróttahús. I athugun
er að í sumar verði húsið m.a.
nýtt undir bílasýningu. tónleika
og afmælishátíðir. Ekki er gert
ráð fyrir tækjakaupum fyrir
íþróttahúsið á þessu ári, en
Björn sagði rekstrarstjórn
hússins hafa áhuga á að fá senu-
aðstöðu í húsið til að auka
nýtingarmöguleika þess.
Tekjur fþróttahússins á síð-
asta ári námu 12,3 milljónum
króna, þar af komu 2,4 millj-
ónir frá sölu á íþróttatímum til
almennings. Alls sóttu yfir
þrjátíu þúsund manns húsið á
síðasta ári, þátttakendur í
æfingum á vegum I.B.I voru
17 þúsund, gestir á kapp-
leikjum voru ríflega 3 þúsund,
tæplega 5500 íbúar bæjarins
æfðu í húsinu í almennum
tímum og 4400 manns sóttu
húsið vegna annarra viðburða,
en m.a. voru tvær minningar-
athafnir haldnar í íþróttahúsinu
á síðasta ári.
Yfir þrjátíu þúsund manns nýttu íþróttahúsið á Torfnesi á síðasta ári.
Heiðrún ÍS-4 heidur brátt ti/ veiða á Fiæmska hattinum.
Frystitæki sett um borð í Heiðrúnu
Heldur öl veiða á
Flæmska hattinn
Skipasmíðastöðin á ísafirði
er að setja frystitæki um borð í
Heiðrúnu ÍS-4, sem er í eigu
Bakka Bolungarvík hf., og á
verkinu að vera lokið í viku-
lokin. Að sögn Sævars Birgis-
sonar, útgerðarstjóra Bakka
Bolungarvíkur hf., er ætlunin
sú að skipið haldi til veiða á
Flæmska hattinum eftir breyt-
ingarnar.
„Þessar breytingar eru ekki
kostnaðarsamar, þetta er bara
bráðabirgðaredding,” sagði
Sævar, en sett verða upp
plötufrystitæki og lestar skips-
ins einangraðar. Hann sagði
skipið ekki skila verðmætara
hráefni eftir breytingamar, en
það yrði ekki bundið af nálægð
við heimahöfn. „Eg veit ekki
hvort það er beinlínis stefna
hjá okkur að sækja á fjarlægari
mið, en það var álitið hag-
kvæmt að senda Heiðrúnu á
Flæmska hattinn. fyrst það er
opið þangað, við erum bara að
sækja hráefni fyrir verksmiðj-
una,” sagði Sævar. Heiðrún
verður ekki til frambúðar á
tjarlægari miðum, f september
kemur hún aftur til veiða á
ferskfiski.
Brotist inn í töivukerfi Snerpu á ísafirði
Allt hreinsað dt af annarri
aðaltölvu fyrirtækisins
Rétt um kl. 01 aðfaranótt
síðastliðins sunnudags braust
óþekktur aðili inn á tölvukerfi
Tölvuþjónustunnar Snerpu á
Isafirði og eyddi öllum gögnum
á annarri af tveimur Internets-
vélum fyrirtækisins. Að sögn
Jóns Amar Gestssonar, annars
eiganda Sneipu eru innbrot sem
þessi algeng í tölvuheiminum
og erfitt getur reynst að hafa
uppi á þeim sem eru að verki.
„Sá sem þama var að verki
mun hafa hafið skemmdar-
verkið um kl. 01.03 aðfarar-
nótt sfðastliðins sunnudags.
Þessi harðsvíraði aðili sem við
vitum ekki hver er, braust inn á
tölvukerfi okkar í gegnum há-
hraðanetið. Hann fór inn á aðal-
tölvuna og hreinsaði allt út af
henni þannig að hún fór ekki
einu sinni í gang. Þar var allur
Internetsvefur okkar og hann
hvarf allur. Þessi sami aðili
var síðan byrjaður að reyna að
eyðileggja gögn á hinni vél-
inni en gat ekki klárað verkið
þar sem kerfið brást rétt við í
það skiptið.
Vegna þess að honum tókst
ekki að eyðileggja þá vél komst
samband á mjög fljótlega eða
eftir um þrjár klukkustundir.
Ef honum hefði tekist það, þá
hefði stoppið geta varað í
a.m.k. 5-6 klukkustundir. Við
áttum afrit af flestum upp-
lýsingunum sem voru á vél-
inni og gátum því keyrt þær
inn aftur. Það eina sem við
misstum út var nýjasti Inter-
netpósturinn ásamt öðru smá-
vægilegu. Innbrot sem þetta
geta valdið tilfinnanlegu tjóni
og því má segja að við höfum
sloppið vel,” sagði Jón Arnar.
Jón Arnar sagði að aðilar í
tölvuþjónustu væru í varnar-
stöðu gegn innbrotum sem
þessum og yrði brugðist við
þannig að slíkt gæti ekki endur-
tekið sig. „Við sjáum nokkurn
veginn hvað hefur gerst og
munum snúa okkur að þeim
kafla til að vama því að slíkt
komi ekki fyrir aftur. Hvað við
gerum er ekki gefið upp,” sagði
Jón Arnar.
Sameiginiegt sveitar-
féiag á Vestfjörðum
Dháðin KvennalisU
og Alpýðubandalag
saman í framboð
Óháðir, Kvennalisti og
Alþýðubandalag hafa
ákveðið að bjóða fram
sameiginlegan lista til
sveitarstjórnar í hinu
nýja sveitarfélagi á
norðanverðum Vest-
fjörðum. Ákvörðun þess
efnis var tekin á fundi
flokkanna þriggja sem
haldinn var á laugar-
dag. Kosin hefurverið
þriggja manna uppstill-
ingarnefnd til að gera
tillögu að framboðslista
og verður tillaga nefnd-
arinnar kynnt á fundi
sem haldinn verður að
Núpi í Dýrafirði á
laugardaginn kemur.
Fundurinn sem hefst kl.
13 er opinn öllu stuðn-
ingsfólki framboðsins.